Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
...og ég man eftir því að hann sagði við mig; "It is so easy to establish a company in Iceland, such a process does not exist in the world". Sextán árum seinna er mér hugsað til þessara orða. Þá sérstaklega á þessum tímum er mér hugsað til þessara tíma. Þá er því spáð að yfir 3500 fyrirtæki mínu nýta sér gjaldþrota úrræði. Það var frétt að hið gamla gróna fyrirtæki Egill Árnasson lýsti sig gjaldþrota fyrir stuttu. Mörg önnur fyrirtæki eru tæknilega á sama stað en haldið lifandi af kröfuhöfum, þó aðallega bönkunum. Þá vakti það líka mína athygli að stuttu síðar og Egill Árnason var lýst gjaldþrota var nýtt fyrirtæki stofnað, Egill Árnason ehf. Getur verið að gjaldþrota ákvæði hafi verið notað í þeim tilgangi að geta endurvakið fyrirtækið? Ef svo þá er gjaldþrota ákvæði kt. eða fyrirtækja jafnstór brandari og sá hversu auðvelt það er að stofna fyrirtæki. Hvað ætli gamli Egill Árnason hafi skilið eftir sig í útistandandi skuldum áður en ný kennitala var sett upp? Ætli fleiri glæpamenn fari í slík fótspor á næstunni, kannski 50% af 3500?
Endilega látið mig vita ef ég fer með rangt mál.
3.500 fyrirtæki gjaldþrota á næstu 12 mánuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2009 | 09:01
Lætur þú atkvæði þitt falla með heimilunum?
Forsendur gengis- og verðtryggðra lánasamninga eru brostnar. Ýmislegt bendir til þess að lánastofnanir hafi á undanförnum árum stuðlað með beinum hætti að óeðlilegum hækkunum á höfuðstóli gengis- og verðtryggðra lána. Slíkt hefur gerst í gegnum gengishrun krónunnar með tilheyrandi verðbólguskoti. Stjórnvöldum ber að leiðrétta tafarlaust þá eignaupptöku sem þar á sér stað.
Efnahagsvandi íslenskra heimila hlýtur að teljast alvarlegur, þegar 42% heimila eru með neikvæða eða afar takmarkaða eiginfjárstöðu (tekið er mið af fasteignamati um síðustu áramót). Verði ekki gripið til fyrirbyggjandi aðgerða er líklegt að heimilum með neikvæða eiginfjárstöðu fjölgi verulega. Um 80% heimila eru með gengis- eða verðtryggð veðlán vegna fasteigna og eru því meirihluti kjósenda. Heimilin eiga rétt á skýrum svörum um afstöðu flokkanna til lánamála þegar þau ákveða hvernig þau verja atkvæðum sínum á kjördag þann 25. apríl nk.
Hvað ætlar þinn flokkur að gera til að:
Leiðrétta gengis- og verðtryggð veðlán heimilanna?
Hvernig ætlar hann að gera það og hvenær?
Leysa brýnan vanda vegna gengistryggðra veðlána?
Hvernig ætlar hann að gera það og hvenær?
Leysa ört vaxandi vanda vegna verðtryggðra veðlána?
Hvernig ætlar hann að gera það og hvenær?
Jafna stöðu og ábyrgð milli lántakenda og lánveitenda veðlána?
Hvernig ætlar hann að gera það og hvenær?
Sjá auglýsingu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2009 | 19:52
300 aðilar fengur 4000 milljarða að láni - jes......
Þessi frétt segir okkur ýmislegt um hverjir keyrðu á 180 km/klst. hraða þar sem hraðatakmarkið var 40 km klst. Hver var að mæla hraðann?
http://www.visir.is/article/20090403/FRETTIR01/25931505/-1
Um 300 hundruð aðilar fengu yfir 4000 milljarða króna að láni hjá stóru bönkunum þremur. Lán til þessara aðila nema gervöllum skatttekjum ríkisins í meira en áratug.
Fram kemur í hjá rannsóknarnefnd á bankahruninu að hundrað stærstu viðskiptavinir hvers bankanna þriggja, Kaupþings, Glitnis og Landsbankans, hafi verið með um helming útlána þeirra.
Ekki er lokið fyrir það skotið að þessi hópur skarist eitthvað, þannig að þeir sömu hafi fengið lánað í fleiri en einum banka og enn fremur að töluvert færri einstaklingar séu að baki þessum aðilum þegar upp er staðið.
En hvað fengu þeir lánað? Heildareignir bankanna námu tífaldri landsframleiðslu. 12.000 milljörðum króna. Stór hluti eigna bankanna eru útlán.
Samkvæmt nýjustu tölum Seðlabankans námu útlán bankanna yfir 8000 milljörðum króna til innlendra og erlendra aðila. Hafi þessi 300, sem gætu verið töluvert færri, fengið helminginn af því, þá fengu þeir 4000 milljarða króna að láni. 4000 1000 milljónir króna.
Þetta er hærri upphæð en sem nemur öllum skatttekjum íslenska ríkisins í meira en áratug.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2009 | 00:55
ÞÚ getur hjálpað heimilum í landinu! já, þú!!!
Þú sem gefur þér tíma til að lesa þetta blogg langar mig til að þú gefir þér einnig tíma til að íhuga að ganga í lið ópólitísku samtök heimilanna, www.heimilin.is. Það er mjög einfalt. Fjöldi meðlima segir til um styrk samtakanna til þess að hlustað verði á þau. Samtökin eru keyrð áfram af fólki með hugsjón og allt gert í sjálfboðavinnu. Helstu baráttumál eru í augnablikinu íbúðalán og áhrif verðbólgunnar á heimilin, og í kjölfarið veðru grafið ofaní bílalán, matarverð og önnur hagsmunarmál heimilanna. Samtökin eru greinilega komin til þess að vera.
Margir heimilismeðlimir vítt og breytt um landið gráta þessa daganna vegna þeirra dökku mynd sem upp er kominn. Því miður verða börn einnig fyrir barðinu og þeirra daglega líf raskast. Málið er orðið grafalvarlegt. Það versta við þetta er einnig að það eru til leiðir til að hefja endurreisn. Þetta tekur okkur mörg ár að ná okkur en við þurfum alvöru aðgerðir. Sýnum samstöðu og skráum okkur öll á www.heimilin.is.
Mér skilst að þeir sem eru meðlimir á Facebook eru ekki sjálfkrafa orðnir meðlimir, heldur þarf að skrá sig beint á heimasíðu félagsins.
Læt nokkur Video fylgja (Seinna videoið er fagmannlega sett upp og sýnir stöðuna vel, en XB kemur í endann og hefur það ekkert með samtökin að gera þar sem þau eru ópólitísk.):
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar