Leita í fréttum mbl.is

300 aðilar fengur 4000 milljarða að láni - jes......

Þessi frétt segir okkur ýmislegt um hverjir keyrðu á 180 km/klst. hraða þar sem hraðatakmarkið var 40 km klst. Hver var að mæla hraðann?

http://www.visir.is/article/20090403/FRETTIR01/25931505/-1

Um 300 hundruð aðilar fengu yfir 4000 milljarða króna að láni hjá stóru bönkunum þremur. Lán til þessara aðila nema gervöllum skatttekjum ríkisins í meira en áratug.

Fram kemur í hjá rannsóknarnefnd á bankahruninu að hundrað stærstu viðskiptavinir hvers bankanna þriggja, Kaupþings, Glitnis og Landsbankans, hafi verið með um helming útlána þeirra.

Ekki er lokið fyrir það skotið að þessi hópur skarist eitthvað, þannig að þeir sömu hafi fengið lánað í fleiri en einum banka og enn fremur að töluvert færri einstaklingar séu að baki þessum aðilum þegar upp er staðið.

En hvað fengu þeir lánað? Heildareignir bankanna námu tífaldri landsframleiðslu. 12.000 milljörðum króna. Stór hluti eigna bankanna eru útlán.

Samkvæmt nýjustu tölum Seðlabankans námu útlán bankanna yfir 8000 milljörðum króna til innlendra og erlendra aðila. Hafi þessi 300, sem gætu verið töluvert færri, fengið helminginn af því, þá fengu þeir 4000 milljarða króna að láni. 4000 1000 milljónir króna.

Þetta er hærri upphæð en sem nemur öllum skatttekjum íslenska ríkisins í meira en áratug.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband