Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Hreinar eignir lífeyrissjóðanna á árinu 2009 voru 1.794 þúsund milljónir. Árið 2002 voru þær 620 þúsund milljónir. Hagnaður bankanna á árinu 2009 var 51 þúsund milljónir.

Eitt af vopnum fjármálaeigenda og forystumönnum banka er að hræða almenning að miklu afli þegar minnst er skuldaleiðréttingu stökkbreyttra lána. Þá er oftast minnst á þá skoðun að hvorki lífeyrissjóðirnir né bankarnir þoli að taka á sig þann kostnað sem leiðrétting höfuðstól verðtryggða íbúðarlána hefði í för með sér. Hugmyndir m.a. Hagsmunasamtaka heimilanna gangi ekki upp.

Ég hef líkt bankahruninu við náttúruhamfarir. En við náttúruhamfarir, þar sem þúsundir fjölskyldna hefur misst sína eignir, koma yfirleitt þeir til hjálpar sem mögulega geta. Hinsvegar má líkja aðstæðum í dag þannig að eignartjónið þessara fórnalamba muni ekki verða bætt. Hinsvegar eru til stofnanir og fyrirtæki sem högnuðust á náttúruhamförunum, en þeir neita að hjálpa því að það kostar þá of mikla fjármuni. Þá styður ríkistjórn þá ákvörðun.

Samkvæmt skýrslu FME voru hreinar eignir lífeyrissjóðanna eftirfarandi:

2002 = 620 þúsund milljónir

2003 = 810 þúsund milljónir

2004 = 890 þúsund milljónir

2005 = 1.220 þúsund milljónir

2006 = 1.440 þúsund milljónir

2007 = 1.660 þúsund milljónir

2008 = 1.600 þúsund milljónir

2009 = 1.794 þúsund milljónir

Hvernig lýst þér á þau rök að lífeyrissjóðirnir geti ekki hjálpað fjölskyldum sem hafa lent í náttúruhamförum?

Hagnaður Arion banka á árinu 2009 nam 13 þúsund milljónum.....eftir skatta. Gengishagnaður 10 þúsund milljarðar.

Hagnaður Landsbankans á árinu 2009 nam 14 þúsund milljónum....eftir skatta.

Hagnaður Íslandsbanka á árinu 2009 nam 24 þúsund miljónum...eftir skatta.

Hvernig lýst þér á þau rök að þessir þrír bankar geti ekki hjálpað fjölskyldum sem hafa lent í náttúruhamförum?

http://www.fme.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6869

 

 

 


Hagsmunarsamtök Heimilanna dregin á asnaeyrunum. Jóhanna setti upp leikrit.

Siggi, Palli og Bergþóra skunduðu á Austurvöll og börðu á tunnur, hentu eggjum í þingmenn og þinghús. Stjórnin varð hrærð, það kom algjörlega flatt upp á þau hverskonar undiralda væri í gangi.

Hafist var handa við að greina þennan vanda og kannski gera eitthvað í málunum. Jóhanna kallaði til sín alla hagsmunaaðila til þess að skapa sátt, til þess að sýna okkur öllum að henni sé alls ekki sama um þau viðbrögð sem hún var vitni að á Austurvöllum.

Meira segja Hagsmunasamtök Heimilanna voru boðuð á fund til að koma fram með sjónarmið almenna borgara sem hefur verðtryggð húsnæðismál á sínum herðum. Forsendubresturinn var ræddur og reynt að komast að niðurstöðu. Skjaldborg heimilanna átti það að heita hjá Jóhönnu, sem varð Skjaldborg lífeyrissjóða og banka. Á heimasíðu Hagsmunasamtaka Heimilanna getur þú lesið eftirfarandi:

www.heimilin.is 

Þá er það orðið opinbert. Stjórn HH var dregin á asnaeyrunum í tvær vikur af getulausu stjórnkerfi. Það glæddist með okkur smá von er fulltrúar okkar urðu vitni að því þegar hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum húðskammaði forkólfa fjármálakerfisins á fundi í Þjóðmenningarhúsinu á miðvikudagskvöld. Þeir voru reiðir, það fór ekkert á milli mála. Þeir voru reiðir af því þeir voru að fá hitann frá almenningi. Hita vegna afglapa og þvermóðsku fjármálaaðalsins. Jóhanna má eiga það að hún lætur þó vita að ríkisstjórnin ætlar að gefast upp.

ASÍ og svonefnd Samtök Atvinnulífsins tóku að sögn hamskiptum eftir ofangreindan fund þegar vondu stjórnmálamennirnir sviku lit. Í kjölfarið hafa þeir tekið í taumana. Er ríkisstjórnin að láta verkalýðsforystuna og samtök atvinnulífsins segja sér fyrir verkum? Hvaða hótunum ætli þeir hafi beitt? Vita félagsmenn þessara samtaka af því hvað forystan aðhefst?

Ekki þarf að fjölyrða um það að afstaða ASÍ eftir hrunið hefur verið HH mikil vonbrigði. Þeir sem hafa orðið verst fyrir barðinu á fjármálasvindlinu eru einmitt skjólstæðingar þeirra félaga sem ASÍ er fulltrúi fyrir (eða er veruleikinn einhver annar?). HH kallar nú verkalýðsfélögin til ábyrgðar. Hvað ætlið þið að gera fyrir ykkar umbjóðendur? Ætlið þið að fara fram á launahækkun, vaxtalækkun, leiðréttingu höfuðstóls? Hvað væri mesta kjarabótin? Ætlið þið að láta Vilhjálm Birgisson standa einan gegn auðvaldshyggjunni í efsta lagi ASÍ? Hvað verður á boðstólum í komandi kjarasamningum? 3% hækkun launa á meðan bankarnir hreinsa upp eignir fólksins? Ætlið þið að horfa aðgerðarlaust á þegar glæpur bankaræningjanna verður fullkomnaður af náætunum sem komu á eftir þeim?

Línurnar skýrðust verulega á fundinum á miðvikudag. Það er alveg á hreinu hverjir eru á móti heimilum almennings og hverjir með. Umboðsmaður skuldara er lítið annað en leppur fjármálafyrirtækjanna til að afklæða fólk síðustu spjörunum áður en það er leitt nakið í 3 til 5 ára þrælkun fyrir fjármálafyrirtækin. Í besta falli er Umboðsmaður skuldara mús í mannheimum. Gagnslaus fyrir skuldara, röng manneskja á röngum stað. ASÍ tók skýra afstöðu gegn heimilunum. Þeir hafa skipað sér í lið með forkólfum auðvalds og spillingar.

Hagsmunasamtök heimilanna minna á að greiðsluverkfall er í fullu gildi. HH hvetur til þrýstings á bankana, ASÍ og SA. Þessir aðilar ætla ekkert að gera til að bæta fyrir þann órétt sem fólkið hefur orðið fyrir. Það eina sem á að gera er að hrekja fólk úr landi og/eða í gegn um eignaupptöku auk 3 til 5 ára þrælkunar fyrir stökkbreyttum skuldum sem það stofnaði aldrei til.

 


Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband