Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Verðbólga og verðtrygging snertir okkur öll!!!

david

 Þegar ég hef hugleitt þann möguleika að endurfjármagna íbúðarlánin með erlendu láni rekst ég þá köldu staðreynd hversu íbúðarlánsvextir og verðtrygging sem fellur á okkur öll er fáránleg.

Ég veit að flest okkar hugleiðir ekki þessar staðreyndir dags daglega (enda höfum við valla tíma) en við verðum á einhverjum tímapunkti að hugleiða þetta. Prófið að láta þjónustufulltrúa ykkar eða bankamenn að reikna út fyrir ykkur endanlega vaxta og verðtrygginga afborganir miðað við 4,5% fasta vexti og 4.5% meðal verðbólgu næstu 25 árin.

Þetta eru skuggalegar tölur fyrir hjón sem skulda ekki meira en 15 milljónir í íbúðarlánum.

Hver getur sagt mér hvar annarsstaðar þekkist slíkt verðtryggingar kerfi og hvar í heiminum þekkist íbúðarlán með föstum 4.15% - 5% íbúðarlánsvöxtum?

Á meðan þetta kerfi er eins og það er verðum við öll að krefjast þess að markmið seðlabankans um verðbólgumarkmið náist. Ef það gengur ekki ári til árs þarf að skipta út mönnum, rétt eins og í einkageiranum þá eru þeir látnir fjúka sem standa sig ekki.

Hin leiðin er að afnema verðtryggingu og gera lífeyrisjóðina um leið mun ábyrgara fjárfesta.

Sjáið þessi orð af vef seðlabankans: (Hvenær hafa stjórnendur seðlabankans náð markmiðum?)

 david 

Verðbólgumarkmið Seðlabankans

Markmið stefnunnar í peningamálum er stöðugt verðlag. Hinn 27. mars 2001 var tekið upp formlegt verðbólgumarkmið. Verðbólgumarkmiðinu er nánar lýst í yfirlýsingu Seðlabanka Íslands og ríkisstjórnarinnar, en megindrættir þess eru sem hér segir:

  • Seðlabankinn stefnir að því að verðbólga, reiknuð sem árleg hækkun vísitölu neysluverðs á tólf mánuðum, verði að jafnaði sem næst 2½%.
  • Víki verðbólga meira en ± 1½% frá settu marki ber bankanum að gera ríkisstjórninni grein fyrir ástæðu fráviksins, hvernig bankinn hyggst bregðast við og hvenær hann telur að verðbólgumarkmiðinu verði náð að nýju. Greinargerðina skal birta opinberlega.
  • Seðlabankinn skal stefna að því að ná markmiðinu um 2½% verðbólgu ekki síðar en í árslok 2003.(Hvað þá?)
  • Til ársloka 2002 gilda rýmri efri þolmörk sem hér segir: Árið 2001 má verðbólga í mesta lagi verða 3½ prósentu umfram verðbólgumarkmiðið og 2 prósentur á árinu 2002.
  • Seðlabankinn birtir verðbólguspá a.m.k. tvö ár fram í tímann og gerir grein fyrir henni í Peningamálum.

Þar sem peningastefnan miðar að því að halda verðlagi stöðugu verður henni ekki beitt til þess að ná öðrum efnahagslegum markmiðum, svo sem jöfnuði í viðskiptum við útlönd eða mikilli atvinnu, nema að því marki sem slíkt samrýmist verðbólgumarkmiði bankans.

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband