Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Glitnir lánaði Glitni til að kaupa bréf Glitnis í Glitni og FL Group

Þessi fyrisögn er ein af þeim bestu sem ég hef séð í langan tíma. Þetta lýsir þvælunni sem hefur verið í gangi sl. ár. Að mótmæla fyrir framan þinghús er eins og að hengja bakara fyrir smið. Mótmælin eiga að vera á Laufásvegi...svona rétt fyrir miðju.

http://www.visir.is/article/20081129/VIDSKIPTI06/333296199/-1


Veiðiflugan Black Sheep.....

Athyglisverð grein um eina bestu veiðiflugu fyrr og síðar, Black Sheep. Um er að ræða eftirlíkingu við Túpu-flugu í litum afkvæmi áls. Endilega lesið greinina, sem og kíkja á þessa frábæru nýju vefsíðu.

 http://www.anglingiceland.is/news/nr/2386

Í mínum huga eru flugurnar nokkrar sem virka afskaplega vel. Þar á meðal er Red Francis sem er ein magnaðasta flugu fyrr og síðar. Black Seep er þar í flokki, síðan eru flugur eins og Laxa blá, "Hairy Mary"..háruga María, Monroe Killer, Undertaker, Green butt. Síðan væri hægt að telja fjölmargar sérútbúnar flugur sem menn hafa búið til og nefnt eftir konum eða börnum sínum en ekki margir þekkja. Hinsvegar er staðreyndin sú að þegar Lax vill taka, þá tekur hann oft hvað sem er. Ég hef hent út nöktum krók og fengið laxa þar sem þeir voru nýgengnir, ferskir og til í allt. Hinsvegar er magnað hvað 1/2 tommu rauð eða svört Francis getur gert í hyljum fullum af lötum töku-fiskumi. Það er eins og allt verði vitlaust í hyljunum....stundum hægt að týna upp 1-3 laxa síðan þarf að hvíla helst í nokkra daga á eftir....svona einskonar sprengja. 


Erum við að missa heimilin okkar - skráum okkur hér.

Á vefnum sem ég sýni hér að neðan getum við skrifað undir þá áskorun að stjórnvöld framkvæmi alvöru aðgerðir til að létta undir greiðslubyrgði á fasteignalánum sem svo sannarlega hækka mjög mikið á næstunni og hafa hækkað mikið s.l. mánuði. 

Við verðum að gera okkur grein fyrir að verðmæti fasteigna, þ.a.m. þín fasteign mun lækka um 46% á stuttum tíma. Málið er einfalt, við komum til með að skulda mikið meira en íbúðirnar verða að raunvirði. Þetta er ekki kannski, þetta er 110% staðreynd. Við verðum að fá einhverskonar aðgerðir sem gerir það að verkum að eignir okkar brenni ekki upp í verðbólgunni. Skráið ykkur hér!!

http://www.petitiononline.com/mod_perl/petition-sign.cgi?heimili

 


Glöggt er gests augað!

Oft á tíðum er gott að fá utanað komandi til að kynna sér stöðuna og gera flókin mál einföld.

Við eigum ekki einungis að mótmæla fyrir framan Alþingi, við þurfum virkilega að láta í okkur heyra, við þurfum leiðtoga með bein í nefinu, við þurfum leiðtoga sem kemur fram með festu og ákveðni, við þurfum leiðtoga sem framkvæmir, við þurfum leiðtoga sem þorir að taka ábyrgð á eigin gjörðum.

Nú er ég, harði sjálfstæðismaðurinn farinn að efa......þetta er engin barnaleikur leikur....nú er alvara í gagni!!!

Smelltu hér til að sjá hversu glöggur essi gestur hefur verið: http://www.nytimes.com/2008/11/09/world/europe/09iceland.html?pagewanted=1&_r=1


Að vera sagt upp atvinnu

Engin getur verið undirbúinn því að horfa framan í yfirmann eða opna bréf þar sem þér er tilkynnt að þinni nærveru sé óksað í þessari vinnu. Ég starfa sem trúnaðarmaður hjá mínu fyrirtæki og hef því verið mjög upptekin að þessum málum. Ég held að ég fullyrði að þetta er það erfiðasta sem við getum gengið í gegnum fyrir utan það að missa heilsu eða andlát meðal fjölskyldu og vina.

Fólk verður hjálpalaust og óvissan heldur þeirra huga í gíslingu. Allan daginn út og inn fer fólk að hugsa um möguleikana sem eru í boði, afleiðingar og neikvæðar hugsanir verða oft mönnum hugleikið. Maður sér á að einbeitingin minkar og sjálfstraust til sjálfs síns og umhverfis minnkar um heilann helling. Mikið óskaplega vona ég að þetta ástand verði ekki til þess að fjölskyldur flosni upp, því að afleiðingarnar geta verið skelfilegar fyrir alla, þá sérstaklega börnin okkar. Ef þú sem lest þetta átt vinn eða ættingja sem hefur lent í slíku ættir að gera allt sem þú getur til að sýna hlýhug og hughreystingu þeim til styrks. Það besta er að bjóða þeim í mat, heimsækja, hringja, fara út að labba eða stunda saman í leikfimi. Hlusta og sýna kærleik....við fáum það margfalt borgað til baka þegar við sjálf lendum í slíkum hremmingum. Nú skiptir máli að standa saman og sýna samfélaginu okkar bestu hliðar.


Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband