Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Hvenær ætlar 36 ára karlmaður að hætta að vinna?

Ég veit ekki um í hvaða umhverfi þið eruð en í kringum mig er nokkuð sérstakur hópur. Við erum fædd á árunum 1968-1972. Þessir kunningjar og vinir eiga það sameiginlegt að ætla sér að hætta hinni hefðbundnu 9-17 vinnu í kringum fimmtugt! Já, þið lesið rétt! Fólk er farið að leggja fyrir, nota arfgreiðslur og vinna eins og þrælar til að ná þessu markmiði. Í mínum eyrum eru slík markmið alls ekki galinn og ná minni athygli. Hinsvegar er spurning hvort kökusneiðin sé góð á meðan við borðum hana eða þegar við höfum klárað hana. Við gætum líka misst kökuna í gólfið á meðan við erum að borða hana.

Árið 2047 eru leikskólabörn að gera áætlanir fyrir þjóðina

Leikskólann í forgang

 

Nú er svo komið að ég þekki vel til þessa einkarekna leikskóla sem Bryndís vitnar í. Þannig er að starfsfólkið er hreinlega að bugast og keyrir sig áfram á samviskunni einni saman. Þreytan er svakaleg.

Að fá fólk í vinnu sem er með að meðaltali 150.000 þús í laun gerir það að verkum að sumir hverjir nenna ekki að mæta vegna kulnun í starfi og lágra launa. Í fréttum heyrði ég að sumt starfsfólk mætir ekki í vinnu, lætur engan vita og því er alveg sama. Þegar það er hringt í það er það farið að vinna í annarri vinnu fyrir sömu laun og minna álag. Á meðan er faglært fólk á leikskólunum að keyra sig út andlega að láta hlutina ganga upp samviskunnar vegna. Þetta faglærða fólk brennur út og kulnar alveg eins og aðrir. Vandamálið er þannig að þeir sem ekki eru í kringum leikskólana eða hafa börn á leikskólanum gera sér engan veginn grein fyrir aðstæðum. Kæru foreldrar.....við verðum að styðja við það fólk sem leggur sinn tíma og sál í þessi störf. Í alvörunni. 


Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband