Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
23.5.2007 | 23:42
Oft eru hlutirnir einfaldari en maður heldur.
Sem dæmi er ég einfaldari en ég hélt...svona frekar á mörkunum :-)
Það kom til mín maður í dag, "sleggja" nokkur, og hreytti út úr sér skapvonsku gagnvart núverandi kvótakerfi. Gaman væri að vita hvort margir hér á blogginu vita í raun hvernig kvótakerfið virkar í raun og hvað sé ekki í lagi við þetta kerfi? Vitneskja og vonbrigði "sleggjunnar" um kvótakerfi íslands einkenndist af einlægni og hans sál var niðurbrotinn. Mér datt í hug kvótakerfið eftir að Geir Haarde tók svo ljúflega til orða á Þingvöllum í dag að við ættum að horfa fram á veginn og leysa þau vandamál sem fyrir okkur er sett. En að breyta kvótakerfinu okkar yfir í einfalt ríkisrekna kvótaleigu er alltof flókið mál...eða? Oft held ég að hlutirnir séu í mörgum tilvikum einfaldari en maður heldur, en þeir sem nenna ekki að standa í því að breyta og fara út fyrir sinn þægindahring eða sjá sína hagsmuni hrynja í verðgildi nota og flækjustig sem vörn. Ég var nokkuð sammála vinum mínum "sleggjunni" að oft eru hlutir einfaldir en á móti er líka einfalt að gera þá flókna. Ég held að Samfylkingarmenn ættu að slaka á mosa-ábyrgðinni og snúa sér að því sem heldur okkar þjóð á floti, fiskveiðar og kerfið sem þar er í gangi. Nokkuð sem hefur gleymst í umræðunni finnst mér.
Síðan finnst manni að það hljóti að vera flókið að mynda ríkistjórn, en það er það ekki. Líka hlýtur það að vera flókið að taka 74 milljarða króna lán til að kaupa Hollenskan banka, en það er það ekki...svona mætti lengi telja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 00:57
Er plott það eina sem skiptir politíkusa máli? Hvaða plott átt þú?
Hversu klárt var það hjá Sjálfstæðismönnum að taka Samfylkinguna í stjórn. Nú skulum við hinkra. Baugs menn, Fréttablaðið og 365 komnir á band stjórnar. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn kominn með Morgunblaðið, Blaðið og fréttablaðið. Hvað gerist nú í blaðageiranum? Verður Samfylkingin minni eftir 4 ár? Ég veðja alla vega helmingi minni og breytingar á ráðherraembættum verður svakalega ör. Bjarni Ben tekur við Birni sem verður settur einhverstaðar í dagvistun. Jóhanna segir sig úr flokknum vegna þess að hún fær ekki peninga til þess að setja okkur á hausinn. Spítalarnir sameinast World Class og Hreyfingu í krafti ráðherrahjónanna Guðlaugs og Ágústu. Jónína Ben vinkona Ágústu og óvinur Jóa í Bónus rís aftur upp og verður gerð að einhverjum formanni einhverra nefnda...svona til að launa henni fyrir alla Baugsvinnuna.
Ég er hrikalega lítinn pólitíkus en svona hlutir blasir við manni eftir 10 fréttir RÚV nú í kvöld og eftir að hafa lesið bloggið sem því fylgdi. Ég óska hér með fleiri plott hugmyndum...gaman að sjá hver sér í gegnum þennan vef Geirs, Davíðs og þeirra í Sjálfstæðisflokknum....þeir sem halda að Davíð sé horfinn úr þessu þurfa að hugsa dýpra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2007 | 23:37
Ætlar Samfylkingin að senda XD út í kuldann?
Jæja...nú mun Ingibjörg og Össur vera öskureið út í Árna "uppreinsaræru" Jónsen og Björn "Rambo" Bjarnason þar sem nýja herliðið fær að nota nýju Eyjargöngin til heræfinga. Allir í Samfylkingunni strunsa út eftir 6 mánaða hjónaband og berja í borðið hjá Geir og heimta að við tökum upp Evruna og göngum í ESB. Allt fer í háaloft og stjórnin fellur. Þá nuddar Steingrímur á sér hendurnar á meðan Jón Sigurðsson nuddar á honum herðarnar. Allir í stjórnarandstöðu hittast í reykfylltu bakherbergi með Jóhönnu "minn tími mun koma"Sigurðardóttur við endann og samþykkja að mynda vinstri stjórn. Hver vill veðja á að þessi áhugaverða saga verði að veruleika?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2007 | 23:28
Ef maður er 36 ára...er maður orðinn gamall og fúll?
Jæja
Mitt fyrsta blogg um aldur...ekki það að það sé jafn mikið afrek og að fá sitt fyrsta gat á hausinn eða brjóta sitt fyrsta bein en eitthvað sem maður vill helst forðast...en get ekki. Þannig er að ég fer ekki oft í Kringluna eða Smáralind (að ég held) en ég fór í dag í bankann, og 36 ára gamli rauðhausinn varð fyrir menningarsjokki. Ekki einungis var umhverfið fullt af smástelpum með tyggjó...heldur var erfitt að spotta út íslending í húð og hár. Þarna voru innflytjendur íslands allir komnir með tölu....að mér virtist. Síðan þegar ég fékk afgreiðslu í bankanum og afgreiddi mig maður sem talaði frekar dapra íslensku en þó betur en flestir í kringum mig. Ég fékk svona hálfgert sjokk og fílaði mig sem bitran fordómafullan gamlan mann sem hatar útlendinga á íslandi....sem ég er alls ekki. En að upplifa sig á íslandi eins og maður sé staddur erlendis er nokkuð sérstakt. Ég vona að nýja ríkistjórnin með Össur fremstan, og við öll hin náum að kenna þeim sem vilja búa á þessari veður rugluðu eyju góða heilbrigða íslensku. Mér skilst að Danirnir séu með gott próf fyrir þá sem vilja gerast Danir....hinsvegar geta Danir ekki leyst prófið sjálfir þannig....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 11:02
Simmi og Ómar orðnir bloggleiðir og Björn í vondum málum.
Simmi segist vera haldinn bloggleiða og ætli að taka sér frí, því miður, þar fer einn sá orðheppnasti maður út af bloggsviðsljósinu í bili. Einnig ætlar Ómar Valdimarsson ætlar að taka sér hlé en hann er nú í málaferlum við fátæka listamanninn Gauk, höfund Silvíar Nætur. Mér skilst að Ómar hafi móðgast eitthvað út í Gauk. Ég hvet Ómar til að falla frá þessu...kjánalegt að fara þessa leið, en það er eins gott að maður passi sig hvað maður segi hérna á blogginu.
Ég ætlaði að fletta fram hjá umræðu síðunni þar sem Hr. Björn Bjarnarsson tjáir sig um útstrikunnar málið. Fyrir svona meðal-vel-gefinn mann eins og mig (ég allavega lifi í þeirri von að svo sé) þá er Björn ekki í góðum málum eftir skrif sín í Morgunblaðið, hann missir sig strax í lélega vörn og fúll á móti tón.
Í kjölfarið ákvað að stofna til skoðunarkönnunar hér á blogginu mínu yfir hrokafulla, sjálfumglaða einstaklinga (vona að ég verð nú ekki kærður með tjáningarfrelsi sem minn verjanda). Á hinn veginn vill ég líka búa til lista yfir góðar, virðulegar manneskjur sem eru öðrum til eftirbreytni sem koma vel fram. Hafir þú nafn til að bæta við á listana, sendu mér athugasemd og ég set það inn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2007 | 14:06
XD og internetið
Þessar kosningar voru algjör snilld. Nú þurfa sjáumglöðu, eiginhagsmunapotarar Sjálfstæðisflokksins sem ég kaus í gær að velja sér samstarfsflokk. Mig langar svo að sjá Steingrím og Vinstri Græna í stjórn og sjá Ragnar Reykás fæðast. Hinsvegar mundi það líka gerast með Samfylkinguna innanborðs þar sem..þeirra tími er kominn...eða? Jæja, allavega er þessum hluta lokið og spennandi tímar framundan.
Mbl.is og RÚV fá Halla-verðlaun ársins fyrir frábæra kosningavöku á netinu. Þar var framsetningin einföld og flott, sem og notkun á "Stream" tækninni notuð til að færa netnotendum sjónvarpsútsendingu RÚV í beinni. Fyrir vikið voru íslendingar vítt og breytt um heiminn að fylgjast með. Ef við metum notkun okkar á netinu frá 1 til 10 erum við stödd svona ca. í 2. Við erum rétt að byrja. Með þeirri bandbreidd sem 90% heimila hafa í dag eru möguleikarnir óendanlegir. Við eigum í framtíðinni að gera mikið á netinu. Hættum að bíða í biðröðum og látum þá sem taka við peningunum okkar að koma með vörurnar til okkar, við eigum ekki að sækja þær til þeirra. Þá græðum við tíma sem við getum notað til að njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum okkar. Höfum fyrir vikið meira tíma til að njóta lífsins.
Dæmi:
Ég vil fara á netið og ná í innkaupakörfu, með einföldum hætti keyra um matvöru búðina og setja í körfuna mína það sem ég vil. Ég vil sjá kjötborðið, fiskborðið og allt eins og venjulega. Síðan tekur starfsmaður á kassa á móti mér og við förum yfir kostnaðinn. Síðan borga ég með debet eða Kreditkorti. Síðan segi ég þeim hvenær það hentar mér að fá vöruna heim.
Ég vil fara á internetið og panta mér Pizzu þegar fjölskyldan vill Pizzu. Á Pizza.is á starfsmaður að taka á móti mér með bros á vör. Sýna mér það sem er í boði og sýna mér síðan mynd af því sem ég panta. Þar næst segi ég hvenær ég vill fá Pizzuna senda heim.
Ég vil fara á netið til að panta tíma á verkstæðinu fyrir bílinn. Ég stimpla inn það sem þarf að gera við og vita hvað það mun kosta. Hinsvegar er ég ekki alveg viss um hvað er að bílnum og vill panta bilagreiningu sem má ekki kosta meira en k. 5000. Ef óvæntur kostnaður kemur upp er það sett á netið og ég spurður um leyfi til að laga þessa ófyrirséða bilun. Síðan vill ég að bíllinn sé sóttur í vinnuna og skilinn bílaleigubíll á meðan. Þegar viðgerð er lokið er komið með bílinn annaðhvort heim eða í vinnuna.
Ég vil fara á netið til að kaupa rúllugardínur og sólarfilmur. Á netinu tekur á móti mér maður sem leiðir mig áfram með spurningum sem skipta máli. Því næst segir hann mér hvernig ég á að mæla fyrir gardínum. Þegar þessu er lokið sé ég hvernig á aðfesta þessu upp og hvað herlegheitin kosta. Næst segi ég hvenær ég vill fá vöruna til mín.
Með þessu og fleirum slíkum netsnilldarlausnum tekst okkur að forðast leiðinda biðraðir, spara ómetanlegan tíma sem við viljum heldur nota með fjölskyldu og vinum.
Áfram XD og áfram internetið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 23:18
Pólítíkusar nota ómerkileg orð og beita röngum aðferðum!
Stundum þegar ég er leið heim úr vinnu hlusta ég á útvarpsþáttinn Spegilinn sem er ágætis málefnalegur þáttur. Að þessu sinni var umræðan um innihald kosningaumræðunnar. Þar var talað um þá spurningu sem RÚV hefur fleytt fram til leiðtoga stjórnmálaflokkanna hvort þegar þeir vilja afnema verðtryggingu. Í raun er slík spurning innihaldlaus þar sem við öll höfum val hvort við tökum verðtryggð eða óverðtryggð lán. Annað er orðið "þensla" sem á enga hagfræðileg rök, og á ekkert við um hvort eitthvað sé í jafnvægi eða ekki. Þensla er orð sem við skiljum þannig að þörf sé á einhverjum aðgerðum sem er náttúrulega þvæla því að þensla er ekkert frekar neikvæð heldur en jákvæð. Annað sem þeir töluðu um og ég er hryllilega sammála þegar við notum orðið "velferðamál". Þegar menn eru að tala um velferðamál eru undirflokkar orðsins taldir í tugum ef ekki í hundruðum og er í raun regnhlífarorð sem skynsamlegt er að nota í innihaldlausu blaðri.
Aðferðafræði
Sem markaðsmaður var mér hugsað til þeirrar hugmyndafræðar þegar sölumaður vanvirðir og lítillækkar ákvarðanir viðskiptavinarins sem hann er að reyna selja vöru sína til. Ef hann gerir slíkt er hann kominn í mjög veika stöðu. Sem dæmi, sem sölumaður jeppa ef ég segði þér að þessi TOYOTA LAND CRUISER sem þú keyptir þér væri er ekkert spennandi og að taka slíka ákvörðun um kaup á slíkum jeppa væri í raun staðfesting á dómgreindarleysi hjá viðskiptavininum. Hinsvegar að ef sölumaður viðurkennir dómgreind viðskiptavinarins, vinnur traust þá verður eftirvinnan mun léttari. Dæmi: Ég sé að þú er með góðan smekk og velur góða vöru. Mikið er ég glaður að fá þig til mín þar sem ég er ekki einungis með jafngóða vöru heldur ennfremur betri vöru.
Hvernig á þetta við pólitík? Jú, yfir 40% þjóðarinnar kjósa Sjálfstæðisflokkinn og hafa gert sl. ár. Ef ég er í stjórnarandstöðu og vill selja Samfylkinguna eða VG þá mundi ég náttúrulega nota "aðferðina". Dæmi: Rosalega er þú klár að hafa kosið það sem þú kaust í síðustu alþingiskosningum, en ég er með vöru sem er ekki einungis jafngóð heldur betri. Hingað til hefur aðferðarfræðin hinsvegar snúist þannig að stjórnarandstaðan vanvirðir dómgreind meirihluta þjóðarinnar og segist vera mikið betri. Því miður...slík aðferðafræði getur aldrei virkað!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2007 | 20:17
Er til einskonar "læknamafía" á Íslandi?
Í fréttum á Ras1 í kvöld var fjallað um óánægju lækna með starfsmenn lyfjaverslananna um að upplýsa sína viðskiptavini um hagkvæma leið í lyfjakaupum. Ekki áttu þeir við þegar starfsmenn benda á samheitarlyf hedlur þegar sjúklingar eiga rétt á svokölluðum lyfjakortum, sem gerir lífið léttara hjá þeim sjúklingum sem þurfa að kaupa lyf í mörg ár. Skýrt var út í fréttum að með því að nýta réttindi sín með lyfjakortum geti viðskiptavinir lyfjaverslana sparað sér tugþúsundir á ári. Hinsvegar eru læknar mjög órhressir með þessa upplýsingagjöf. Það sem læknarnir gleyma er að ef starfsmenn lyfjaverslanna upplýsi sína viðskiptavini ekki, gerir enginn annar það...en er það sem þeir vilja? Getur verið að þetta sé hroki, og einungis brot af þeim hroka sem er í gangi hjá læknasamfélaginu...og hvað eru þeir að pæla? Sagt er að ástæðan fyrir því að ekki sé hægt að hagræða í heilbrigðiskerfinu okkar er að "læknamafían" sé það öflug að þeir ráði nánast öllu, þar á meðal hvaða laun þeir eiga rétt á. Væri ekki nær að spítalarnir væru reknir af flottum buissness fólki en hrokafullum læknum? Samt vil ég árétta að af öllum starfsgreinum ber ég mesta virðingu til lækna. Hinsvegar er greinilegt að læknar eru eins hæfir til sinna starfa og þeir eru margir. Við eigum rétt á því að vita hvaða læknir er færastur með öflugri upplýsingagjöf um læknana sjalfa, hvaða meðferðir eru í boði og hvernig lyf eru vænlegust og ódýrust hverju sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2007 | 22:36
Monkey news með Karl Pilkington
Þeir sem þekkja þennan fasta lið í hinum heimsfræga Podcast heimi vita að þarna er á ferðinni mikil snilld. Þættirnir sem voru stjórnaðir af Steve Merchant, Ricky Gervais og tæknimanninum Karl Pilkington eru hinsvegar hættir og hafa ekki verið í gangi í 1 ár. Þannig finnst mér að okkur vanti almennilega góða útvarpsþætti hérna í útvarps flóruna okkar. Við erum í raun mjög fátæk af góðri skemmtilegri afþreyingu í útvarpi...allt frekar litlausir þættir sem fjalla um samtímann og ábyrgar samfélagslegar umræður....allt frekar venjulegir þættir. Eini frábrugðni þátturinn sem er í gangi er Tvíhöfði á Ras2 sem fær mitt atkvæði.
Þeir sem vilja ánetjast Monkey News þá hægt að nálgast upplýsingar hjá Ricky Gervais http://www.rickygervais.com/karlpilkington.php
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 10:07
Munur á konum á körlum er augljós!
Samkvæmt þessum nýjustu rannsóknum fræðimanna í austri eru þeir langt komnir með að finna hin raunverulega mun á kvenna og karla. Heilastarfsemi þessa tveggja tegunda er frábrugðinn og þetta trúverðuga myndband er algjör tímamót í vísindarannsóknum kynjanna.
Kíkið á þetta:
http://youtube.com/watch?v=LrH6Fu15tkA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar