Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
13.2.2009 | 15:52
Frétt frá 06.des 2007 - Menn í eiturpilluleik, að gíra sig upp fyrir veðköll. Flagga síðan "Price to the Book" með framvikum samningum og gengistapi. :-)
Hvað eru þessir menn að tala um?
Orðabók viðskiptalífsins. Nú þegar umræðan um viðskiptalífið er í hámarki er ekki úr vegi að fara yfir tungumálið sem "þessir menn" tala. Alveg nákvæmlega eins menn mæta í fjölmiðla og tala alveg nákvæmlega sama tungumálið sem enginn skilur, nema þessir menn sem eru alveg nákvæmlega eins.
Fyrir þá sem ekkert skilja er ástandið yfirleitt útskýrt eitthvað á þá leið að partýið sé að verða búið. Vísir tók saman nokkur hugtök úr viðskiptalífinu og reyndi að koma þeim yfir á mannamál, með misjöfnum árangri þó.
Úrvalsvísitala
Nefnist ICEX-15 í bransanum eða úrvalsvísitala aðallista. Talan 15 merkir að hún er sett saman úr 15 félögum. Hún hækkar síðan og lækkar eftir því hvernig verð hluta í þessum 15 félögum þróast. Félögin sem mynda úrvalsvísitöluna eru ákveðin tvisvar á ári í 6 mánuði í senn.
Kauphöllin
Er staður þar sem viðskipti með verðbréf fara fram. Kauphöll Íslands er í eigu banka, lífeyrissjóða og félaga sem þar eru skráð. Þú þarft sérstak leyfi til þess að kaupa og selja í kauphöllinni. Þar koma svokallaðir verðbréfamiðlarar til sögunnar en þeir hafa slík leyfi.
Veðköll (e. Margin call)
Ef þú kaupir hlutabréf fyrir t.d 10 milljónir og átt 3 milljónir en tekur lán út á bréfin fyrir 7 milljónir. Ef bréfin síðan lækka undir eitthvað ákveðið mark sem bankinn setur þá kemur það sem kallað er veðkall. Þú verður þá annaðhvort að koma með meiri pening sem tryggingu eða þá að bankinn tekur bréfin og byrjar að selja þau.
"Að gíra sig upp"
Það er þegar menn taka lán út á hlutabréfin og skuldsetja sig þannig. Þetta hefur verið í lagi síðustu 3-4 ár og menn hafa gírað sig jafnóðum eins mikið og þeir mega. Þetta hefur borgað sig hingað til og menn hafa verið að moka inn á þessu. Á endanum getur þú hinsvegar misst allt á mjög skömmum tíma.
Eigið fé
Er einnig nefnt eignarfjárhlutfall á fagmáli. Því er ætlað að sýna fjárhagslegan styrk fyrirtækisins og er hlutfall eigin fjár af heildarfjármagni fyrirtækis. Eigið fé er því í raun eignir félagsins.
Milljarður
Það eru fáir sem nota þessa mælieiningu um peningastöðu sína. Milljarður er í raun þúsund milljónir. Ein milljón er skrifað svona 1.000.000 og í samanburði má geta þess að þúsund kall er skrifað svona 1.000. Milljarður er því skrifaður eitthvað á þessa leið 1.000.000.000.
Hluthafar
Eru eigendur hlutafélaga. Hlutfélag er er félag sem er sjálft ábyrgt fyrir skuldbindingum sínum og eigendur þess bera takmarkaða ábyrgð.
Price to book
Það er markaðsvirði félagsins deilt með eigið fé félagsins. Þú ert í raun að kaupa peninga fyrir peninga og talað er um að þetta megi ekki vera mikið fyrir ofan einn hjá fjárfestingarfélögum. Hjá FL Group var þetta t.d komið eitthvað í kringum 1,6 sem þýðir að það var 60% álagning á eigið fé hjá félaginu. Þeir voru því að kaupa hverja milljón fyrir 1.600.000.
Að flagga
Hlutir í félögum á markaði skipta oft hratt um hendur. Við hver viðskipti breytist eignarhald á viðkomandi félagi og við stærri viðskipti getur eignarhald eða atkvæðisréttur breyst svo mikið að skylt sé að tilkynna um það til Kauphallarinnar og hlutafélagsins sem um ræðir. Slík tilkynning er nefnd flöggun. Ákveðin mörk hafa verið dregin í þessu sambandi og ber að flagga þegar eignarhlutur eða atkvæðisréttur fer yfir hvert þeirra. Mörkin liggja við 5%, 10%, 20%, 33,33%, 50% og 66,75% hlut. Flaggað er þegar heildareignir viðkomandi fer upp eða niður fyrir framangreind mörk.
Hlutafjárútboð
Þegar fyrirtæki er skráð á markað í fyrsta sinn er fenginn einhver óháður aðili til þess að meta virði fyrirtækisins og þannig ákveður hann útboðsgengi sem er söluverð nýju hlutanna til fjárfesta. Að því loknu er ákveðið hvert gengi hlutanna í félaginu er í viðskiptum á markaði.
Framvirkir samningar
Oft er talað um framvirka samninga í samhengi við hlutabréf. Slíkur samningur er afleiðsamningur sem byggir á einhverjum undirliggjandi þáttum á borð við gengi hlutabréfa, þróun gengis á tiltekinni mynt o.fl.
Gengistap
Þegar rætt er um gengi félags á markaði er átt við það verð sem bréf þess hafa gengið kaupum og sölum á. Alltaf er miðað við það verð sem síðustu viðskipti voru með bréfin. Gengistap er því þegar menn selja bréfin á lægra verði en þeir keyptu þau á.
Yfirtökuskylda
Samkvæmt lögum myndast yfirtökuskylda þegar hluthafi í samráði eða samstarfi við aðra ráð yfir 40% eignarhluta eða meira. Yfirtökunefnd tekur afstöðu til þess hvort slík skylda hafi myndast eða ekki. Sé skyldan til staðar ber þeim hluthöfum sem eiga 40% eða meira að kaupa út þá hluthafa sem fyrir eru í félaginu.
Stimpilgjald
Þegar gefin eru út verðbréf á íslandi þarf að greiða tiltekið gjald til ríkisins og er það nefnt stimpilgjald sem vísar til þess að ríkið þarf að stimpla verðbréfið til að það sé löglegt. Flestir kynnast þessum dýrasta stimpli heims þegar þeir taka íbúðarlán.
EBITDA
Er skammstöfun fyrir eftirfarandi setningu: Earnings Before Interest, Taxes, Depreciation and Amortization. Í stuttu máli er þetta hagnaður fyrir afskriftir. Skamstöfunin er borin fram "ebidda" hjá bankamönnunum.
Kúla
Þetta er slangur sem mikið er notað í hlutabréfaviðskiptum. Menn tala um kúlu sem eina milljón króna. Fimm kúlur eru því fimm milljónir í bransanum.
Eiturpillur
Þetta er sú aðferð stjórnar til að verjast yfirtöku að gera reksturinn óaðlaðandi í augum þeirra sem vilja taka það yfir. Það má gera til dæmis með því að breyta samþykktum félagsins sem gerir stöðu væntanlegra yfirtökuaðila erfiða í félaginu, kaupa eða selja eignir félagsins og gera það þannig ófýsilegra eða taka til einhverra annarra aðgerða í rekstrinum með sama markmiði. Nefnist aðgerðin eiturpillur með vísun í að verið sé að valda skaða til að forðast yfirtökuna. Slíkar aðgerðir eru að öllu jöfnu ekki í þágu hluthafa félagsins. Aðferðin er ekki algeng hérlendis.
Hvíti riddarinn
Ákveðin tegund yfirtöku, eða tilraunar til yfirtöku, þar sem sitjandi stjórn fréttir af yfirtökuáformum og fær þriðja aðila til að koma inn í hluthafahópinn og hjálpa stjórninni við að halda völdum í félaginu. Sá þriðji aðili er þá nefndur hvíti riddarinn og er hugtakið þaðan komið.
Efni greinarinnar var að hluta til unnið upp úr upplýsingum frá verðbréfavefnum M5.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2009 | 22:54
Herra Ólafur Ragnar Grímsson flytur út vatn
Í kjölfar þessarar fréttar datt mér í hug hvort Ólafur gæti ekki notað sína "contacta" og sent út haug af vatni? Það er hægt að fá olíuskip frá Kína á litlu verði, fylla þau af vatni og sigla! Ef það virkar ekki þá eru til vatnspokar í 20 feta gáma og fyllum Eimskipar flotann okkar og gerum þeim greiða. Hugmynd að sprotarfyrirtæki!
Skelfilegir þurrkar í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2009 | 21:14
Það var ekki ólöglegt að grafa undan krónunni!
Frá nóvember 2007 til mars 2008 keypti Kaupþing og Exista samtals tvöþúsund milljónir evra. Á þessu tímabili var mikil vitneskja um stöðu jöklabréfanna. Á sama tíma vissu flestir fjárglæpamenn að krónan væri að sigla í strand. Hinsvegar vorum við, almenningur, ekki alveg búinn að fatta að kreppan væri handan við hornið. Frá mars 2008 fór allt að fara niður á við til verri vegar. FME kemst að þeirri niðurstöðu að það hafi ekki verið ólöglegt að kaupa slíkt magn af evrum enda örugglega engin lög um slík gjaldeyrisviðskipti . En var það siðlaust? Davíð Oddson sagði í Kastljósi fyrir hrun að ef við hefðum ekki krónuna hefðu bankarnir aldrei getað sýnt fram á slíka afkomu, t.d EXISTA um 30 milljarða. Þá voru skýringar hagnaðarins m.a. gengishagnaður. Ef við íslendingar ætlum að láta ausa slíkri þvælu yfir okkur að yfirmenn Kaupþings, Exista og fleiri hafa ekki vísvitandi veikt krónuna með kaupum á þessum tvö þúsund milljóna á evrum, þá erum við svo sannarlega ekki björtustu kertin á afmæliskökunni.
Til að velta sér meira upp úr þessu þá gerðist eitt merkilegt. Með þessum gjaldeyriskaupum veiktist krónan mikið, sem var löglegt en siðlaust. Þá fór verðbólgan hækkaði. Evran og aðrir gjaldmiðlar voru orðnir dýrari og öll innflutt aðföng margfölduðust í verðum. Þannig hækkuðu verðtryggð íbúðarlán gríðarlega vegna vísitöluhækkananna. Þannig hækkaði höfuðstóll allra þeirra sem voru með verðtryggð íbúðarlán um skuggalega háar upphæðir. Sú hækkun varð síðan bókfærð sem verðmæti í bönkunum, t.d. hjá Kaupþingi, þeim örugglega til mikillra ánægju. Þannig hagnaðist Kaupþing bæði á því að veikja krónuna og á þeim útistandandi verðtryggðu húsnæðislánum sem þeirra viðskiptavinir skulduðu. Af hverju í ósköpunum haldið þið að þeir vilji afnema verðtryggingu af húsnæðislánum. Lánveitandinn gat því aldrei farið illa út úr slíkum viðskiptunum. Ef þetta sé ekki í eðli sínu ólöglegt gangvart íslensku þjóðinni þá er ekkert ólöglegt!
http://visir.is/article/20090206/VIDSKIPTI06/340841849/-1
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það voru nokkrir glæframenn sem sátu undir stýri á svakalega hraðskreiðum bílum og léku sér að því að keyra á ofsahraða í gegnum hverfi þar sem hámarkshraði er 30 km. Þetta voru þó nokkrir einstaklingar og settu íbúa nágrennisins og vegfaranda í lífshættu. Þá var lögreglunni sagt frá því en ekkert gert. Þetta gekk í fjölmörg ár og aldrei var lögreglan að mætt til að stöðva þennan alvarlega glæfraleik. Til að toppa þetta alveg voru þetta fullorðinr menn, sumir með fjölskyldur sjálfir. Mér dettur helst í hug að þeir hafi hreinlega ekki kunnað á hraðmælinn eða bara ekki nennt að sinna þessum glæp.
Að sjálfsögðu er þessi saga ekkert annað en myndlíking á aðgerðum fjármálaglæpamannanna sem hafa settu heimlin á hausin, settu 16.000 manns á atvinnuleysisskrá og samfélagið í upplausn.
Hvað í ósköpunum var lögreglan að mæla hraðan? Kannski undir einhverri brú í felum að taka okkur, almenning þar sem við keyrðum á 79 þar sem hámarkshraði var 70.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2009 | 23:20
Ætlar Samfylkingin að senda XD út í kuldann?
Sjáið blogg frá mér síðan 27.maí 2007. Nokkuð gott þó að ég segi sjálfur frá :-)
http://hhbe.blog.is/blog/hhbe/entry/216565/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2009 | 21:51
Sat fyrir í dag hjá Sænska Ríkisjónvarpinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2009 | 20:08
Gott framtak...en mikil þörf er á afdrifaríkari ákvörðunum
Við sem höfum gert okkur grein fyrir þvælunni sem tengist verðtryggingu á húsnæðislánum vitum að lausnin er einföld, að afnema verðtrygginguna, ef ekki í einu þá í þrepum. Að hafa Rauða Krossinn til að hjálpa íslendingum sem eru í átthagafjötrum er mikils virði en má alls ekki vera notað sem einhverskonar lausn eða aðgerð stjórnvalda á vandamálum heimilanna. Ég hef þó nokkrar áhyggjur af því að aðgerðirnar snúist fyrst og fremst um að lengja í hengingarólum heimilanna en ekki til þess að gera lífið bærilegra til framtíðar. Eins og ég hef ritað hér margsinnis þá finna þeir sem eru með erlend lán á íbúðarhúsnæðinu mest fyrir falli á krónunni. Við sem erum með hefðbundinn verðtryggð lán finnum ekki eins mikið fyrir því vegna þess að upphæðinni hefur verið smurð niður í þunnt lag yfir lánstímann þar sem eignamyndun er engin og síðan algjört bull síðustu 10 árin. Mig langar sem dæmi að reikna út eftirfarandi:
15.000.000 verðtryggt lán í 40 ár á 4,9% vöxtum, verðbólga 3,0% (sem aldrei hefur gerst). Þá kemur lánandi til með að greiða 31.571.110 í vexti á tímanum og heildargreiðsla 65.592.657. Þá deilum við 65.592.657 í 40 ár. Það er það tekur að meðaltali 1.639.816 kr. í laun eftir skatta, eða ca. 3.300.000 í árstekjur, bara til þess að borga þetta 15.000.000 lán.
Nú skulum við taka dæmi sem er aðeins raunhæfara: Lán 15.000.000 á 5,6% vöxtum með 6,5% verðbólgu. Þá er vaxtagreiðslan 73.515.883 kr. Heildargreiðsla 170.071.619. Þá deilum við 170.071.619 í 40 ár. Það eru 4.251.790 á ári eftir skatta í greidd laun, eða ca. 8.200.000 í laun á ári bara til að greiða niður þetta 15.000.000 kr. lán.
Hérna er lánareiknir, prófið að skella inn láninu ykkar.
Miðstöð fyrir fólk í erfiðleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar