Leita í fréttum mbl.is

Gott framtak...en mikil þörf er á afdrifaríkari ákvörðunum

Við sem höfum gert okkur grein fyrir þvælunni sem tengist verðtryggingu á húsnæðislánum vitum að lausnin er einföld, að afnema verðtrygginguna, ef ekki í einu þá í þrepum. Að hafa Rauða Krossinn til að hjálpa íslendingum sem eru í átthagafjötrum er mikils virði en má alls ekki vera notað sem einhverskonar lausn eða aðgerð stjórnvalda á vandamálum heimilanna. Ég hef þó nokkrar áhyggjur af því að aðgerðirnar snúist fyrst og fremst um að lengja í hengingarólum heimilanna en ekki til þess að gera lífið bærilegra til framtíðar. Eins og ég hef ritað hér margsinnis þá finna þeir sem eru með erlend lán á íbúðarhúsnæðinu mest fyrir falli á krónunni. Við sem erum með hefðbundinn verðtryggð lán finnum ekki eins mikið fyrir því vegna þess að upphæðinni hefur verið smurð niður í þunnt lag yfir lánstímann þar sem eignamyndun er engin og síðan algjört bull síðustu 10 árin. Mig langar sem dæmi að reikna út eftirfarandi:

15.000.000 verðtryggt lán í 40 ár á 4,9% vöxtum, verðbólga 3,0% (sem aldrei hefur gerst). Þá kemur lánandi til með að greiða 31.571.110 í vexti á tímanum og heildargreiðsla 65.592.657. Þá deilum við 65.592.657 í 40 ár. Það er það tekur að meðaltali 1.639.816 kr. í laun eftir skatta, eða ca. 3.300.000 í árstekjur, bara til þess að borga þetta 15.000.000 lán.

Nú skulum við taka dæmi sem er aðeins raunhæfara: Lán 15.000.000 á 5,6% vöxtum með 6,5% verðbólgu. Þá er vaxtagreiðslan 73.515.883 kr. Heildargreiðsla 170.071.619. Þá deilum við 170.071.619 í 40 ár. Það eru 4.251.790 á ári eftir skatta í greidd laun, eða ca. 8.200.000 í laun á ári bara til að greiða niður þetta 15.000.000 kr. lán.

Hérna er lánareiknir, prófið að skella inn láninu ykkar.


mbl.is Miðstöð fyrir fólk í erfiðleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæll Haraldur viltu senda mér síma (í dyr@unk.is) sem hægt er að ná í þig eða senda á info@bildreportage.se með kveðju og þökk fyrir viðbrögðin, Kristín

Kristín Dýrfjörð, 2.2.2009 kl. 22:00

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég tel ólögmætt, að krefja skuldara greiðslu verðbóta til banka og sjóða, sem tóku þátt í, að gera atlögur að ískr.

Það getur ekki verið satt og rétt, að greiða fyrir vinnu þjófa við að ræna menn aurum þeirra.

Það var iðja þeirra SEM ÁTTU BEINA HAGSMUNI AF ÞVÍ  að króna okkar veiktist og verðbólga fór á fullt.  Þetta var gert með beinum hætti 2004 á haustdögum og svo með reglubundnum hætti síðan.

Best sést þetta á gröfum, sem birt eru á vef SÍ og birtir með grafískum hætti, gengisvísitöluna og svo til samanburðar VERÐBÓTAÞÁTT vaxta á sama tímabili.  Þar sést svo ekki verður um villst, að þarna er BEINT orsakasamband og því er með nokkurri vissu hægt að segja, að þeir sem eru að rukkar Verbætur eru þeir sömu og komu hækkun verðbótanna á, því er með öllu ósanngjarnt, að viðskiptamenn bankana sem svona höguðu sér, þurfi að blæða fyrir þjófnaði viðskiptabanka sinna.

Ég get ekki nefnt svona viðskipti öðru nafni en stuld, því ekki er um heilindi að ræða né, að þeir sem viðskiptin áttu hafi jafna réttarstöðu eða aðstöðu til að hafa áhrif á upphæðir sem til verða vegna um,,saminna" verðbóta.

Að ofanrituðu skoðuðu, tel ég alsendis óvíst, að dómstólar gætu með réttu gert skuldara að greiða verðbætur sem svona eru til komnar, vísað til jafnræðislaga og fl.

Með viðringu.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 3.2.2009 kl. 09:55

3 identicon

Hjartanlega sammála Bjarna Kjartanssyni

www.heimilin.is

Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 12:25

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sæl Bjarni

Þín orð um stöðuna geng krónunni er jafn mikil staðreynd og O.J. Simpson varð sinni konu að bana hér um árið. En með her lögfræðinga með sína útursnúninga og formsgalla hafa þeir náð að sópa öllum syndum og glæpum undir teppið(Baugsmálið). En síðan hefur samviskan náð sínu réttlæti fram og nagað glæpamannin frá á yfirborðið. Guð hjálpi íslensku fjárglæpamönunum og okkar spilltu stjórnmálamönnum.

Þetta er staðreynd sem þarf að kæra! (Ef einhver leggur út í slíkt ævintýri)

Haraldur Haraldsson, 4.2.2009 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband