Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Hér til hliðar á síðunni minni hef ég sett upp skoðunarkönnun (nanflaus) til að sjá hversu margir eru tilbúnir að gefa 1-3 tíma n.k laugardag í að mótmæla aðgerðum stjórnvalda og láta hressilega vita af því að við ætlum einfaldlega ekki að láta vaða yfir okkur á skítugum skónum?
Áhugavert að sjá hversu margir eru tilbúnir að mæta....ekki styðja...heldur mæta!
Ef niðurstöður verða jákvæðar svörum við því með skipulegum hætti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
28.5.2009 | 22:44
Stjórnin búin að starfa í 15 daga og þetta er fyrsta afrekið!
Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Smásmugan er málefni VG og þar má lesa um þeirra viðhorf til málefna. Það sló mig hrikalega þegar ég las að þeirra viðhorf til þeirra sem vilja leiðréttingu lána sé fólk sem lifði í lífstíl flottræfla og eiga það ekki skilið að fá leiðréttingu. Þeir sem urðu fyrir barðinu á auðmönnum sem á kerfisbundinn hátt veiktu krónuna og þar með hækkuðu verðbólgu og veiktu krónuna eru flottræflar.
Ég veit ekki um þig sem lest þetta, en svona talsmáti gerir mig æfan af reiði, og að það komi frá talsmönnum Steingrími J. Smelltu á þessa frétt: http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/24757/
Nánari um talsmáta Smásmugunnar:
http://www.smugan.is/smasmugan/nr/1902
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þetta segir okkur að það er sama hvað verkalýðsfélögin semja í kjarabaráttunni, það er hlægilegt miðað við hvað er verið að gera okkur öllum sem hafa verðtryggð íbúðarlán.
Ef Ögumundur leggur á syrkuskatt og hækkar áfengisgjöld kemur enn ein skellurinn á okkur öll!
Hvenær ætlum við að standa upp úr sætum og láta í okkur heyra?
_____________________________________________________________________
Frétt frá Rúv.is -
Maíverðbólgan mælist 1,13%
Verðbólgan í maí var 1,13% samkvæmt mælingu Hagstofunnar. Verðbólgan í maí er mun meiri en í apríl en þá var hún aðeins 0,45%. Í mars varð hinsvegar 0,6% verðhjöðnun.
Verðbólga síðustu 12 mánaða er komin niður í 11,6% en hún var 11,9% í síðasta mánuði. Sé breyting á húsnæðisverði ekki tekin með í reikninginn var verðbólgan 1,44% í maí en 15,5% síðustu 12 mánuði. Fram kemur á vef Hagstofunnar að verð á bensíni og díselolíu hafi hækkað um 4,9% og verð á bílum um 4,9%. Kostnaður vegna eigin húsnæðis hafi hækkað um 1%. Verð á mat og drykkjarvöru um 0,8% og verð á flugfargjöldum til útlanda um 22,6%. Verðbólgan í maí hækkar 20 milljóna króna verðtryggt lán um 226 þúsund krónur. Verðbólgan í síðasta mánuði hækkaði slíkt lán um 90 þúsund krónur.
Guðrún Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Hagstofunni, segir að fall krónunnar sé enn að skila sér út í verðlagið. Innfluttar vörur hafi hækkað um 2,2 prósent milli mánaða. Sú hækkun valdi stærstum hluta verðbólgunnar nú eða 0,8 prósentustigum af 1,13.
frettir@ruv.is
Verðbólgan mælist 11,6% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.5.2009 | 11:33
Samstöðu fundurinn heppnaðist vonum framar
Frábært var að sjá hversu mæting var góð á fundinum í gær þó svo að maður hefði viljað sjá þúsundir á svæðinu. Ég hef það nefnilega á tilfinningunni að margir hugsa eins og ég hugsaði hér áður fyrr, að ég treysti á hina að mæta til að gera eitthvað.
Augljóslega er mikil undiralda í gangi og vottar fyrir miklum pirring í stórum hóp manna. Þar sem Hagsmunasamtök Heimilanna eru ekki pólítísk samtök þá voru það helst orð frá Sigrúnu Elsu Smáradóttur sem urðu umdeild á fundinum og eina erindið sem hafði pólitískan blæ. Sigrún sagði þó margt gott og sem Hagsmunasamtökin taka undir.
Ólafur Garðasson náði vel til hópsins með afdráttarlausum og skýrum skilaboðum frá samtökunum um tafarlausa leiðréttingu og aðgerðir í þágu heimilanna. Guðrún Dadda var góð og gaf okkur öllum innsýni hvernig hefðbundin íslensk fjölskylda hefur orðið undir vegna hruns banakanna. Við skulum muna það að aðstæður eru eins og þær eru vegna offjárfestinga bankanna. Ekki nóg með það heldur ætla þeir síðan að ganga á eftir heimilinum til að bjarga þeim.
Að koma upp slíkum fundi krefst skipulagningar og fjármagns. Leiga á hljóðkerfi, sendibíll og leyfi telur á hundruðum þúsunda. Að fá alla meðlimi EGÓ á staðin er útseld á voru mikil verðmæti. Þar með kostar slíkur viðburður mikinn pening og Hagsmunasamtök Heimilanna eru fátæk samtök sem hefur enga styrki fengið.
Þökk Bubba og strákanna í EGÓ stóðu þeir undir öllum þessum kostnaði varðandi hljóðkerfið, auglýsingar og gáfu þeir sína vinnu. Margir hafa gagnrýnt að Bubbi hafi staðið vaktina en fullyrði ég að þarna var listamaðurinn að gefa sína vinnu af einlægni. Ekki nóg með það heldur lagði hann út fjarmagn sjálfur til að þetta gæti hafa átt sér stað.
Hagsmunasamtök Heimilanna eru einu samtökin sem eru lifandi í dag og berjast fyrir okkur öll sem hafa verðtryggð og gengistryggð íbúðarlán. Nú er því mikilvægara en áður að leggja samtökunum lið og gerst virkir meðlimir. Athugið heimasíðu samtakanna www.heimilin.is
Leiðréttingu, ekki ölmusu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.5.2009 | 12:00
Samstöðufundur heimilanna á Austurvelli kl.15 í dag. Mætum öll!!!!
SAMSTÖÐUFUNDUR HAGSMUNASAMTAKA HEIMILANNA
Í ljósi þess neyðarástands sem ríkir á Íslandi boða Hagsmunasamtök heimilanna til samstöðufundar á Austurvelli í dag laugardaginn 23.5.2009 kl. 15.00
Við teljum að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ákveðið að grípa til séu því miður hvergi nærri fullnægjandi. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins munu 28.500 fjölskyldur á Íslandi (um 30%), skulda meira en þær eiga í árslok 2009. Árið 2007 var um að ræða 7.500 fjölskyldur. Þetta er 380% aukning.
Umrædd neikvæð eiginfjárstaða er fyrst og fremst til komin vegna höfuðstólshækkana gengis- og verðtryggðra lána. Lánin hafa rokið upp úr öllu valdi í kjölfar verðbólguskotsins sem orsakaðist af gengishruni krónunnar. Við höfnum því alfarið að almenningur verði látinn sæta ábyrgð á efnahagshruninu með þessum hætti.Hagsmunasamtök heimilanna vilja:
* Að gengis- og verðtryggð lán verði leiðrétt með almennum aðgerðum
* Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda verði jöfnuð
* Afnema verðtryggingu
* Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
* Samfélagslega ábyrgð lánveitenda
Ræðumenn:
Bjarki Steingrímsson, varaformaður V.R.
Guðrún Dadda Ásmundardóttir, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Ólafur Garðarsson, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarstjórnarfulltrúi
Hljómsveitin EGÓ kemur fram
TÖKUM STÖÐU MEÐ HEIMILUNUM
www.heimilin.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2009 | 22:00
Samstöðufundur heimilanna á Austurvelli á morgun laugardag. Það er ekki afneitun að heimilin öskra á hjálp!
SAMSTÖÐUFUNDUR HAGSMUNASAMTAKA HEIMILANNA
Í ljósi þess neyðarástands sem ríkir á Íslandi boða Hagsmunasamtök heimilanna til samstöðufundar á Austurvelli laugardaginn 23.5.2009 kl. 15.00
Við teljum að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ákveðið að grípa til séu því miður hvergi nærri fullnægjandi. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins munu 28.500 fjölskyldur á Íslandi (um 30%), skulda meira en þær eiga í árslok 2009. Árið 2007 var um að ræða 7.500 fjölskyldur. Þetta er 380% aukning.
Umrædd neikvæð eiginfjárstaða er fyrst og fremst til komin vegna höfuðstólshækkana gengis- og verðtryggðra lána. Lánin hafa rokið upp úr öllu valdi í kjölfar verðbólguskotsins sem orsakaðist af gengishruni krónunnar. Við höfnum því alfarið að almenningur verði látinn sæta ábyrgð á efnahagshruninu með þessum hætti.Hagsmunasamtök heimilanna vilja:
* Að gengis- og verðtryggð lán verði leiðrétt með almennum aðgerðum
* Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda verði jöfnuð
* Afnema verðtryggingu
* Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
* Samfélagslega ábyrgð lánveitenda
Ræðumenn:
Bjarki Steingrímsson, varaformaður V.R.
Guðrún Dadda Ásmundardóttir, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Ólafur Garðarsson, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarstjórnarfulltrúi
Hljómsveitin EGÓ kemur fram
TÖKUM STÖÐU MEÐ HEIMILUNUM
www.heimilin.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
SAMSTÖÐUFUNDUR HAGSMUNASAMTAKA HEIMILANNA
Í ljósi þess neyðarástands sem ríkir á Íslandi boða Hagsmunasamtök heimilanna til samstöðufundar á Austurvelli laugardaginn 23.5.2009 kl. 15.00
Við teljum að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ákveðið að grípa til séu því miður hvergi nærri fullnægjandi. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins munu 28.500 fjölskyldur á Íslandi (um 30%), skulda meira en þær eiga í árslok 2009. Árið 2007 var um að ræða 7.500 fjölskyldur. Þetta er 380% aukning.
Umrædd neikvæð eiginfjárstaða er fyrst og fremst til komin vegna höfuðstólshækkana gengis- og verðtryggðra lána. Lánin hafa rokið upp úr öllu valdi í kjölfar verðbólguskotsins sem orsakaðist af gengishruni krónunnar. Við höfnum því alfarið að almenningur verði látinn sæta ábyrgð á efnahagshruninu með þessum hætti.
Hagsmunasamtök heimilanna vilja:
* Að gengis- og verðtryggð lán verði leiðrétt með almennum aðgerðum
* Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda verði jöfnuð
* Afnema verðtryggingu
* Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
* Samfélagslega ábyrgð lánveitenda
Ræðumenn:
Bjarki Steingrímsson, varaformaður V.R.
Guðrún Dadda Ásmundardóttir, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Ólafur Garðarsson, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarstjórnarfulltrúi
Hljómsveitin EGÓ kemur fram
TÖKUM STÖÐU MEÐ HEIMILUNUM
www.heimilin.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.5.2009 | 23:23
Ætlum við að sofna á verðinum?
Síðan að ný stjórn tók við sprotanum hefur EKKERT gerst. Heimilin sjá íbúðarlán sín hækka um hver mánaðarmót, launaskerðingar eru á flest öllum vinnustöðum og vöruverð verslana er farið yfir öll skynsemismörk. Ætlum við bara að láta okkur hlakka til Eurovision kvölds og hætta að pæla í þessu?
Jóhanna og Steingrímur eru þegar byrjuð að sigla okkur í kaf.
Gerið ykkur grein fyrir að sá stuðull sem reiknaður er á íbúðarlánin okkar er stuðull sem reiknast miðað við vöruverð ýmissa þátta. Þannig mun t.d. hækkun áfengisgjalda (eins og Steingrímur J vill) og hækkun á tómötum hækka lánið á íbúðinni, þó svo að þessir einstöku hlutir hafa ekkert að gera með virði fasteignar. Þettar er rán!
Ég vona að við tökum höndum saman þegar til þess verður kallað og sýnum samstöðu. Undiraldan er að myndast frekar hratt. Því til sönnunar skaltu einfaldlega ræða við náungan.
Lesið þetta!!!
http://www.althingi.is/johanna/greinar/safn/000017.shtml
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.5.2009 | 00:30
Jóhanna f.v. félagsmálaráðherra ætlar að bugast!
Nú er nokkuð ljóst á talsmáta Jóhönnu og Steingríms að þessi nýja félagshyggju, norræna samfélags stjórn ætlar ekki að hlusta á fólkið í landinu heldur láta forsvarsmenn lífeyrissjóðanna ráða bættum hag heimilanna. Þá á ég við að forsvarsmenn ASÍ og vinnumarkaðarins hafa fengið loforð um að það verði þeir aðilar sem koma til með að spila með hag heimilanna Hinsvegar vitum við að þeir menn hafa bein hagsmunatengsl við lífeyrissjóðina. Haldið þið að þeir menn sem ætla að semja fyrir okkur öll munu minnast á niðurfellingu verðtryggingu. Haldið þið að forsvarsmenn ASÍ gefi sig alla fram í það að leiðrétta höfuðstól íbúðarlána eða endurreikna gjaldeyrislán íbúða? Nei, þeir semja um launahækkun sem um nemur einni 12 tommu pitsu á mánuði. Við fáum 20 mínútur lengur í kaffi og 1/2 dag aukalega í orlof eftir 10 ára starf. Jóhanna segir það blákalt að hún mun ekki hlusta á samtök eins og Hagsmunasamtök Heimilanna sem eru skipuð af einu færustu sérfræðingum í endurreisn fjármála fyrir heimilin í landinu. Þess í stað eyðir hún löngum bunum í það að fara verja bankanna, þá sem settu okkur á þann stað sem við erum í dag. Gerið þið ykkur grein fyrir að langflestir þeirra sem störfuðu í bönkunum þegar sukkið var skipulagt eru ennþá í bönkunum. Forsvarsmaður greiningardeildar Íslandsbanka, gamla Glitnis starfar enn á sama vettvangi. Sá sami og sagði í fjölmiðlum skömmu fyrir hrun að það þyrfti að lána meira fé til fólksins í landinu. Nú þegar allt er í kalda kolum ætlar Jóhanna og Steingrímur að fara í vasa okkar og láta okkur greiða brúsann um leið og ALLIR fyrirtækjaeigendur lækka laun síns fólks vegna aðstæðna. Svona aðferðafræði hefði Stalín líkað vel!
Lesið hvað hún sagði hér á árum áður:
http://www.althingi.is/johanna/greinar/safn/000017.shtml
Hér er líka áhugavert myndband:http://www.pbs.org/moyers/journal/05082009/watch.html
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar