Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
30.3.2009 | 22:01
Stjórnvöld leiðrétti lán sem tekin voru í erlendri myntkörfu.
Nú er mikilvægt að við öll stöndum vörð um gylliboð og loforð stjórnmálamanna. Hinsvegar eru mörg málefni kominn á algjört"deadline" og þola ekki lengri bið. T.d. voru fjölmargir sem bitu á agnið hjá bönkunum á sínum tíma með íbúðarlán í erlendri myntkörfu og þau mistök eru að gera mörg þúsund heimila gjaldþrota.
Eftirfarandi tilkynning kom í dag frá Hagsmunasamtökum heimilanna sem eru ópólitísk samtök sem hafa einungis eitt að markmiði; að heimilin í landinu geti búið við mannsæmandi umhverfi að öllu leiti, núna og í komandi framtíð. www.heimilin.is
Þetta er tilkynningin:
Hagsmunasamtök heimilanna skora á stjórnvöld að leiðrétta erlend lán áður en þingi er slitið og áður en lánin losna úr frystingu. Leiðréttingin felst í því að boðið verði upp á að breyta lánunum í krónulán frá og með þeim degi sem þau voru tekin.
Þessi áskorun er í fréttatilkynningu frá samtökunum sem einnig benda á að til samræmis við önnur íbúðalán í landinu mætti setja á þau verðtryggingu líkt og á önnur íbúðalán.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2009 | 22:31
Gjaldþrot og kennitölubrask. Hver er staðan?
Góður félagi minn tjáði mér að í fjölmörgum löndum eru eigendum og helstu stjórnendum fyrirtæka sem fara í gjaldþrot lagalega bannað að starfa og eiga í álíka eða sambærilegum rekstri næstu 4 árin. Hinsvegar megi þeir sömu starfa sem undirmenn en mega ekki vera eignaraðilar í fyrirtæki í slíkum rekstri. Þar með er búið að gera aðför að kennitölubröskurum. Þetta kemur líka í veg fyrir að stjórnendur hugsi gjaldþrot eða greiðslustöðvun ekki sem lausn fyrirtækisins á fjárhagsvandræðum heldur frekar hið hinsta dóm.
Hef ég nokkurn sterkan grun um að nú munu fjölmörg lítil og millistór fyrirtæki fara að stunda þetta til að geta haldið áfram í rekstri. Á sama tíma skilja þeir eftir sig skuldir hingað og þangað og yppta öxlum í skjóli nýrrar kennitölu þegar kröfuhafar gera kröfu til sömu mannanna á ógreiddum skuldum þeirra. Einnig er gjaldþrot leið til að sleppa við að greiða uppsagnafresti, laun og önnur gjöld.
Kerfið eins og það er í dag er í raun spíral kerfi þar sem þegar einn verður fyrir gjaldþroti, leiði það til gjaldþrota annarra.
Þetta er áhugvert og vonandi verður tekið á þessu hjá nýrri ríkisstjórn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2009 | 13:21
Gjaldþrot og kennitölubrask. Hver er staðan?
Góður félagi minn tjáði mér að í fjölmörgum löndum eru eigendum og helstu stjórnendum fyrirtæka sem fara í gjaldþrot lagalega bannað að starfa og eiga í álíka eða sambærilegum rekstri næstu 4 árin. Hinsvegar megi þeir sömu starfa sem undirmenn en mega ekki vera eignaraðilar í fyrirtæki í slíkum rekstri. Þar með er búið að gera aðför að kennitölubröskurum. Þetta kemur líka í veg fyrir að stjórnendur hugsi gjaldþrot eða greiðslustöðvun ekki sem lausn fyrirtækisins á fjárhagsvandræðum heldur frekar hið hinsta dóm.
Hef ég nokkurn sterkan grun um að nú munu fjölmörg lítil og millistór fyrirtæki fara að stunda þetta til að geta haldið áfram í rekstri. Á sama tíma skilja þeir eftir sig skuldir hingað og þangað og yppta öxlum í skjóli nýrrar kennitölu þegar kröfuhafar gera kröfu til sömu mannanna á ógreiddum skuldum þeirra. Einnig er gjaldþrot leið til að sleppa við að greiða uppsagnafresti, laun og önnur gjöld.
Kerfið eins og það er í dag er í raun spíral kerfi þar sem þegar einn verður fyrir gjaldþroti, leiði það til gjaldþrota annarra.
Þetta er áhugvert og vonandi verður tekið á þessu hjá nýrri ríkisstjórn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.3.2009 | 08:38
Viðskiptaráðherra vill nota baunabyssu á rjúpnaveiðar...
...svona orðaskak Viðskiptaráherra er ekkert nema ein leið til þess að dreifa athygli fólks annað. Einu hugmyndirnar sem hafa komið fram sem koma til með að gefa innspýtingu í efnahagskerfið eru hugmyndir Tryggva Þórs og annarra. Tryggvi Þór tók sér tæpan klukkutíma með okkur í Hagsmunasamtökum Heimilanna til að útskýra nákvæmlega út þessar hugmyndir og skora ég á alla sem skilja þær ekki að kíkja á heimasíðu hans. Mikilvægur punktur er að þetta er ekki kostnaður heldur leiðrétting á höfuðstól lána. Af hverju? Því að heimilin hafa á mjög stuttum tíma tekið á sig gríðarlega hækkun á höfuðstól vegna hruns krónunnar og aðstæðna. Þessi hugmynd gengur út á að leiðrétta þessa hækkun burt séð frá því hvort þú skuldar mikið eða lítið. Kíktu á þess frétt.
http://www.visir.is/article/20090323/VIDSKIPTI06/67269417
Bloggar | Breytt 29.3.2009 kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.3.2009 | 09:15
Jóhanna Sigurðardóttir nú þegar búinn að svíkja loforð.
Að slá skjaldborg um heimilin hefur einhverja skilgreiningu. Almenn skynsemi segir mér að það þýði að vernda heimilin og að bankar, lánastofnanir geti ekki gegnið á fasteignir fólks, líkt og Frjálsi Fjárfestingarbankinn hefur nú gert. Spurningin er hvort hinir ríkisbankarnir fái einnig heimild til þess að stofna slík leigufélög. Með þessum aðgerðum er skjaldborgar-loforðin brostin og því orð hæstvirt forsætisráðherra ómerk og tómt blaður.
Hugsið ykkur að þeir sem lána til íbúðarkaupa (útlán) eru með sína vaxtakröfu verðtryggða og að auki tæpa 5% vexti. Á alþjóðamælikvarða eru slíkir vextir skilgreindir sem ofurvaxta-krafa. Síðan hafa bankararnir fasteignirnar sem veð. Ef það gengur ekki að ganga á eignirnar þá er sjálfskuldarábyrgð á láninu þannig að það er gerð krafa á einstaklingin. Sá einstaklingur er síðan hundeltur til 10 ára, eins og lögin eru í dag og hægt að endurvekja kröfur eins lengi og einstaklingur lifir.
En Jóhanna sagði orðrétt; "Verkefnið framundan er fyrst og fremst að reisa við atvinnuvegina og slá skjaldborg um heimilin í landinu, þétta það öryggisnet sem heimilin búa við og við nauðsynlega þurfum á að halda á þessum tímum,
Ætli þið síðan að kjósa hana áfram til að gæta hagsmuna heimilanna og fólksins í landinu næstu fjögur árin....guð hjálpi okkur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 00:10
Hagsmunasamtök Heimilanna - við verðum að standa saman!
Nú í kvöld var fundur hjá okkur í Hagsmunasamtökum Heimilanna. Erindi var flutt um stöðu lána og lána- og eignafærslur milli gamla og nýju bankanna. Staðan er mun alvarlegri en við flest gerum okkur grein fyrir. Ef höfuðstóll lána almennings verður ekki leiðréttur eru STERK merki um skelfilegar afleiðingar. Okkar hagkerfi þarf orkuskot. Bandaríkjamenn eru nú fyrst að átta sig á nauðsynlegum aðgerðum. Þær felast ekki í að pumpa fjármunum út í kerfið. Nú fyrst eru menn að átta sig á að hagkerfið sé á blá-brúninni við ennþá meiri hremmingum.
Eina leiðin til að snúa þróuninni við er að lækka höfuðstól lána hjá almenningi og hjá því neyslusamfélagi sem heldur hagkerfum gangandi.
Ef þú ert ekki ennþá meðlimur í Hagsmunasamtökum Heimilanna þá hvet ég þig til að vera með okkur og skrá þig á heimasíðunni www.heimilin.is
Saman getum við öll látið í okkur heyra og barist fyrir þeim tilverurétt sem heimilin á íslandi eiga skilið. Við megum ekki láta vaða yfir okkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2009 | 23:09
Hagsmunasamtök Heimilanna - við verðum að standa saman!
Nú í kvöld var fundur hjá okkur í Hagsmunasamtökum Heimilanna. Erindi var flutt um stöðu lána og lána- og eignafærslur milli gamla og nýju bankanna. Staðan er mun alvarlegri en við flest gerum okkur grein fyrir. Ef höfuðstóll lána almennings verður ekki leiðréttur eru STERK merki um skelfilegar afleiðingar. Okkar hagkerfi þarf orkuskot. Bandaríkjamenn eru nú fyrst að átta sig á nauðsynlegum aðgerðum. Þær felast ekki í að pumpa fjármunum út í kerfið. Nú fyrst eru menn að átta sig á að hagkerfið sé á blá-brúninni við ennþá meiri hremmingum.
Eina leiðin til að snúa þróuninni við er að lækka höfuðstól lána hjá almenningi og hjá því neyslusamfélagi sem heldur hagkerfum gangandi.
Ef þú ert ekki ennþá meðlimur í Hagsmunasamtökum Heimilanna þá hvet ég þig til að vera með okkur og skrá þig á heimasíðunni www.heimilin.is
Saman getum við öll látið í okkur heyra og barist fyrir þeim tilverurétt sem heimilin á íslandi eiga skilið. Við megum ekki láta vaða yfir okkur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2009 | 16:53
Landsbankinn og Lexlife.lu
Ég sat í hóp þar sem fyrirtækið LEXLIFE í eigu gamla Landsbankans kom til umræðu. Þetta fyrirtæki var stjórnað af íslendingum en hvergi á vefnum fann ég vísbendingar um nokkra íslands-tengingu né að Landsbankinn ætti nokkuð þar hlut að máli. Hvað voru þeir að bralla?
Þeir fundu það út að fullt af fólki, meirihluti fólk á eftirlaunum ættu skuldlausar fasteignir víða um evrópu. Þá voru þetta helst fasteignir á Spáni og frístundarhús við strendur frakkalands, notað af fólki sem einskonar sumarhús til að njóta efri áranna.
Snillingarnir gerðu þetta svona; Segjum að Jón og Jóna áttu skuldlausa eign á Spáni fyrir kr. 20.000.000. Þeir hjá Lexlife hringdu í hjónin og buðu þeim að fá 20% af eigninni í peningum strax og hinn hlutann fengu þeir (Lexlife) til þess að ávaxta fyrir þau á þann hátt að þetta yrði þeim ekkert nema gróði og þeim að kostnaðarlausu. Þannig fékk bankinn fé til að "gambla" með á meðan hjónin valhoppuðu með kr 3.600.000 í vasanum og allir hamingjusamir. Hinsvegar er sagan sorgleg því nú er verið að gera veðköll í þessar eignir hjá saklausa fólkinu. Það sorglega er að LÍ ætlaði að ávaxta peningana að mesta hluta með skuldabréfum í sjálfum sér. Skuldabréf eru búinn til í Microsoft Word á íslandi, prentuð út og send til Lexlife.
Ef þetta er vitleysa biðst ég afsökunnar en ef eitthvað er rétt í þessu þá eru slíkar vinnuaðferðir ekkert nema glæpur. Kannski var þetta löglegt en að mínu mati mjög siðlaust.
Getur það virkilega verið rétt að slíkar viðskiptaaðferðir hafa verið í gangi?
Samkvæmt mínum heimildum er þetta fyrirtæki nú gjaldþrota þar sem það var hluti af gamla LÍ, en þó er heimasíðan ennþá uppi þegar þetta er skrifað.
Endilega látið mig vita ef þið vitið eitthvað nánar um starfsemi þessa fyrirtækis og hvort ég fari með rangt mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 20:28
Tryggvi þór Herbertsson vs. Sigríður Ingibjörg í Kastljósi í kvöld.
Sigríður skilur ekki að hugmyndir eins og Tryggvi og fleiri um framvirkni niðurfellinga á höfuðstólum verðtryggðra lána kostar ekki neitt. Þá voru hennar helstu mótrök hjá Sigríði að sumir þurfa slíka leiðréttingu að sumir ekki. Hvers konar talsmáti er þetta hjá Sigríði? Verðtrygging íbúðarlána eru bundin vísitölu neysluverðs. Vegna rugls og þvælings hjá einstaka mönnum eru allir íslendingar fórnarlömb aðstæðna. Þessi hækkun verður að ganga til baka algjörlega, burt frá því í hvaða skuldastöðu þær eru. Þetta er einfaldlega mál sem snýr að mannréttindum.
Eins og Tryggvi sagði þá er hugmyndin frábær sem upphaf að endanum á þessarar vitleysu sem við almenningur höfum þurft að horfa upp á. Að sama skapi eru hún ekki endanleg lausn.
Sigríður fegrar skýrslu Seðlabankans og talar máli lánastofnanna. Einnig hótaði hún að IMF gæti ekki samþykkt þessa hugmynd....sem var mjög "dúbíus". Þannig er IMF farnir að hóta okkur. Það er pólitískur óþefur af afstöðu IMF því hún fór í Rangars Reikás kúvendingu eftir fund með Stiengrími J.
Sigríður var kjaftstopp þegar hún spurði Tryggva; "ef þú átt peningin þá er það í lagi". Þá svaraði Tryggvi stuttlega....það eru bara venjulegar afskriftir ekki kostnaður....
Nákvæmlega. Hér er verið að tala um leiðréttingu lána en ekki kostnað. Enn og aftur er hagfræðingur eins og Sigríður að grafa undan sinni starfsgrein með slíkum málflutningi. Ég spyr hvar eru hagfræðingar með lausnir? Hvar eru hagfræðingar sem hugsa um hag fólksins í dag?
Þeir sem hafa rök á móti því að færa höfuðstól verðtryggðra lána niður í þá upphæð sem er skapleg, endilega látið mig vita!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.3.2009 | 23:46
Ekki lýst mér á dæmið! Hvern eigum við að kjósa?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Taktu þátt í skoðunarkönnun!
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Enn þokast lítið í kjaradeilu kennara
- Allt frá nokkrum tímum upp í viku í nýrri miðstöð
- Vill innkalla allar aflaheimildir
- Viðreisn í mikilli sókn
- Umferðaróhapp við Gullinbrú
- Lægri vaskur og aukinn fyrirsjáanleiki um mánaðamót
- Íbúar hættulega nægjusamir
- Mjög dýrt að tryggja landamærin
- Stórsókn á miðjunni: Sigmundur Davíð kominn í hús
- Ríflega fjórðungur pantað á Temu
Erlent
- Hamas-samtökin tilbúin fyrir vopnahlé
- Tíu fórust í eldsvoða á hjúkrunarheimili
- Segir að stríðinu verði að ljúka
- Öflugur jarðskjálfti í Papúa Nýju-Gíneu
- Morðin mögulega fleiri hjá Manson
- Þóttist vera bjarndýr til að svíkja út tryggingar
- Íslensk erfðagreining áfrýjar dómnum
- Ráðherra logandi hræddur við banana
- Yfir 1.000 jöklar bráðnað í landinu
- Heilbrigðisráðherra Trump með efasemdir um bólusetningar