Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Ég trúði valla þessum rituðu orðum.....ótrúlegt!

í Fréttablaðinu í dag var grein með fyrirsögninni; "Opið bréf til Jóhönnu". Þar er farið miklu lofi um ágæti Jóhönnu. Hinsvegar koma aldrei fram hvaða Jóhönnu hann átti við en eftir að hafa lesið greinina þá var ég ekki viss um að ég skildi greinarhöfund rétt. Ég geri ráð fyrir að hann hafi hugsað til forsætisráðherrans okkar, Jóhönnu Sigurðadóttur.

Þá segir í greininni:" Til að geta komið landinu á réttan kjöl og byggja upp velferð vantaði lykilinn: Peninga. Og peninga átti þjóðin ekki. Það var búið að ræna okkur. Að taka til. Á meðan stóð píndur og örvæntingarfullur almenningur og heimtaði að komast aftur inn í þjóðfélagið; vinnustaði og heimili. Og þegar það gerðist ekki strax, byrjaði fólk að púa á ykkur Steingrím og félaga og kyssa vönd glæframannanna á Alþingi. Þessu óréttlæti hafið þið tekið af þolinmæði og prúðmennsku. Þið hafið sýnt skynsemi. Skilyrði að til að leysa frystingu eigna og gjaldeyrismála verðum við að greiða skuldir erlendis, opna fyrir samstarf við Evrópu og taka upp evru. Þessi tvö mál eru lykilmál sem byggja upp ríkisfjármálin ásamt eflingu atvinnumarkaðar og almennrar velferðar svo og að styrkja peningamál almennt."

Eftir að hafa lesið þennan hluta, var ég gapandi. Með galopinn munn og orðlaus. Ég hugsaði með mér, getur þetta í alvörunni verið skrifað sem lof eða var greinin skrifuð sem grín?

Á meðan að núverandi forsætisráðherra, f.v. Félagsmálaráðherra, Jóhanna gæti hafa gert góða hluti í gamla, gamla daga þá eru dagar hennar og Steingríms taldir. Því til rökstuðnings þarf ég bara að nefna eitt af LOFORÐUM hennar og Steingríms; AÐ SLÁ SKJALDBORG UM HEIMILIN!

Nú tæpu ári seinna hefur Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. ekki gert NEITT annað en að vernda of slá skjaldborg um fjármagnseigendur og fjármálastofnanir. Þegar þingmenn spyrja fá þeir engin svör. Þegar þingmenn vilja upplýsingar og umræður þá  er gert lítið úr því. Hegðun Jóhönnu og Steingríms eru í áttina að því sem einræðisherrar væru stoltir af. Þessu til stuðnings getið þið lesið blogg frá Agli á eyjunni með því að smella hér.

Ég hefði trúað einhverjum alþingismanni sem hefði beina hagsmuni að vilja ekki svara þessu sem Egill setur á síðuna sína, eða ætli það sé ástæðan?

Svona í lokin fyrir alla þá sem halda að Jóhanna Sigurðardóttir sé sá aðili sem við eigum að treysta. Smelltu hér.

Hvað hefur þessi staðfasta og örugga Jóhanna gert gagnvart verðtryggðum íbúðarlánum og fyrir heimilin í landinu?

NÚLL!!!!!!

Hér er síðan greinin sem ég er að tala um í Fréttablaðinu 29/12.  Lesa grein


Sérhver dagur er einstakur. Njótum hans.

Frásögn af sjóslysi Guðmundi Sesar og Ívari Smára snertir mig. Eins og í einhverri bíómynd sér maður fyrir sér atburðarásina og maður gleymir stað og stund. Þvílíkt hugrekki við dauðans dyr. Þakka ég fyrir að deila þessari frásögn með okkur. Á sama tíma er tilkynnt hér á mbl.is sorglegt fráfall 35 ára karlmanns eftir að hafa lent í bílslysi og lætur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn. Þessar fréttir hafa farið eins og eldur um sinu á Facebook og mikil samhugur hjá fólki. 

Megi æðri máttur vera þessum fjölskyldum styrkur í sorginni. Í báðum tilvikunum þekki ég ekki til þessa fólks, en  mikið rosalega finn ég til með fjölskyldu þeirra.

Mikið ósköp verður maður vanmáttugur og lítill þegar maður les svona frásagnir og fréttir. Hugurinn leitar til þeirra sem liggja veikir, til þeirra sem berjast fyrir sinni tilveru og hinna sem syrgja.

Hversu þakklát verðum við að vera fyrir það eina að hafa heilsu og geta notið þess að vera í kringum þá sem maður þykir vænt um? Hversu mikilvægt er það fyrir okkur öll í íslensku samfélagi að sýna náungakærleik og njóta þess að lifa frá degi til dags? Ég óska þess að ráðamenn eins og við öll hafi kærleik að leiðarljósi á sama tíma og við leggjum af stað inn í erfitt ár.

Hér eru orð sem faðir minn kynnti fyrir mér fyrir löngu síðan og hann notaði sem hvatningu fyrir sig sjálfan og sína menn er hann starfaði sem slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli. Orð sem ég held mikið uppá.  

People are unreasonable, illogical, and self-centered.
Love them anyway.

If you are kind, people may accuse you of selfish ulterior motives.
Be kind anyway.

If you are successful, you will win some false friends and true enemies.
Succeed anyway.

The good you do today will be forgotten tomorrow.
Be good anyway.

Honesty and frankness will make you vulnerable.
Be honest and frank anyway.

What you spend years building may be destroyed overnight.
Build anyway.

People need help, but may attack you if you try to help them.
Help them anyway.

In the final analysis, it is between you and God.
It was never between you and them anyway.

Við megum aldrei hætta að að trúa á það góða sem allir hafa og munum að það tekur jafnmikla orku að vera jákvæður og að vera neikvæður. Maður hefur val.


Gleðilega hátíð kæru vinir. Réttritun og stafsetning :-)

Við fjölskyldan ákváðum í ár að senda ekki út nein jólakort til vina og vandamanna. Þess í stað létum við gott af okkur leiða og sendum nú innilegar kveðjur til ykkar allra hér á moggablogginu og í gegnum "fésbókina". Í ár fengum við mikið af hefðbundnum jólakortum sem er alltaf jafn gaman og gaman að sjá hvernig margir gera sjálfir kort með flottum myndum af fjölskyldumeðlimum. Þannig ákvað ég að setja  hér jólabloggkort á mbl.is

Þegar litið er til baka þá finnst mér að ég hafi ekki verið nógu duglegur að rækta vinabönd og heimsækja fjölskyldu. En eins og við könnumst öll við, þá er þetta nú bara svona. Dagarnir, vikurnar og mánuðirnir líða og áður en við vitum erum við árinu eldri. Vinnan flækist fyrir áhugmálum og öðru nauðsynlegu en svona er þetta. Markmið næsta árs er að rækta betur vina- og fjölskyldubönd. Einnig hef þokkalega gaman af blogginu og ætla nú að taka nokkur námskeið í réttritun og stafsetningu til að geta gert bloggið hjá mér betra.

Þangað til eftir mat. Gleðileg jól.

Jólablað 2009HR


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sá sem ók þungavinnuvélinni, þjáist hann af fjármálaólæsi?

Í dag ók hópur karla og kvenna á þungavinnuvélum til að mótmæla þeirri stöðu sem við þeim blasir og í hvaða ástandi þeirra starfsgrein stefnir. Á sama tíma hafa verðtryggð íbúðarlán þessara ökumanna hækkað svo rosalega að þeir fatta það ekki. Ég spyr; Viti þið hvað verður um íbúðarlánin ykkar á næstu árum? Vitið þið hvað er að gerast?

Einnig vil ég ávarpa þessa ökumenn sem vöknuðu til lífsins í dag; HVAR HAFIÐ ÞIÐ VERIÐ SL. LAUGARDAGA ÞEGAR FÓLK HEFUR VAKIÐ ATHYGLI Á ÞESSARI STÓR ALVARLEGU STAÐREYND Á AUSTURVELLI OG ÖLL ÞIРHIN SEM EKKI MÆTTU? SKIPTIR ÞETTA YKKUR ENGU?

Nokkur dæmi um STAÐREYND. Áður en þið skoðið þessi dæmi endilega kynnið ykkur þær forsendur sem liggur að baki vísitöluhækkanna og þá verðbólgu- Smelltu hér - ______________________________________________________________

Dæmi um íbúðarlán og tölulegar staðreyndir.10.000.000 - Verðtryggð íbúðarlán til 40 ára. Vextir 5.0%. Verðbólga að jafnaði 3% (mjög fallegar forsendur)Heildargreiðsla á 40 árum = 44.335.661 eða samtals 92.365 á mánuði í 40 ár.

_____________________________________________________________

15.000.000 - Verðtryggt íbúðarlán til 40 ára. 5,2% vextir og 4.2% verðbólga.Heildargreiðsla á 40 árum = 90.873.368eða 189.319 kr. á mánuði í 40 ár.

_____________________________________________________________

20.000.000 - Verðtryggð íbúðarlán í 40 ár. 5,5% vextir og 6% verðbólga.Heildargreiðsla á 40 árum = 197.742.558 kr. eða  411.963 kr. á mánuði í 40 ár.

______________________________________________________________

Verðbólgan í dag 21.12 2009 mælist nú 8,6% en ég þori ekki að slá inn þær forsendur í lánareikninn.

Sjá heimild  - Hér -

Hvernig heldur þú að verðlagsþróun verði næstu 10 árin, sérstaklega nú með 25,5% vsk og hærri sköttum og gjöldum? 

Einstein var spurður hvað væri það máttugasta í hinum mannlega heimi. Hann svaraði (á ensku) "Compound Interest" eða svokallaðir Vaxtavextir. 

Mætum öll á nýju ári og tökum málin í okkar hendur! Þetta þýðir ekki lengur!

 


Hverjar voru afleiðingarnar þessa glæps?

Afleiðingar þessa glæps var að þeir höfðu áhrif á verð félagsins Exista. Hinsvegar spyr ég, getur verið að slík viðskipti og væntanlega fjölmörg önnur hafi haft mun víðari áhrif? Gæti það verið að slík viðskipti hafi átt sér stað til þess að veikja íslenska krónu, annarsvegar til að gera gjaldeyri fjármagnseigenda verðmætari og hinsvegar til að fegra afkomu, bókhald og ársskýrslur, td. bankanna? Þeir sömu gátu þ.a.l. greitt út ásættanlegan arð? Nú bíð ég dómi um slíkt.

Gerum okkur grein fyrir því að ef slíkt sannast þá geta allir sem hafa erlend lán höfðað einkamál á viðkomandi.


mbl.is Dæmdir fyrir markaðsmisnotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við skulum hlúa að hvoru öðru, njótum jólanna.

Útifundurinn í gær á vegum Hagsmunasamtaka Heimilanna heppnaðist frábærlega og yfir 1.500 manns mættu. Gaman var að sjá hverskonar fólk var komið saman en ég get fullyrt að þarna var þverskurður af samfélaginu. Sumir sem ég talaði við héldu að þessar laugardagssamkomur væru einungis fyrir gamla hippa og komma en það er sko langt frá því. Hinsvegar er innan um fólk sem er vant því að mæta á svona samkomur og koma undirbúin með skilti og aðra gjörninga. Það lætur mikið á sér bera og hef ég persónulega bara gaman af.

Eitt er víst að við verðum að sína mikla samstöðu ef við ætlum leyfa réttlætinu að sigra. Skjalborgin um heimilin er gömul tugga sem er í raun mjög merkilegt hugtak. Hugtakið skaffaði Jóhönnu sæti forsætisráðherra og VG  stjórn. Samt hefur hugtakið aldrei fengið skilgreiningu eða nokkuð innihald.

Njótum þess að vera saman í desember og hvílum okkur á þessum leiðindum, tökum síðan upp þráðinn í Janúar og BERJUMST fyrir réttlæti, tökum höndum saman.


Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband