Leita í fréttum mbl.is

Ég trúði valla þessum rituðu orðum.....ótrúlegt!

í Fréttablaðinu í dag var grein með fyrirsögninni; "Opið bréf til Jóhönnu". Þar er farið miklu lofi um ágæti Jóhönnu. Hinsvegar koma aldrei fram hvaða Jóhönnu hann átti við en eftir að hafa lesið greinina þá var ég ekki viss um að ég skildi greinarhöfund rétt. Ég geri ráð fyrir að hann hafi hugsað til forsætisráðherrans okkar, Jóhönnu Sigurðadóttur.

Þá segir í greininni:" Til að geta komið landinu á réttan kjöl og byggja upp velferð vantaði lykilinn: Peninga. Og peninga átti þjóðin ekki. Það var búið að ræna okkur. Að taka til. Á meðan stóð píndur og örvæntingarfullur almenningur og heimtaði að komast aftur inn í þjóðfélagið; vinnustaði og heimili. Og þegar það gerðist ekki strax, byrjaði fólk að púa á ykkur Steingrím og félaga og kyssa vönd glæframannanna á Alþingi. Þessu óréttlæti hafið þið tekið af þolinmæði og prúðmennsku. Þið hafið sýnt skynsemi. Skilyrði að til að leysa frystingu eigna og gjaldeyrismála verðum við að greiða skuldir erlendis, opna fyrir samstarf við Evrópu og taka upp evru. Þessi tvö mál eru lykilmál sem byggja upp ríkisfjármálin ásamt eflingu atvinnumarkaðar og almennrar velferðar svo og að styrkja peningamál almennt."

Eftir að hafa lesið þennan hluta, var ég gapandi. Með galopinn munn og orðlaus. Ég hugsaði með mér, getur þetta í alvörunni verið skrifað sem lof eða var greinin skrifuð sem grín?

Á meðan að núverandi forsætisráðherra, f.v. Félagsmálaráðherra, Jóhanna gæti hafa gert góða hluti í gamla, gamla daga þá eru dagar hennar og Steingríms taldir. Því til rökstuðnings þarf ég bara að nefna eitt af LOFORÐUM hennar og Steingríms; AÐ SLÁ SKJALDBORG UM HEIMILIN!

Nú tæpu ári seinna hefur Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. ekki gert NEITT annað en að vernda of slá skjaldborg um fjármagnseigendur og fjármálastofnanir. Þegar þingmenn spyrja fá þeir engin svör. Þegar þingmenn vilja upplýsingar og umræður þá  er gert lítið úr því. Hegðun Jóhönnu og Steingríms eru í áttina að því sem einræðisherrar væru stoltir af. Þessu til stuðnings getið þið lesið blogg frá Agli á eyjunni með því að smella hér.

Ég hefði trúað einhverjum alþingismanni sem hefði beina hagsmuni að vilja ekki svara þessu sem Egill setur á síðuna sína, eða ætli það sé ástæðan?

Svona í lokin fyrir alla þá sem halda að Jóhanna Sigurðardóttir sé sá aðili sem við eigum að treysta. Smelltu hér.

Hvað hefur þessi staðfasta og örugga Jóhanna gert gagnvart verðtryggðum íbúðarlánum og fyrir heimilin í landinu?

NÚLL!!!!!!

Hér er síðan greinin sem ég er að tala um í Fréttablaðinu 29/12.  Lesa grein


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er gott til þess að vita, að ég var ekki sá eini sem sat opinmynntur og skilningsvana eftir að hafa lesið opna bréfið hans Ingólfs, til Jóhönnu.

Þú segir að Jóhanna hafi gert "góða hluti í gamla, gamla daga". Ég man eftir því, þegar hún neyddi öll sveitarfélög til að byggja félagslegar íbúðir, ég man eftir húsbréfakerfinu. Hvorugt var þjóðinni til framdráttar.

Jóhanna er vafalaust góðhjörtuð gömul kona, en það er bara ekki nóg til þess að verða forsætisráðherra. Ég vorkenni kerlingaræflinum fyrir að hafa látið ljúga sig í þetta jobb, því hún hefur ekkert í þetta að gera. Kannske er þetta bara góðmennska hjá Ingólfi að skrifa svona fallega til hennar?

Jón Ríkharðsson, 30.12.2009 kl. 00:05

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Kannski bara bréf til mín sem ég hef látið fara fram hjá mér?

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.12.2009 kl. 00:20

3 Smámynd: Ásta Björk Solis

Er thettad bara ekki partur af aramotaskaupinu?

Ásta Björk Solis, 30.12.2009 kl. 05:35

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Látiði ekki svona þetta eru orð í tíma töluð! Einhver varðað peppa upp Jóhönnu. Hún fær ómaklega útreið og hef ég þó aldrei talið mig neinn aðdáenda hennat. Það skelfilegasta sem gæti gerst værir ný stjórnarkreppa en svikararnir í VG sem geta fellt þessa stjórn kæmust á blöð sögunnar sem handbendi "Hrunamannanna" í sjálfstæðis-og framsóknarfokki.

Viljiði í alvöru nýjar skrumkosningabaráttu? Viljiði virkilega horfa uppá hetjurnar ykkar í "hrunflokkunum" skrifa undir Æseif daginn eftir að þeir komast til valda.

Þið talið mjög óábyrgt og grein Ingólfs er amk heiðarleg tilraun til að benda á augljós atriði einsog ábyrgð þeirra sem nú mótmæla hæst á þingi. Það væri sköndull ef t.d. Sigmundur Davíð kæmist aftur á þing. En ef eitthvað er að marka vælið í bloggurunum hérna þá mun hann fljúga inn svona líka algerlega óverðskuldað.

Gísli Ingvarsson, 30.12.2009 kl. 10:53

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg dæmigert fyrir okkur þröngsýna íslendinga að arða upp á handónýta ríkisstjórn af því að hinir eru miklu verri.  Víst eru þeir verri, en ekkert mikið.  Ég kýs ekki þennan flokk af því að þessi maður er í honum. Kannast einhver við svona svör.

Það sem við þurfum að gera er að standa upp öll sem eitt, gleyma pólitískum flokkum og krefjast þess að fjórflokkurinn víki, hefji sína hreingerningu og fari á námskeið í kurteisi, hreinskilni, sannleika og gegnsæi.  Á meðan ráðum við hæfar manneskjur í að fara með stjórn landsins.  Eins og í fyrirtæki, hæft fólk sem hefur sýnt með skrifum sínum og afstöðu að vera hæft til að leiða okkur út úr þessum ógöngum.  Fólk sem á bæði heiðarleika færni og góða eiginleika til að bera.

Látum alla flokkana vita að við Viljum þá ekki við stjórn landsins, ekki fyrr en þeir hafa lokið aflúsun og hreingerningu heima hjá sjálfum sér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2009 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband