Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Tökur á Hæðinni hafin

Keppendur mættu í morgun, tóku við íbúðunum. Held að þetta verði flottur þáttur.

Hyundai SantaFe af fínustu gerð voru efhentir þremur pörum, mikil gleði , mikið gaman.P2230022P2230027


Hér er ræða Össurar...."tekið af bloggsíðunni hans"

  Byltingin étur börnin sín. Það sannast á Gísla Marteini. Hann var í lykilstöðu þegar hann hóf byltinguna gegn Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni.  Gísli var nýbúinn að fá fleiri þúsund aktvæði í slag um efsta sætið við Villa – og var sannarlega hinn smurði kandídat heimastjórnarvængsins til íhaldsþinga. Topparnir elskuðu hann, og litu á frægt sjónvarpsandlit sem tryggingu um atkvæði og vissa greind götustráksins. Strax þegar í fyrsta meirihlutann kom fóru að vakna efasemdir um Gísla. Hann átti erfitt með að tjá sig æsingalaust, var linur í þáttum, og í starfinu sjálfu fékk hann undarlega djúpan áhuga á að drepa máva á tjörninni. Hvað lá eftir Gísla Martein þegar kom að atburðarrásinni kringum REI? Ekkert, nema hræin af mávunum sem hann lét embættismenn skjóta og stillti sér svo upp hjá einsog Rambó sjálfur. Þetta verkaði hálfhjákátlegt og á þessu stigi var stjarna hans þegar tekin að hníga.  Æstur gjallandi í stað glaðrar raddar sjónvarpsbarnsins, tindrandi augu spámannsins sem var eins og að koma úr langri föstu utan af eyðimörkinni – þetta varð að myndinni af hinum unga stjórnmálamanni, sem minnir í dag óþægilega á framkomu nýja borgarstjórans. Það  rímaði alls ekki við myndina af hinum sterka unga leiðtoga sem maskinan reyndi að breiða út. Ég sá þetta sjálfur í þáttum, þar sem við sátum og Gísli var einsog festur upp á þráð. REI málið hamfletti hann svo einsog lundann, sem sjávarúvegsráðherrann veiðir árvisst án leyfis. Allir vissu, að hann var operatörinn í árásunum á Vilhjálm, beinlínis til að klekkja á manni sem sat í stöðu, sem hann girntist. Gísli lék rulluna svo illa, að engum duldist að hann var maðurinn sem stýrði aðförinni að borgarstjóranum, missti atburðarrásina úr höndum sér af pólitískum barnaskap, og var því gerður ábyrgur fyrir missi meirihlutans og mestu niðurlægingu Sjálfstæðisflokksins í áratugi.. Í flokknum er honum kennt um ófarir flokksins, auk Villa sjálfs. Það kom augljóslega fram í könnun Capacents í kvöld, sem var í senn krýning Hönnu Birnu og pólitísk fall Gísla Marteins. 

Mér er til efs að hann fari aftur í prófkjör. Asnaðist hann til þess er líklegt að hann fái mjög veika kosninga, og endi sem liðið lík í pólitísku tilliti. Ég dreg því þá ályktun af þróun mála í borginni, að Gísli sé eitt þeirra tveggja fórnarlamba sem liggja í slóð REI. Hitt er Vilhjálmur sjálfur - amk. einsog sakir standa.

 Tragikómedían í atburðarrásinni er sú, að hinn örvumprúði bardagamaður sem ætlaði reka Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson ofan ætternisstapa, og taka þá orkubræður Hjörleif Kvaran og Guðmund Þóróddsson í bókstaflegt slátur – er sjálfur fyrsta vegna fórnarlamb REI málsins.  Eftir könnunina í kvöld er ferill Gísla Marteins í raun búinn. Hann á engan séns í leiðtogasætið, og fær að híma í nefndum fram að prófkjöri, sem hann verður varla svo vitlaus að fara í til þess eins að hrynja niður listans í stöðu hins dauða hross sem allir munu beita svipu sinni og pískum á. Gísli Marteinn er búinn sem stjórnmálamaður af stærð, meðan Hanna Birna er að vaxa upp í verulega öflugan stjórnmálamann, og mun auðvitað taka sviðið. 

 

Og meðan Villi þraukar sem borgarfulltrúi – sem ég vona hann geri – er útilokað að setja byssuna á Hjörleif og Guðmund, hversu hrokafullir þeir kunna að hafa verið gagnvart særðu stolti Júróvisjónstjörnurnar. Það er einfaldlega ekki hægt að reka þá ef enginn borgarfulltrúi axlar ábyrgð með svipuðum hætti og Björn Ingi, sem endurheimti æru sína. 

Hinn grátlegi gamanleikur atburðarrásarinnar er sá, að maðurinn sem startaði henni og ætlaði að láta hana lyft sér til æðstu metorða í borginni – þvi auðvitað var plott Gísla Marteins að veikja Villa nóg til að hann sjálfur fengi oddvitastöðuna – liggur í pólitísku blóði sínu fyrir eigin tilverknað og á sér varla afturkvæmt hema kraftaverk gerist. Hann klúðraði fyrsta sandkassaleiknum sínum.

 Biblían segir að vísu að kraftaverkin gerist á morgnana, en þá er Gísli yfirleitt sofandi – meðan götustrákar einsog ég blogga á örmiðli mínum og Þorsteinn dómari Oddsson á Vef-Þjóðviljanum sínum.

 

 

mið., 20 feb. 2008 02:12

Svartsýnistal, þjóðarsálin og gott veður

Fjölmiðlar geta á magnaðan hátt stjórnað skapi allra íslendinga. Þannig eigum við nokkuð sem heitir væntingavísitala sem ræðst af veðri, vindum og fyrirsögnum blaða og annarra fréttamiðla. Bankarnir kvarta og nú á t.d Kaupþing að vera sá banki sem er næst því að vera gjaldþrota. Nú vælir í bankaumhverfinu og ég velti fyrir mér hvað það sé sem er að angra þá. Getur það verið að nú er smá pása á þessum rosa gróða sem hefur verið? Nú á að hvetja lífeyrissjóðina okkar til að bjarga bönkunum, hvað næst? Þessar rugl sveiflur eru ekki góðar fyrir neinn.

Veðrið hefur í raun tekið undir bölið í okkur, og ekki nóg með það heldur fáum við í nótt tunglmyrkva í viðbót. Megi okkar þjóðarsál og bölsýni okkar sjá ljósið á ný eftir tunglmyrkvann og biðjum til hins hæsta um jafnvægi og fallegt veður á næstu mánuðum. í guðanna bænum.

p.s Frábær bílabloggsíða hjá Andrési Jónssyni.

http://motor.blog.is/blog/motor/

 


Það sesta yfir mann viss ró og yfirvegun...

...þegar maður týnir sér í lestri á minnigargreinum í Mogganum á morgnana. Þetta oft á tíðum minnir mann á að byrja daginn með reisn og gera nú gott úr deginum. Mikið svakalega getur maður verið lánssamur að hafa góða heilsu og vera á þeim stað sem maður er. Opnu eftir opnu les maður lífleið hina og þessa, unga sem aldna og það á hverjum degi. Þetta er nokkuð sérstakt...er það ekki.

Setti nýjar myndir á :

http://www.flickr.com/photos/23662859@N06/


Hver í ábyrgð...önnur en kennitala olíufélags

Kristinn Björnsson og félagar eru þessa stundina á Florida eða öðrum stöðum að gera grín að okkur hinum. Þessir menn eiga að veraí fangelsi...almenn skynsemi hlýtur að segja okkur það.
mbl.is Olíufélög greiði bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband