Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
25.12.2008 | 13:46
Gleðilega hátíð kæru bloggvinir
Gaman að finna fyrir því hvernig viðhorf hjá manni til daga eins og jólanna breytist eftir því sem maður eldist. Tíminn er einstakt fyrirbæri og sem betur fer fær maður að njóta hans. Margir góðir félagar hafa fallið frá á árinu og þeirra er sárt saknað. Minnigargreinar í morgunblaðinu fær okkur hjónin oft til að rifja upp þau kynni sem við höfðum á þeim sem við þekkjum og könnumst við. Þá er það göfugt að mínu mati að sá hin sami sem skrifað er um hafi á sínum lífsferli öðlast virðingu og sterkt og gott mannorð. Sama við hvern maður talar, allstaðar kemur upp sú minning að þar hafi verið persóna sem hefur verið okkur hinum til eftirbreytni, sýnt kærleik og góðmennsku. Sem betur fer á ég marga slíka góða vini og kunningja nú þegar í kringum mig og er ég einstaklega þakklátur fyrir það. Jólin er tími þar sem maður tekur sér tíma til að hugsa um sín trúarlegu gildi, hugsa til sinna ættingja og vina. Um leið og ég óska þér sem lest þetta gleðilegra jóla von ég að við eigum eftir að njóta þess tíma sem er framundan. Ræktun okkur sjálf og hugum að okkar mannorði. Gleðileg jól.
Með kærri kveðju
Halli, Bergdís og Birta Björk
p.s. Haldið þið að það sé gott að vera Jón Ásgeir, Hannes Smárason eða aðrir f.v. viðskiptamógúlar. Menn sem eiga mikið viðskiptavit, tengslanet og fullt af aurum, en dapurt og slæmt mannorð. Megi þeir eiga það við sig sjálfa sig. Þegar að þeirra tíma kemur og ég verð ennþá á lífi mun ég fletta fram hjá þeirra minningargrein ekki með vanvirðingu í huga, heldur áhugaleysi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2008 | 02:10
Abra-da-gabra....volla..... og blái sjálfstæðismaðurinn segir sig úr flokknum á morgun!
Töfraformúlan er gefin hér neðst:
En nú er þolinmæði okkar allra að fjara út og fólk farið að blóta hér á blogginu. Orð eins og "helvítis fíflin"...."andskotans drulludelarnir" og "drullu-andskotar" eru orð sem ég fann. Mótmælin farin að verða í anda alvöru mótmæla í útlöndunum, fólk brýtur sér leið inní ráðuneyti. Hvað gerist á gamlárskvöld....fer sprengjuveislan úr böndunum? Ástandið er hægt og rólega að versna. Ekki bætir ákvarðanataka stjórnvalda um niðurskurð í fjármálum og aukning t.d til Sinfóníunnar og til þess að laga farvegi úti í sveit. Þetta er eins og ég ráðstafi mínu persónulega ráðstöfunarfé til áhugamannleikhússins í nágrenninu og eiga síðan ekki fyrir mat fyrir fjölskylduna.
Hér er töfraformúlan að velgegni í fjármálum!
http://visir.is/article/20081218/VIDSKIPTI06/934377828/-1
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2008 | 00:37
Frábært framtak hjá hagsmunaraðila eins og Stvfl. Seyðisfjarðar
Ég álít að við fáum engin svör við þessari fyrirspurn. Þetta er frábær hugmynd hjá ykkur Seyðfirðingum að setja þessa fyrirspurn fram og ég hvet ykkur til þess að ýta á eftir svörum. Ég var leiðsögumaður í 11 sumur og kynntist mjög vel slíkum ferðum. Þá er upprunalega stofnað til slíkra ferða til að menn og konur fái að kynnast betur utan vinnustaðar og fundarherbergja. Þarna nær fólk að kynnast persónulega og þar með efla sín tengsl verulega. Þessar ferðir er gríðarlega áhrifamiklar þá sérstaklega þegar við bjóðum erlendum gestum. Náttúran og veiðiskapurinn hefur hálfgerðan töframátt. Hinsvegar fullyrði ég að 80% af þessum ferðum eru keyptar á yfirverðum og á bestu mögulegu tímum. Þá erum við að tala um allt að 6-8 milljónir fyrir 2 til 3 daga veiðiferðir. Stundaskrá þessara ferða (þá 80% þeirra) er hinsvegar það dapurlega. Nú skal ég lýsa henni:
1. Mæting í veiðihús kl. 13, áætlað að hefja veiði kl.16. Menn mæta allir á flottu jeppunum fullir eftirvæntinga. Oft á tíðum eru dregnar upp nýjustu og flottustu veiðigræjurnar sem bjóðast í HEIMINUM. Það gerist ekki flottara. Veiðifærin eru síðan samviskusamlega bleytt kl. 16:30 og allt fer að gerast vítt og breytt um ána, allir veiða fisk.
2. Mæting kl 18:00 á veiðistað X - Happy hour og snafs. Þegar hérna er komið við sögu eru margir gestanna búnir með allt að kippu af öli. Hérna hætta 40% gesta að veiða og halda áfram að kjafta og drekka. Hinir, þessir áhugasömu klára daginn og hætta samviskusamlega kl. 22:00.
3. Kvöldverður kl 23:30. Hérna eru fordrykkirnir í forgang fyrir flesta og menn og konur orðin vel kennd en flestir halda þó haus og haga sér vel. Að mat loknum hefst hið hefðbundna fillerís-partý sem stendur fram á morgun. Kannski þrír hausar af 16 manna hóp er mættur í morgunverð með það í huga að fara veiða daginn eftir. Hinir eru mættir til þess að eiga betri svefn fram eftir degi.
4. Þessir þrír veiða til kl. 11 þegar fjórir aðrir bætast við. Nú er klukkan orðin 13:00 og komið að hádegismat. Þá eru flestir vaknaðir og ætla sér út eftir hlé kl.16:00. Þá gerist nokkuð sérstakt að menn halda áfram að sötra öl og snafsa og þurfa því að leggja sig aftur til kl. 20:00. Þá er ákveðið að halda afstað í veiðina og ná síðasta klukkutímanum.
5. Þá hefst kvöldverður....og sagan endurtekur sig.
Þá er nýtingin á þessum rándýru veiðileifum til veiðimennsku og heilbrigðra samskipta (Sem var til þess gert að efna til betri tengls á milli mann) svona ca.25% af hundraði. Þau samskipti voru líka lungan af tímanum undir áhrifum áfengis.
Þetta er náttúrulega ofboðslega gaman fyrir mjög marga en það sorglega við þetta er að þeim sem er boðið eru oftast ekki veiðimenn/konur heldur mæta í forvitni, vitandi það að þar verður partý.
Eftir sitja menn og konur sem hafa mikinn áhuga á veiðimennsku og komast ekki að vegna bókanna bankanna og þó að þau vildu gætu þau það ekki vegna þess að verðin eru svo há (en það er einungis vegna góðrar sölumennsku og meðvitundarleysi bankanna í innkaupum).
Almenn skynsemi segir mér að þessi hefðbundna veiði-stundarskrá sé ekki til eftirbreytni fyrir vel gefið fólk og sinni markmiðum bankanna að takmörkuðu leiti. Nema kannski til þess að æðstu menn bankanna séu miklir veiðimenn og nái þannig að veiða á bestu tímum, og það á kostnað bankans.
Hvað væri hægt að gera í staðin fyrir þessar veiðiferðir. Ég tel að ferðir út á land séu svarið. Þar er gist í 2 nætur og fólki haldið vakandi með allskonar afþreyingu. Gönguferðir, fjórhjólaferðir, snjósleðaferðir, bátasiglingar, hestaferðir og margt fleira. Hafa glæsilegar máltíðir á hefðbundnum matartímum með argandi partý á eftir. Daginn eftir er sofið út og önnur dagskrá hefst kl.13:00. Slíkar ferðir mundi kosta bankana 25% af því sem fer í veiðiferðirnar kosta. Svona ca. 80% þeirra sem taka þátt fá meira úr slíkum ferðum, allavega betra en að sofa af sér rándýr veiðileyfi. Þessir 20% sem gráta, eru bankastjórarnir sem þurfu nú sjálfir að borga fyrir leyfinn sem þeir þurfa nú að berjast fyrir.
Spurt um laxveiðar ríkisbankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2008 | 22:38
Iceland’s banking collapse is the biggest, relative to the size of an economy, that any country has ever suffered
ATOP a hill near Reykjaviks old harbour is a bronze statue of Ingolfur Arnarson, the first Nordic settler of inhospitable Iceland. It overlooks a bunker-like building: the central bank, headed by David Oddsson, a man who more than 1,100 years later has shown similar survival skills. Before chairing the central banks board of governors, Mr Oddsson was prime minister for more than 13 years, a record, during which time Iceland became one of the richest countries in the world. For years he was Icelands most popular politician, privatising most of the banking system with a Thatcherite zeal and floating the currency, the krona.
http://www.economist.com/world/europe/displaystory.cfm?story_id=12762027
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 00:50
Ég var sjálfstæðismaður í húð og hár!
Þið sem gluggið í bloggið hjá mér öðru hverju sjáið að þarna er um að ræða gallharðan sjálfstæðismann. Nú þegar málin eru að skýrast í hruni fjármála í landinu þá kemur í ljós aumingjaháttur æðstu manna míns flokks. Þau/þeir láta teyma sig út í vitleysu og spilling að koma í ljós, þá eru málin farin að snúast. Mitt atkvæði er orðið vallt. Hvern á ég að kjósa næst? Það er búið að vera vitað í langan tíma að hlutföll gangvart skuldum og eignum, hingað og þangað voru í miklum ólestri. Ég var stuðningsmaður Geir Haarde en ég er farin að efa verulega. Hvað á ég að gera þegar ég sit fyrir framan mennina sjálfa og heyri um spillinguna? Málin eru farin að vera mjög alvarleg. Þeir sem hafa stjórnað skipinu okkar að samviskusemi og í góðri trú eru í raun svikarar.
Mig langar til að fá póst frá öllum sem verða vitni að því að einhver verði dregin il ábyrgðar í okkar fjármálahruni. Það verða mjög fáir tölvupóstar, því lofa ég ykkur!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2008 | 00:29
Hverjir tóku patt stöðu á móti krónunni í byrjun ársins 2008?
Orðið af götunni segir að þeir sem nú eru að kaupa sig inn í "tæknileg þrotabú" séu aðilar sem hafa í skjóli stærðar tekið patt stöðu á móti krónunni. Hvað þýðir það? Þeir sem "áttu" veðrétti í hlutafé gátu tekið lán í erlendri mynt´. Þannig tekið fleiri milljarða gjaldeyrislán í hóp og þannig mokað undan krónunni. Þarna gætum við verið að tala um Bakkavör, Kaupþings forkálfa og örfáa í viðbót. Þetta eru ca. 10 manns. Þeir hafa í sameiningu keypt dollar, evrur eða annan gjaldeyri þegar gengið var hagstætt. Núna....í dag...seldu þeir...og langar til að kaupa....EXISTA....o.fl. félög.
Ef við, launþegar þessa lands eigum að efna til mótmæla er það fyrir framan hús þessara snillinga.
Gott, fólk....þeir hafa sett okkur á hausinn!!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2008 | 00:18
Að auglýsa með góðum fyrirvara öll þrotabú.
Yfirlýsing frá Nýja Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2008 | 16:27
Fons átti FS37 sem varð Stím. Kemur fram í ársreikningu FS38.
Þetta er önnur fléttan sem er spaugileg. Nú fer maður að skilja öll lætin sem Jón Ásgeir og félagar voru með í sambandi við eignarhlut og umráð í Glitni. Til þess var stofnað eingöngu til að hafa aðgang að fjármagni til að geta framkvæmt slíkar fléttur. Hvað höfðu þeir síðan út úr þessu? Jú, með gengisbraski og fléttu-veseni náðu þeir upp skuggalegum hagnaðartölum í ársfjórðungsskýrslum.
Þar með litu þeir vel út í fjölmiðlum og gagnvart öðrum fjárfestum íslenskum sem erlendum. Höfðu þannig aðgang að öðrum virtum fjármálamönnum víða um heiminn. Keyptu síðan hin og þessi fyrirtæki hingað og þangað um heiminn. Í raun voru fjárfestingarnar borgaðar með gervipeningum, eða hlutabréfum sem að lokum stoppuðu hjá Glitni (þar sem bankalínur voru nú lokaðar vegna stöðu hans og erfiðleikum hjá samstarfsbönkum erlendis), bankann á bakvið flétturnar.
Þetta gerðu þeir allir sem einn, allir bankarnir. Síðan hrundi spilaborgin og eftir sitja þessir menn, nú persónulega sem milljarðamæringar með sína peninga í Sviss og á móti eftirstóð stór hluti almennings á íslandi í gjaldþroti.
Fléttugaurunum dettur heldur ekki í hug að taka hluta úr þeim persónulegu sjóðum sem þeir hafa í sviss til að bjarga fyrirtækjum heldur hika ekki við að setja á hausinn, því þar með tapa þeir engu. Nú slaka þeir á úti í löndum í nokkur ár þangað til að þeir byrja aftur. Það er líka eins gott að þeir haldi sig erlendis því að sögn þeirra verða þeir að hafa lífverði hér á íslandi þar sem hótanir gangvart þeim eru víst ansi margar. Ekki er það gott, en mikið ósköp verðum við að gæta okkur á fjárhættufíklum framtíðarinnar.
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/12/06/fons_atti_fs37_sem_vard_stim/
Fons átti FS37 sem varð Stím | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2008 | 22:19
Dr. Spock fór að kostum!
Ekki oft sem maður fær hrós en "asskotinn".....má maður það ekki líka...svona stundum?Annars fer ég alltaf í hádeginu í Spinning, Mán, Mið, Fös of lyfti þess á milli. Nú er bara koma sér í magnað form! Hér er bloggið frá góðvini mínum Andrési Jónssyni, besta PR manni á Íslandi!http://godsamskipti.blog.is/blog/andresjonsson/entry/730057/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 98449
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar