Leita í fréttum mbl.is

Gleðilega hátíð kæru bloggvinir

Gaman að finna fyrir því hvernig viðhorf hjá manni til daga eins og jólanna breytist eftir því sem maður eldist. Tíminn er einstakt fyrirbæri og sem betur fer fær maður að njóta hans. Margir góðir félagar hafa fallið frá á árinu og þeirra er sárt saknað. Minnigargreinar í morgunblaðinu fær okkur hjónin oft til að rifja upp þau kynni sem við höfðum á þeim sem við þekkjum og könnumst við. Þá er það göfugt að mínu mati að sá hin sami sem skrifað er um hafi á sínum lífsferli öðlast virðingu og sterkt og gott mannorð. Sama við hvern maður talar, allstaðar kemur upp sú minning að þar hafi verið persóna sem hefur verið okkur hinum til eftirbreytni, sýnt kærleik og góðmennsku. Sem betur fer á ég marga slíka góða vini og kunningja nú þegar í kringum mig og er ég einstaklega þakklátur fyrir það. Jólin er tími þar sem maður tekur sér tíma til að hugsa um sín trúarlegu gildi, hugsa til sinna ættingja og vina. Um leið og ég óska þér sem lest þetta gleðilegra jóla von ég að við eigum eftir að njóta þess tíma sem er framundan. Ræktun okkur sjálf og hugum að okkar mannorði. Gleðileg jól.

Með kærri kveðju

Halli, Bergdís og Birta Björk

 

p.s. Haldið þið að það sé gott að vera Jón Ásgeir, Hannes Smárason eða aðrir f.v. viðskiptamógúlar. Menn sem eiga mikið viðskiptavit, tengslanet og fullt af aurum, en dapurt og slæmt mannorð. Megi þeir eiga það við sig sjálfa sig. Þegar að þeirra tíma kemur og ég verð ennþá á lífi mun ég fletta fram hjá þeirra minningargrein ekki með vanvirðingu í huga, heldur áhugaleysi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband