Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Þetta er færsla síðan 15. maí hjá mér....ætli Steini hafi fengið hugmyndina héðan :-)
http://hhbe.blog.is/blog/hhbe/entry/541778
Steingrímur skammaði Brown | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 22:30
Hver ykkar vissuð fyrir 30 dögum hvað Icesave var?
Nú les maður ekkert í fréttum nema að nafnið Iceasave komin að minnstakosti einu sinni fyrir. Kannski er það minn "athyglisbrestur" eða lág greindarvísistala sem gerði það að verkum að ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrirtæki. Icesave virðist vera "THE COMPANY" sem allir settu sína peninga í. Af hverju? Tjaaaaa.....kíkið á www.icesave.co.uk, slagorð; HIGH INTEREST SAVING ACCOUNTS. Síðan þegar maður skoðar betur sér maðu vaxtaskránna; http://www.icesave.co.uk/interest-rates.html , tjatja.... mundum við ekki bara hrista hausinn yfir svona aumingja vöxtum, 5-7%, hvað voru þessir útlendingar að hugsa vissu þeir ekkert um peninga? SP24 í Grafarvogi...16% vextir...ekkert mál....hvað er málið....er einhver lægð yfir landinu?
En nú er ég búinn að lofa mér einu að halda kj......hér á blogginu þangað til að við erum búinn að fá einhver alvöru gjaldeyrislán og hjólin farin aftur að snúast. Spurningin er bara hvort tölvan verði ekki bara úrelt um það leiti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2008 | 11:41
Össur og Bretinn
Það er ekki langt frá því að maður sé svolítið fúll út hann Darling eftir óábyrgt blaður, en í heildina hef ég afskaplega gaman af Bretum. mjög gott fólk þó svo að svarti "augna´brúna" sauðurinn og gamli Mr. Brown hafi kúkað í sig. Þessir tveir voru óréttlátir út í okkur "fair play" er ekki til.
Hér er Össurar grein á Eyjunni.is
Þetta fann ég síðan á Times Online.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 13:00
Rosalega er þetta Rússadæmi furðulegt
Ég veit ekki með ykkur, en þetta Rússadæmi er að verða hálf kjánalegt. Það situr í mér það sem Geir Haarde sagði 6 okt.:"...we just get new friends". Síðan er skundað til Rússlands s.l. þriðjudag og myndir birtast af mönnum komandi af fundum með hendur í vösum ef 4 daga fundalotu. Þetta er stórfurðulegt dæmi. Hversvegna eiga rússar að styðja við bakið á Íslandi, NATO þjóð? Í kringum 1950 redduðu þeir okkur bílum í skiptum fyrir fisk...kannski að það sé síðasta færsla í möppunni merktri Íslandi hjá þeim? Ég ætla að vona að ég hafi rangt fyrir mér...en þetta er mjög bogið og beyglað.
Rússar vilja meiri upplýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 20:17
Mjög mikilvægt að þetta sé gert hratt og vel!
Ef þetta er ekki gert strax fyrir næstu útreikninga á lánunum þá verða mörg þúsund fjölskyldna STRAX komin á vanskilaskrá og innan við 4 mánuði kominn í þrot. Þetta er grafalvarlegt!!!
Nú heyrast raddir að þetta eiga líka að frysta hefðbundinn lán, sem væri algjört glapræði. Gerum okkur grein fyrir að þeir sem tóku erlent lán eins eru langt frá því að græða á því að fá lánið fryst, vegna þess að eftir frystingu eru bönkunum leyft að setja það vaxtaálag sem þeim þóknast, þá eru erlendu lánin ekki einungis háð gengi (sem ekki er til) heldur lika eftir duttlungum nýju ríkisbankanna.
Það er ekki rökrétt að horfa á gengislán sem skammtíma áhættu lán heldur voru langtímalán til fasteignakaupa og því ekki rétt að refsa þeim fjölskyldum sem þetta kusu. Eftir þessar harmfarir eru nú þessi gjaldeyrislán í raun þannig gerð að þau gera fólk gjaldþrota á innan við 4 mánuðum. Það sem er réttast er að breyta þeim í krónu lán, afturreikna lán þegar þau voru tekin og reikna síðan nákvæmlega sömu vaxtakjör og hin hefðbundnu íslensku fasteignalán, þá eru allir komnir við sama borð.
Það sem þarf að laga líka er spennutreyjan á erlendum bílalánum sem við erum í.
Afborganir verði frystar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 20:08
Gordon Brown er í dapri stöðu á heimamarkaði.
Eftir að ég las þessa grein eru mörg þúsund sinnum meiri ástæða fyrir Gordon Brown að fljúga til Washington og lemja Bush. Frekar kýs hann að ráðast á litla íslandi og að auki líkja okkur, (sem höfum engin heimsvöld) við hryðjuverkamenn. Maðurinn er vægast sagt mjög umdeildur og mun ekki verða lengi þarna inni við völd.
Eigum við kannski að bjóða honum á sveitaball og láta Guggu gefa honum gott í kropinn :-).
Síðan er til gamans myndir af tvíburum...eða?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekki einu sinni hugsa ykkur að ástæða þessa hruns sé einum manni að kenna eða einum banka.
What we have learned from this whole exercise over the last few years is that it is not wise for a small country to try to take a leading role in international banking.
http://news.yahoo.com/s/nm/20081009/bs_nm/us_financial_iceland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 22:51
Davíð vantar hæfan slökkviliðsstjóra til að slökkva í brennuvörgunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 21:49
New York times sagði....og Davíð er.....
To many Icelanders, their country is the victim of foreign speculators, circling like sharks smelling blood. To outside investors, Iceland is the victim of its own excesses.
Sjá blogg síðan í Apríl hjá mér:
http://hhbe.blog.is/blog/hhbe/entry/511906/
Síðan verð ég að gefa Davíð (DO) mitt atkvæði fyrir þor og hug að koma fram í Kastljósi kvöld með sýna snilld. Ég er sannfærður um að stór hluti þjóðarinnar hafi róast við að heyra í honum. Samkvæmt fræðingum á hann að ekki að tjá sig og ef hann þarf þess á hann að gera það á yfirborðskenndan og loðinn hátt. Nei....DO var hann sjálfur enn og aftur og brilleraði. Hann á eflaust marga andstæðinga vegna einhverra tilfinninga, en ísland hefur vissa sál og hann er svo sannarlega hluti af henni. Áfram ísland!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlutafjáraukning í Glitni á næsta leiti...eða vitið þið hvað lausafé er í raun?
Gummi í Bónus er síðan farin að taka við skipunum frá Jóni Ásgeiri um að efna til múg-æsings með íslenska vöru....er skítlegt eðli manna að koma nú í ljós?
Einnig voru nokkur viðtöl í dag í fjölmiðlum sem "meikuðu sens". Hitt var hræðsluáróður og tilbúningur. Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London school of Economics kom með nýjan vinkil sem jarðar þetta kvart og kvein BAUGS vina. Einnig staðfesti mína skoðun hversu óheppilegt það er að hafa Davíð Oddson í seðlabankanum.
Hlustið á þetta: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4437647
Kíkið að þetta við tækifæri: http://www.youtube.com/watch?v=k3_G3hqNkxo&feature=user
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 98449
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar