Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Hlutafjáraukning í Glitni á næsta leiti...eða vitið þið hvað lausafé er í raun?

Vitið þið hvað lausafé er?

Gummi í Bónus er síðan farin að taka við skipunum frá Jóni Ásgeiri um að efna til múg-æsings með íslenska vöru....er skítlegt eðli manna að koma nú í ljós?

Einnig voru nokkur viðtöl í dag í fjölmiðlum sem "meikuðu sens". Hitt var hræðsluáróður og tilbúningur. Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London school of Economics kom með nýjan vinkil sem jarðar þetta kvart og kvein BAUGS vina. Einnig staðfesti mína skoðun hversu óheppilegt það er að hafa Davíð Oddson í seðlabankanum.

Hlustið á þetta: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4437647

Kíkið að þetta við tækifæri: http://www.youtube.com/watch?v=k3_G3hqNkxo&feature=user

 

 


Það er enginn kreppa...spáðu í þessu!!!

Þegar heildverslunin Danól flytur inn morgunkorn þar sem eining kostar í innkaupum 1 evra kostaði pakkinn kr. 121 fyrir skemmstu. Nú kostar hann rúmar 154 krónur þegar þetta er skrifað. Þetta á við allar þær vörur sem eru innfluttar. Verðbólga á íslandi er rétt að hefjast. Ég starfa á þeim vetfangi að sú vara sem við seljum kostaði allt að 650.000 kr. minna í gær en í dag. Hvernig haldið þið að það sé hægt að starfa við slíkan óstöðugleika? Fyrir nokkru var ákveðið að framkvæma það sem þarf að framkvæma til að ná markmiðum. Er sú staða ekki kominn hjá okkur öllum? Hvernig væri sem dæmi að auka þorskkvóta um 300.000 tonn og fá gjaldeyri inn STRAX. Við skulum skera niður í góðæri og fara niður í 50.000 tonn þegar veður leyfir. Auðvitað er slíkt hjal óábyrgt þegar við höfum verið samviskusöm í verndun fiskistofnsins. EN...EN...hvað þurfum við að gera til að unga fólkið sem var lokkað inn í hagstæðu erlendu lánin verði ekki gjaldþrota í desember-janúar? Hvað er hægt að gera til að olíufélögin geti nálgast gjaldeyrir til að versla olíu? (hverjum datt í hug að ég mundi vorkenna þeim). Hvað er hægt að gera til að stýra fyrirtækjum frá því að segja upp fólki í stórum stíl fyrir áramót? VIÐ erum kominn á þann punkt að segja...gerum það sem við þurfumað gera!!! Lykilorðið að heimabanka Glitnis er útrunnið hjá erlendum bankalínum og það verður hið sama hjá Kaupthing og Landsbankanum á næstu  4-12 vikum.

Ballið er rétt að byrja. Okkar efnahagsástand er ekki að brotlenda heldur er að springa. Ég spáði þessu fyrir nokkrum mánuðum og margir héldu því fram að ég væri einum of svartsýnn.

Því til sönnunar keypti ég í sýndarveruleika 50.000 evrur á genginu 102 á þeim tímapunkti og í dag gat selt þær fyrir 154 kr. Hver vill ráðleggja mér að selja þær á morgun? Endilega leggið inn ykkar álit á því hvenær þið teljið að rétt sé að selja!

 ....sameinumst sem heild, seljum fisk eins og brjálæðingar og hittumst n.k miðvikudag með Bubba fyrir framan alþingi og látum í okkur heyra. Hver veit nema að selji Evrurnar fyrir hádegi þann dag, klifri upp á styttu Jóns Sigurðssonar og dreifi hagnaðinum af 50.000 evrum yfir alla sem mæta!


« Fyrri síða

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband