Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Er aumingjaskapur og leti viðurkenndir sjúkdómar?

Í staðin fyrir að gleyma mér í bloggi um borgarpólitík og hnífsstungur langar mig að deila smá hugsun með ykkur. Ég var að velta því fyrir mér hvort maður eða kona geta verið viðurkennd sem aumingjar eða letingjar. Nú eru þessi orð neikvæð og ekki eftirsóknaverð. Það vill engin vera kallaður alkóhólisti, þunglyndissjúklingur eða hvað annað, hvað þá aumingi og alhólisti. En er aumingjaskapur jafn sjálfsögð hegðun og það t.d. að stara á fólk? Á hegðunin "Aumingjaskapur" og "leti" einhvern tilverurétt? Er þetta kannski huglægt mat sem ekki er hægt að færa hendur á, nokkuð frekar en þegar fólk getur fengið störu á annað fólk.

Þesskonar hegðun  þ.a.s. aumingjaskapur, leti og að stara er frekar neikvæð hegðun. Engu að síður þekkjum við öll slíka hegðun. "Ekki stara svona á fólk" segir mamman við barnið með störu. "Stattu nú upp og gerðu þetta"..segir konan við lata manninn.

Hvert er ég að fara með þessum pælingum? Það sem ég hef hugleitt er þegar sjúkt fólk leitar sér ekki hjálpar má segja að það sé dómgreindarleysi. Maður sem hefur drukkið frá sér lífsgæði, misst frá sér vini og fjölskyldu er sjúkur maður. Að leita sér ekki hjálpar er dómgreindarleysi.  Það sama á um þunglyndisjúklinga, offitusjúklinga, bullemiu og þá andlegu sjúkdóma sem við þekkjum.

Þeir sem leita sér ekki hjálpar sýna dómgreindarleysi. Þá koma oft vinir og vandamenn að góðum notum og gera viðkomandi grein fyrir sinni stöðu. Þá fer hinn sá sami og leitar hjálpar.

Síðan gerist nokkuð merkilegt. Sá sem gerði sér grein fyrir drykkjuvandamálinu hættir ekki að drekka. Sá sem er offitusjúklingur heldur áfram að troða í sig mat, aðrir hætta að borða. Þunglyndissjúklingurinn tekur ekki lyfin sín. Allir þessir einstaklingar fara ekki eftir fyrirmælum fólks sem veit betur og tileinkar sér því að hjálpa öðru fólki.

Getur verið að þeir einstaklingar sem ég minntist á hér í setningunni á undan séu að sýna hegðun sem kallast aumingjaskapur og eða leti? Getum þannig viðurkennt að sumt fólk séu letingjar og aumingjar? Ef svo hljótum við að geta hjálpað því fólki á sama hátt og konan segir við manninn sinn að hypja sig af stað í að gera það sem hann á að gera.

Bara smá pæling.

Á sama hátt getum við líka talað um leiðinlegt fólk. Er hægt að mæla það á sanngjarnan hátt?  


Nú fer að líða að skuldadögum!

Eins og við vitum fáum við ársins skemmtilegustu kreditkorta reikninganna um mánaðarmótin. Hinsvegar er það afstætt hvað hár kreditkorta reikningur sé í raun (sjá frétt að neðan).

Einnig var ég að pæla hvort við gætum lokað búllunni, Íslandi í smá tíma eftir þessi mánaðarmót. Hvers vegna...jú...þeir svaka ríku einu sinni gaurar eru nú allir blankir...þó svo engin viðurkenni það....og hin almenni launþegi verpur nú líka blankur.

Rakst á þessa frétt að utan:

 

American Express' credit card motto may be "Don't leave home without it," but a Minnesota car dealer may have gone too far, allegedly owing millions in charges.

The credit card company is suing Forest Lake Ford President John D. Berken in federal court for allegedly failing to pay back $3.85 million it says he took out in $90,000 increments throughout October and November, the St. Paul Pioneer Press reported Tuesday.

Berken, 39, said the civil lawsuit filed Friday caught him off guard.

"It's the first I've heard of it. As far as I know, we're up to date" in making payments, he said. "The last charge was for $200,000, and we made it like clockwork."

A search of public records showed no criminal charges against Berken, the newspaper said. However, the Pioneer Press said state records indicate a man named John D. Berken with the same birth date as the Forest Lake car dealer has several check-forgery and theft convictions on his record and served about 20 months in prison in the mid-1990s. Berken said that's not him.

An attorney for American Express said the company generally does not talk about pending litigation.

 


Heingóver farinn....tíminn læknar ýmislegt...líka hlutabréf.

Síðasta blogg var skrifað í nýársþynnku og ekki gott blogg. Hinsvegar er nýtt ár hafið og ég held að þetta verpi magnað ár. Við höfum gert svaka flotta hluti....svona almennt...við öll.

Lífsgæðin hafa batnað, kaupmáttur gæti verið betri en mjög lítið atvinnuleysi.

Nú hlustum við ekki á eitthvað væl í hlutabréfaþunglyndis mönnum...við höldum áfram að kaupa og selja góðar vörur, förum í skemmtileg frí og njótum náttúrunnar. 2008 verður frábært!!!


Heingóver!!! Hver kann besta ráðið

Gleðilegt nýtt ár. Ég held að 2008 verði geggjað!

Nú eftir "allt of marga" Gin og Tonic er hausinn minn kæri er um það bil að detta af mér.

Þú sem lest þetta og ert væntanlega "serfræðingur í heingóver" hvaða ráð áttu handa mér.

Það sem ég kann er:

1. Drekka vatn

2. Nóg af verkjapillum

3. Svefn

4. Hrá Egg - "þó virka best áður en í svefn er haldið"

5. Súrmjólk

6. Hætta að drekka

Hvað segir þú? 

 


Gleðilegt nýtt ár

 

Gleðilegt nýtt ár.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband