Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Gettu Betur, Álver og "six-pack" af bjór

Eitt sem einkennir okkar littlu þjóðarsál er skortur af afþreyingu fyrir venjulegt fólk. Venjulegt fólk er vísitölu fjölskylda sem hefur ekki tíma til að framkvæma einföldustu hluti. Þegar hins minnsta vorlykt kemur í loftið fer allt af stað hjá slíkum fjölskyldum. Þóðarsálin er eins og bjarndýr sem kúrir í hýði sínu og bíður eftir því að það sé líft að fara út til að anda að sér súrefni. Látið mig vita ef ég er ekki að skylja þjóðarsálina rétt: Allir horfa á Gettu Betur í kvöld. Allir fara í ríkið um hádegi á morgun og ná sér í kippu til að fylgjast með kosningum Hafnfirðinga á Álverinu. Fáir fara í vinnu í næstu viku og þeir sem fara í vinnu geta einfaldlega ekki unnið úr spenningi fyrir því að komast í frí.

Samfylkinginn reddar Hafnafirði. Mér skilst að f.v. Sjálfstæðismenn Kópavogs og Garðabæjar sem flytja til Hafnafjarðar breytast á stuttum tíma yfir í Samfylkingarmenn vegna þess að þeir gera svo góða hluti í Hafnarfirði...eða er það ekki? Ef álverið fær NEIkvæða kosningu koma þá ekki þessir umhverfisvænu Samfylkingarmenn og redda hlutunum eins og alltaf. Mér skilst á þeim að það séu fullt af öðrum tækifærum í Hafnarfirði...þeir vita bara ekki alveg hvað það er...en það kemur allt í ljós segja þeir. Þetta minnir mig á að spyrja einhvern þarna úti sem veit hvernig skuldir Hafnafjarðar hafa þróast sl. ára. Mig minnir að þetta sé búið að toppa yfirdráttinn...eða? 

Jæja, læt þetta duga...Gettu Betur fer alveg að byrja!


Mezzoforte í Borgarleikhúsinu....Innlit Útlit framleiðir kjánahroll

Fór í gær á mögnuðustu Íslensku tónleika sem ég nokkurn tíma farið á. Þeir sem skara fram úr svona almennt eru yfirleitt þeir einstaklingar sem eru ekkert mikið að reyna...heldur bara hafa það að náttúrunnar hendi. Friðrik Karlssson var mættur ásamt öllum góðu gömlu félögunum. Þeir eru að halda upp á 30 ára hljómsveitarafmæli..og þvílík tónlistarveisla. Allir meðlimir, sem og gesta spilarar eru greinilega listamenn sem "hafa" það! Þú veist hvernig það er þegar þú heyrir meiriháttar flott lag..og fýlar í botn...og eitthvað gerist í heilanum..þú upplifir einhverskonar andlega fullnægingu. Ég geri mér grein fyrir að ekki öllum finnst tónlist Mezzoforte skemmtileg...en enginn getur tekið þeirra tónlistafærni í burtu frá þeim, einfaldlega frábærir og einlægir tón-LISTAMENN. Til Hamingju með afmælið Mezzoforte.

Í sama streng flyt ég mig yfir í þá upplifun að horfa á Innlit-og Útlit þættina á Skjá1. Mér þótti þeir áhugaverðir í gmla daga...svona forvitnisþáttur...maður er manns gaman. En vossss...þegar maður horfir á þáttinn ná þessu nýju þáttstjórnendur stemningu sem lætur líkamsstarfsemi áhorfandans framleiða einhver efnaboð til heilans sem veldur sterkum og öflugum kjánahroll. Þú situr fyrir framan sjónvarpið...með báðar hendur á enni eða þétt að báðum kinnum og þú trúir ekki eigin augum hverskonar fólk er þarna á ferð...þvílík fórnalömb sinnar eigin tískublekkinga er ekki í lagi fyrir fullorðið fólk. Unglingar og framhaldsskólanemar fá fyrirgefningu þegar þeir láta svona...en fullorðið fólk.... Ég hvet ykkur til að glugga í þennan þátt og sjá þetta með eigin augum.

 


Opið hús..aldrei hreinna

Þannig er að við hjónin höfum keypt okkur nýja íbúð í Baugakór og erum að selja okkar íbúð í vesturbæ Kópavogs. Siggi vinur hjá REMAX er með hlutina á hreinu og þeirra vinnuaðferðir eru frábærar. Ég man eftir að fasteignasalarnir hér fyrir nokkrum árum sátu og boruðu í nefið þangað til að einhver kom að kaupa, en nú er verið að vinna á fullu í málunum, nokkuð skemmtileg og lífleg þróun í fasteignabransanum. Það sem ég ætlaði hinsvegar að ræða um að nú eru "Opin hús" það allra nýjasta alla sunnudaga. Ef maður vill gott kaffi og bakkelsi þá er frábært að flakka á milli húsa á sunnudögum. Það sem er hinsvegar gott gangvart okkur sem erum að selja er að aldrei hefur íbúðin verið eins flott og hrein í langann tíma. Alltaf ready að fá fólk í kaffi í hreinni flottri íbúð!

Ef þig langar í vesturbæ Kópavogs, á besta stað bæjarins þá ertu velkominn í kaffi!

http://mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=239484

 


Hvað eiga stjórnmálaflokkarnir að auglýsa?

Einu sinni var ég fundi þar sem einn fundaraðili sagði með mikillri alvöru: "Sko...ef ég má tala fyrir hönd almennings þá..." Algjör gullmoli og hef ég tekið þetta upp hérna á blogginu minu og ætla að rita nokkur orð til pólitíkusa...svona fyrir hönd almennings!

Ef ég væri augl. ráðgjafi flokkanna mundi ég veiða þau atriði sem fólkið í landinu vill, ekki málefnin sem forsvarsmenn flokkana hafa gangvart sínu Egoi. Þannig kæmust flokkarnir til valda sem vilja og þá geta þeir gert það sem þeim sýnist...grundavallaratriði ú upphafi er að setja fram nokkrar rósir í vasa með engu vatni...eða er það ekki þannig sem þessi pólitík virkar. Málið er nefnileg að ég held að ég tilheyri mjög stórum hóp manna á Íslandi sem leiðist stjórnmál en nýtir samt kosningaréttinn. Við kjósum það sem við sjáum í auglýsingum svona 2-3 vikum fyrir kosningar. Við kjósum þá sem ógnar ekki stöðugleika, erum varkár að fá nýtt fólk í brúnna. Við erum að hugsa um verðgildi fasteigna okkar, lægri verðbólgu (afnám verðtrygginga), stöðuga vel launaða atvinnu, meiri neyslutekjur, meira frí, öruggari, ódýrari og betri þjónustu fyrir börnin okkar. Flott umhverfi fyrir þá sem verða eldri. Í raun er ég að tala um að flest fólk eru eiginhagsmunaseggir í eðli sínu og hugsar um sitt nr. 1,2 og 3. Náunginn skiptir ekki máli þegar það er verið að ræða þessa grundvallar hluti. T.d. er fólki alveg sama að einhverjum sé sagt upp í vinnu, eins lengi og starfið þeirra sé ekki ógnað.

Hverjir haldi þið að séuð á móti stækkun álversins? Ég bjó með útsýni yfir álverið í mörg ár og fólkið tekur eftir því að það nágrenni eða það sem er næst Álverinu er með minna fasteignaverðgildi en sambærilegar eignir annarsstaðar í Hafnafirði. Þess vegna er það á móti stækkun. Þessu fólk er nokk sama um einhverja mengun...notar það bara sem vopn til að sýnast. Ég sá í fréttum meðlimi þeirra sem vilja ekki stækkun...allt voru þetta fyrverandi nágrannar. Dagsatt!

Skilaboð til stjórnmálaflokka sem vilja komast til valda. Þetta er meginmál auglýsinga ykkar:

1. Meiri stöðugleiki, strerkari gjaldmiðil eða jafnvel skipta alfarið yfir í Evru án þess að fórna neinum hagsmunum fyrir þjóðina. Alls ekki gang í ESB!

2. Lægri skatta, hætta þessu tví-þrí-fjórsköttunarbulli og laga tollalög á neysluvörum.

3.  Breytta mynd á Seðlabankanum, gera menn ábyrga þar í staðinn fyrir verndaðann vinnustað.       Það er til þess að lækka verðbólgu.

4. Afnema verðtryggingu og opna leiðir fyrir erlend banka að koma sér fyrir á íslandi.

5. Afnema þinglýsingargjaldi.

6. Flottari og betri spítalaþjónstu þar sem allt kostar ekkert fyrir okkur.

7. Allir útlendingar standist tungumálapróf og sögupróf sem sett er af útlendingastofnun, annars einungis 3 mánaðar dvalarleyfi. Allir útlendingar kunni að syngja þjóðsönginn.

8. Standa fyrir toppþjónustu og flottri aðstöðu fyrir aldraða og gera það þannig að fólk á miðjum aldri hlakki til að verða gamalt.

9. Framleiða flott umbunarkerfi fyrir þá sem reka samfélagslega ábyrg einkafyrirtæki. Hvetja fyrirtæki til að vera á Íslandi.

 

Ef þið viljið fleiri hugmyndir sendið bara á mig línu....:-)


Hverjir eru ábyrgðarmenn bankanna?

Heyrði í vikunni umræðuna um lánshæfni bankanna okkar. Það sem kom mér þo nokkuð á óvart að bankarnir okkar hafa jafngóð kjör og Japanska ríkið sem á yfir 800 milljarða dollara í sjóðum. Hvernig stendur á þessu? Erum íslenska ríkið ennþá í ábyrgð fyrir bankanna? Mikið var rætt um að nú væru stærstu fjármálstofnanir að fara endurskoða þetta alvarlega. Ætli þessi "ríkisábyrgð" hafi verið littla leyndarmál bankanna hingað til sem er grunvöllur fyrir öllum hagnaðinum s.l. ára?

Hefur þú verið atvinnulaus?

Í umræðunni um hvort þetta eða hitt fyrirtækið , hingað og þangað eigi ekki að fá tækifæri að lifa og dafna í hörðu samkeppnisumhverfi þá er oft gott að setja sig í spor þeirra sem ekki hafa tekjur eða atvinnu. Það er nefnilega þannig að við erum misjafnir persónuleikar. Sumir eru nokk sama hvort þeir hafa stöðuga vinnu, heldur sætta sig við mjög sveiflukenndar tekjur, svona eftir því hvernig braskið gengur. Þessi hópur fer ört stækkandi og hann hefur það sameiginlegt að geta ekki mætt kl. 9 og stimplað sig út kl.17 - Sýnir eigin herrar og dömur. Svo er það hinn hópurinn sem vilja stöðugar tekjur og leggja sig alla fram fyrir eigendur fyrirtækjanna og vinna alltof langan vinnutíma.

Vinur minn er nýkominn frá Brasilíu þar sem hann var að taka upp sjónvarpsauglýsingu fyrir Non-profit fyrirtæki í US-and-A. Brosandi börn, fátækt, eiturlyf og ömurleg heit lét hann finna fyrir ífsreynslu sem hann kallaði ógeðslegt ævintýri...með áherslu á ógeðslegt. Það þarf oft svona lífsreynslu að maður gerir sér grein fyrir að við verðum að halda rétt á spilunum og vera þakklát fyrir það sem við höfum.

Ég styð öll þau fyrirtæki sem eru arðbær, skapa atvinnu og gera vel við sitt efólk. Ég styð líka fyrirtæki sm eru samfélagslega ábyrg og spilar með fólkinu sem eru grundvöllur að velgengninni. Ég styð álver, virkjanir, sjoppur og bankastarfsemi. Ég er fylgjandi lyfjaiðnaði og sjávarútvegi.

Hættum þessu bulli að leyfa ekki Alcoa í Hafnarfirði að stækka og dafna, hálpum þeim frekar til þess að gera það vel og að eftirbreytni þannig að samkeppnisaðilar í greininni skjálfi.

Þeir sem eru ekki sammála þessu eru annað hvort braskarar eða haldnir þeirri fyrru að það sé nóg að vinnu að hafa endalaust...en það eru bara ekki þeir sem skaffa hana!


Ólöglegt verðsamráð með klósettpappír

Hvað getum við gert? Rúllan kostar 624 kr. og hefur hækkað í samræmi við gegni en gengi á salernispappír hæækaði upp úr öllu valdi. Svona fréttir eru ekki algengar...sem betur fer. Hins vegar er vert að hugsa ef allar venjulegar heimilisnauðsynjar væru í þessum dúr. ÚFFF

Ætli við mundum nýta dagblöðin betur...búa sjálf til sápu o.fl.

Mér datt þetta í hug þegar ég heyrði í fréttunum í dag að fostjórar olíufyritækjana liggja nú hlæjandi með vindilinn út í loftið að okkur öllum sem hafa þurft að kaupa olíu. Hæstiréttur er líka bara sammála að forstjórarnir beri enga ábyrgð. Sumt er rétt...sumt er rangt....er ekki rökrétt að segja að þetta sé rangt. Það sem er verra er að þessir menn, sem í sjálfu sér eru ekki slæmir persónuleikar, hafa brotið af sér gagnvart okkur öllum....eða er það ekki?

Vitið þið hvað þessir menn gera í dag? Þeir staðgreiða einbýlishús upp á hundruða milljóna, lifa lúxus lífi og hafa það mjög gott. Spassera um bæinn á eins flottum bílum og hægt er að fá. Þeir einfaldega hlægja að okkur hinum sem í fjölda ára hafa fengið ofan á lánin okkar vísitöluhækkanir vegna hækkana á olíu.

Þetta er einfaldlega ekki í lagi...við hljótum að vera öll sammála..þótt þú sért á bandi stjórnarandstöðu :-) 


Svakaleg hækkun á ferðum með Sumarferðum n.k sumar!

Jæja

Það er ekki beint gott að vera setja inn einhverjar fullyrðingar um fyrirtæki eða þeirra vöru án þess að hafa gild og góð rök til þess. Ég sendi fyrir nokkru erindi á nokkra starfsmenn Sumarferða um hækkanir á gjaldskrá þeirra. Einnig fékk Samkeppnisstofnun eintak sem og Neytendasamtökin. Það leið ekki langur tíma þangað til að báðar þessar stofnanir vildu heyra meira og þá einkanlega hvaða svar forsvarsmenn Sumarferða hefði verið.

En viti menn...þeir halda sig við lögmál háfmáls og segja ekki orð, láta ekkert í sér heyra. Til gamans læt ég fylgja með erindið sem ég sendi og dæmi hver fyrir sig hvort þetta sé eðlilegt. (Fyrir þá sem ekki vita þá er fákeppni á Íslandi í mörgum atvinnugreinum og þar eru ferðaskrifstofurnar enginn undantekning).

Ég blogga þetta vegna þess að mig grunar að Sumarferðir ætli alls ekki að svara þessum tölvupósti.

Hér er tölvupósturinn sem ég sendi á þau.

Erindi: Fyrispurn um ástæðu verðhækkanna.Komið sæl Við hjónin erum með eina 5 ára of fórum í skemmtilegt sumarfrí til Mallorca í júlí í fyrra (tvær vikur). Kostaði ferðin okkur 218.000 en hún var greidd í febrúar 2006. Eins og við öll munum fór evran á gríðalegt skrið og hækkuðu allar ferðir í takt við gengi evrunar. Miðað við gengi evrunnar, feb 06 og núverandi gengi er hækkun á genginu 15,3%. Þannig fyndist mér eðlilegt að ferðin í ár hækkaði eða lækkaði í takt. Hinsvegar er greinilegt að hækkun er mikið meiri milli ára. Ég hef í höndunum bréf frá hótelstjóra Viva Blue, en það er hótelið sem við gistum hjá að þeir hafa lítillega hækkað verðið milli ára. Þá er hugsanlega að flug er dýrara, en þegar ég kaupi einungis flug til Mallorca á þessum tíma hefur það ekki hækkað. Spurningin er: Hver er ástæða að tveggja vikna ferð, 2 fullorðnir og ein 5 ára til Mallorca á Viva Blue frá 09.07.07 í tvær vikur hefur hækkað úr 218.000 í 289.000 eða um 32%? kv. Haraldur Haraldsson

Stundum vildi ég að evran sé minn gjaldmiðill

Þannig að þegar ég rölti úti í búð til að kaupa mjölk og brauð þá borgi ég með evrum. Eina leiðin er örugglega að ef öll íslensku stórfyrirtækin geri upp bókhald í evrum, (en Davíð vill það ekki) þá flytja starfsemi sýna til lands þar sem veðrið er betra en það er í dag og stofni síðan íslendinga-nýlendu fyrir okkur öll þannig að við getum flutt með þeim. Þá get ég borgað fyrir mjólk og brauð með evrum klæddur stuttbuxum og stuttermabol.

Heldur Bónus uppi matvælaverði

"Sönn saga af Baugsmálinu" 

 Heildsalinn: 

Sæll herra innkaupastjóri Bónus. Ég er hérna með tannkrem á mjög góðum kjörum fyrir þig. Ertu til í að setja það í hillur hjá þér.

Bónusgaurinn:

Ekkert mál, hvað geturðu borgað mikið með vörunni?

Heildsalinn:

Ha?

Bónusgaurinn:

Heyrirðu illa? Hvað getur þú borgað mikið með vörunni.

 

 

Einnig er þessi staðreynd frábær.

Innkaupastjóri Bónus:

Ring...ring:

Er þetta sölustjóri Pepsi

Sölustjóri:

Já....hvernig get ég aðstoðað

Bónus innkaupastjóri:

Ég tók eftir því í blaðinu í morgun að Krónan sé að selja 2 lítra af pepsi á 55 krónur. Það er lægra en innkaupsverðið hjá mér. Hvernig stendur á þessu?

Sölustjóri Egils:

Bíddu...ég veit ekki...þeir ráða sinni verðlagningu...ég get svo svarið það að þú ert með besta innkaupsverðið á öllu íslandi. Þeir eru að borga með vörunni...það er á hreinu!

Innkaupastjóri Bónus:

Viltu stöðva þetta tilboð hjá þeim í snarheitum annars minnka ég hyllupláss hjá þér um 50% og hætti að selja Egils Kristall í öllum búðunum mínum.

Sölustjóri Egils:

Allt í lagi.. ég redda þessu!!!

 

Konan í Kópavogi: Sko...ég skal sko láta þig vita að ég versla hvergi annarstaðar en í Bónus...þetta er einu mennirnir í samfélaginu sem hugsar um okkur hin sem höfum minna á milli handana!


Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband