Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Til að vera sannfærandi þarftu að gera þér gein fyrir grunnþörfum mannsins

Eitt af því er að það er hægt að blekkja okkur án þess að við trúum því að hafa verið blekkt.

 

Smelltu á skjalið!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eru leiðtogar í gæsahóp klárari en leiðtogar Samfylkingarinnar?

klikkaðu á linkinn!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ert þú hæfur stjórnandi?

Þegar stjónrendur eða yfirmenn eru ráðnir skiptir miklu að sá hin sami hafi tilsetta menntun, hafi mikla reynslu og margt fleira. Eitt sem oft gleymist hjá littlum sem stórum fyrirtækjum er hversu skemmtileg/ur eða leiðinleg/ur umsækjandinn er. Ég gerð það hér með að áskorun allra starfsmannastjóra að byrja á því að ráða inn hæfa og skemmtilega stjórnendur. Ég er fullviss um að starfsmanna veltann komi til með að minka töluvert og starfsaldur innan fyrirtækisins rjúki upp!!!

Hverskonar kona eða karl ert þú? Kvennréttindakonur og karlréttindakarlar takið eftir!

Það kom til mín kona um daginn og sagði: “Veistu að ég er orðinn svo þreytt á  því að vera kona. Það er sama hvað ég berst fyrir rétt okkar kvenna að allstaðar rekst ég á hindranir og ég er hreinlega að gefast upp”.Við spjölluðum mikið saman og ég spurði í fávisku minn hvort þetta væri nú eins mikið vandamál og hagsmunasamtök kvenna legði fram. Úpps, þetta átt ég ekki að segja því þarna var ég nánst tekinn af lífi. Konan byrjaði á ræðu sinni:” Sko...ég skal sko láta þig vita að við konur eigum mjög langt í það að standa jafnfætis körlum.

Konur á vinnumarkaði fá að meðaltali miklu lægti laun en karlar, eru ekki taldar trúverðugar í málefnalegum rökræðum og eru í mjög veikri stöðu úti í samfélaginu og á vinnumarkaði”. Þegar á þetta stig var komið hugsaði ég hvort hún væri búinn að gleyma því að karlar geta ekki fætt börn og því væru konur grundvöllur mannkyns og ekki eins illa staddar samfélagslega og hún hélt fram.  Þetta var nú ekki í fyrsta skipti sem ég lenti í þessum rökræðum um stöðu kvenna og þá sérstaklega um staðalímyndir þeirra og alltaf var ég orðin svo leiður á samtalinu að einbeitingin mín fjaraði út í aðrar hugsanir og þannig lauk oft samtalinu stuttu seinna vegna áhugaleysi hjá mér. Hún mamma er í dag á sjötugsaldri og hætt að vinna, í raun ca. 15 ár síðan. Þegar ég var barnaskóla voru mjög margar mömmur heima og man ég sérstaklega eftir því. Mömmurnar voru með rúllur í hárinu í sloppunum með heitt kakó handa okkur öllum, strákum og stelpum, þar sem við vorum búinn í skólanum og búinn að leika okkur úti restina af deginum. Sama hvað gekk á, alltaf var mamma til staðar. En hvar var pabbi? Hann sást varla, hann var að sjálfsögðu að vinna myrkana á milli til að eiga fyrir rekstri heimilisins og þeim dutlungum sem fjölsyldur gerðu ráð fyrir á þeim tíma. Þá var hann að vinna þó nokkurn tíma til að eiga fyrir sæmilegum jakkafötum sem voru nokkuð dýr þar sem DressMann var ekki til á þeim tíma. Jakkfötin notaði hann ca. einu sinni á ári til að leggjast á hnén fyrir framan bankastjórann til að biðja um lán fyrir steinsteypu og sandi. Á meðan lék ég mér í túttubyssu stríði og mamma sá um heimilið. Sú vinna að halda heimilið var mjög erfið og oft á tíðum fengu mömmur grátköst og fylltust þunglyndi og kvíða rétt eins og karlinn gerði stundum í vinnunni án þess að minnast á það.  

Það eru nú ekki meira en ca. 30 ár síðan að slík heimilis og fjölskyldumynstur voru í meirihluta á íslandi. Í dag er þetta mynstur öðruvísi og hefur þróast í takt við tísku og strauma sem er hið besta mál. Nú eru yfirleitt báðir foreldrar úti á vinnumarkaði, út úr húsi kl. 7 til 8 á morgnanna og heim um sex leitið. Með þessu mynstri hafa orðið til nútíma vandamál og þau tengjast einkum tveimur þáttum, uppeldi og fórnfýsi einstaklinsins fyrir fjölskylduheildina. Börnin eru yfirleitt ekki í skólanum jafn legni og foreldrar eiga að vera í vinnunni. Þetta vandamál er leyst með því að annarhvor foreldrin fórnar vinnutíma og frama og vinnur þanig allt niður í 50% vinnu til að geta sinnt börnunum. Líka er möguleiki að leysa vandamálið með því að hengja lykil um háls skólabarna og láta þau sjá um sig sjálf. Sú lausn gengur náttúrulega ekki ef barnið eða börnin eru á leikskóla aldri. Þá komum við að þeirri ákvörðun hvor aðilinn eigi að fórna sínum frama úti á vinnumarkði fyrir börnin og fjölskylduna. Það telst nenfilega ekki metnaðarfullur starfskraftur sem vinnur ekki heilann vinnudag. Fortíðardraugur og gildi gerir það að verkum að oft á tíðum og tekur konan þetta fornfúsa hlutverk að sér. Takið á tal hvaða konu sem er á aldrinum 25-45 og spyrjið hvort þau upplifi sig ekki sem fórnalömb, svörin hafa hingað til ekki komið mér á óvart. Svör eins og: “einhver verður að gera þetta....ekki þýðir að láta börnin bara valsa um”. Þessi fórnfýsi gerir það líka að verkum að konan gerir kröfur að maðurinn á heimilinu fórni einhverju líka í staðinn því annað væri óréttlátt. Nútíma mamman er þannig farin úr hluverki móður sem elur upp börn og sér um þrif, innkaup og annað tengt fjölskyldu lífi í það að vera fórnlamb nútímans og kröfur nánast óréttlátar.   því að fá lægri laun en karlamður fyrir nákvæmlega sömu vinnu. Vegna hvers er það? Er vegna þess að þegar konan sótti um vinnuna og launakjör voru rædd voru kröfurnar ekki eins miklar og hjá karlmanninum?. Ef svo þá er mjög eðlilegt að konan sé á lægri launum. 

Kvennrétindakonan sem ég minntist á í upphafi heldur því hinsvegar fram að ástæðan sé allt önnur. Ástæðan í hennar augum og kollega í baráttuhópnum er nefnilega sú að í launaviðtalinu sem konan var í kom það einfaldlega aldrei til greina að hálfu yfirmanns eða fyrirtækisins að konan hafði jöfn laun á við karlinn. Þessi kona sem er kvennrétindakona heldur því nefnilega statt og stöðugt fram að yfirmaður hafi það stimplað í sínar vinnureglur að konur eiga ALDREI að fá laun á jafnt við karlinn. Mig grunar að þú lesandi góður og meginþorri þjóðarinnar geti ekki gert annað en hlegið að slíku viðhorfi. En það er staðreynd að sumir kvennrétindahópar sem láta hvað mest í sér heyra halda þessu fram.  Ég held hinsvegar að grundvöllurinn fyrir að konur séu í þessari stöðu vegna þess að þær kynna sér ekki nægilega vel þau launakjör sem þær eiga rétt á ganga til launaviðtals með þær kröfur. Einnig sú staðreynd að margir yfirstjórnendur og þeir sem ákveða laun í fyrirtækjunum eru oft karlmenn sem ólu upp sín börn á þeim tíma sem konan var heima að sjá um heimilið og hafa þau gildi í undurmeðvitund.  

Tókst þú nokkuð eftir því að ég talaði um fórnalömb nútímans hér að framan? Jú, hin heðbundna kona samkvæmt nýjustu rannsóknum tekur konan ákvöðrun í 80% tilvika hvaða vörur séu keyptar til heimilisins. Gæti það verið vegna þess að með því að hún sé orðinn svona mikið fórnlamb nútímafjölskyldunnar að hún fari á verslanafillerý í hverri viku til að slaka á, kaupi allt og ekkert en gleymir þó aldrei fötum og skóm á sjálfan sig vegna þess að hún á það svo skilið, fónalambið sjálft. Mín niðurstaða er sú að sjálfstæðisbarátta kvenna hefur komið langa leið og mikið áunnist. Ég trúi því einnig að með meira sjálfstrausti nútímakvenna og nýrri kynslóð stjórnenda fjari launamunir kvenna og karla út.Á endanum koma konur til með að standa algjörlega jafnfætis körlum á vinnumarkaðinum og í utanumhaldi á fölskyldumynstri nútímans. Þetta er björt framtíð. Ég gleymdi einu, barminu. Það er nefnilega með athyglisbrest, ofvirkt á rítalíni og óagað og haldið tölvu og sjónvarpsfíkn vegna þess að það hefur enginn tíma til að sinna því. Fáum okkur bara “Au-Pair” það gæti leyst málið.Mér finnst einfaldlega að kvennréttindakonur og karlréttindakarlar (sem eru samtök framtíðarinnar) eigi að fara að hugsa um snjalla ábyrgðarfull leið til að geta byggt upp nútímalegt og heilbrigð fjölskyldugildi. Hin nútímakona hætti að hugsa sitt hlutverk sem fórnarlamb heldur einstaklingur innan heildar sem hefur þá ábyrgð að sinna fjölskyldu og börnum jafnt á við karla. Við karlanir þurfum síðan bara að vinna aðeins meira á meðan konan eignast börnin og annast það sem ungabarn, það er nefnilega því MIÐUR ennþá hlutverk þeirra í hugum kvennréttinda hópa sem erfitt er að berjast á móti. 

Þessar hugleiðingar færa mig í áttina að staðalmyndunum sem ég minntist á í upphafi. Þvílíkur sori sem flæðir yfir okkur í þeim efnum nú á tímum. Konan er orðin kyntákn sem hún má alls ekki vera og karlinn ofurhetja sem getur allt. Kvennréttindasamtök berjast þannig dag og nótt fyrir því að færa bleiku ímynd kvena í burtu og blanda bláum lit í myndina til að færa konuna nær karlmanninum. Þetta bil milli kvenna og karla sem er nefnilega svo óþolandi mikið. Meira segja hefur verið fundin upp lausn fyrir konur til að pissa standandi sem hlýtur að vera fagnaðarefni allra kvenna.  Þú lesandi góður hefur væntanlega lesið þó nokkra kaldhæðni í mínum orðum og gerði ég það að ásettu ráði. Það var til þess gert að undirstrika mitt álit á röddum sumara kvennréttindahópa sem eru í raun mjög daprar konur sem tlheyra ég tel einn af fáum öfgahópum samfélagsins. Síðan eru raddir sumra kvennbaráttu hópa niðri á jörðinni, mjög málefnaleg og laus við biturleika. Þessir konur berjast fyrir því að fá að vera konur og karlar fái að vera karlar. Samskipti og gildi kynjanna séu tignaleg og einkennist af heiðarleika, konan fái að vera kvennleg og karlinn karlmannlegur og saman halda þau heilbrigðu hjónabandi og fjölskyldugildum nútímans. Ef konan er framakona með há laun kemur karlinn inn sem umsjónarmaður barna og heimilis og ef karlinn er framamaður fer konan í hitt hlutverkið. Ef hins vegar báðir aðilar eru framafólk þá er farsælast að skiptast á hlutverkum innan fjölskyldurnar en ekki rembast við að viðhalda framanum úti á vinnumarkaðinum á sama tíma og gleyma börnum og fjölskyldunni.


« Fyrri síða

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband