27.12.2009 | 17:04
Sérhver dagur er einstakur. Njótum hans.
Frásögn af sjóslysi Guðmundi Sesar og Ívari Smára snertir mig. Eins og í einhverri bíómynd sér maður fyrir sér atburðarásina og maður gleymir stað og stund. Þvílíkt hugrekki við dauðans dyr. Þakka ég fyrir að deila þessari frásögn með okkur. Á sama tíma er tilkynnt hér á mbl.is sorglegt fráfall 35 ára karlmanns eftir að hafa lent í bílslysi og lætur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn. Þessar fréttir hafa farið eins og eldur um sinu á Facebook og mikil samhugur hjá fólki.
Megi æðri máttur vera þessum fjölskyldum styrkur í sorginni. Í báðum tilvikunum þekki ég ekki til þessa fólks, en mikið rosalega finn ég til með fjölskyldu þeirra.
Mikið ósköp verður maður vanmáttugur og lítill þegar maður les svona frásagnir og fréttir. Hugurinn leitar til þeirra sem liggja veikir, til þeirra sem berjast fyrir sinni tilveru og hinna sem syrgja.
Hversu þakklát verðum við að vera fyrir það eina að hafa heilsu og geta notið þess að vera í kringum þá sem maður þykir vænt um? Hversu mikilvægt er það fyrir okkur öll í íslensku samfélagi að sýna náungakærleik og njóta þess að lifa frá degi til dags? Ég óska þess að ráðamenn eins og við öll hafi kærleik að leiðarljósi á sama tíma og við leggjum af stað inn í erfitt ár.
Hér eru orð sem faðir minn kynnti fyrir mér fyrir löngu síðan og hann notaði sem hvatningu fyrir sig sjálfan og sína menn er hann starfaði sem slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli. Orð sem ég held mikið uppá.
People are unreasonable, illogical, and self-centered.
Love them anyway.
If you are kind, people may accuse you of selfish ulterior motives.
Be kind anyway.
If you are successful, you will win some false friends and true enemies.
Succeed anyway.
The good you do today will be forgotten tomorrow.
Be good anyway.
Honesty and frankness will make you vulnerable.
Be honest and frank anyway.
What you spend years building may be destroyed overnight.
Build anyway.
People need help, but may attack you if you try to help them.
Help them anyway.
In the final analysis, it is between you and God.
It was never between you and them anyway.
Við megum aldrei hætta að að trúa á það góða sem allir hafa og munum að það tekur jafnmikla orku að vera jákvæður og að vera neikvæður. Maður hefur val.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll vinur.
Ekki vitlaus pæling hjá karli föður þínum.
Svo er ein sem líka er jafnsönn.
Heiðraðu skálkinn svo hann skaði þig ekki.
Og
Það eru öngvir vasar á síðustu flíkinni.
Njóttu hækkandi ljóss og eigðu náðuga daga meðal fjölskyldu og vina.
Starfið hefst brátt, þó því hafi í raun aldrey lokið.
KV.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 28.12.2009 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.