Leita í fréttum mbl.is

Voru fasteigna- og bílalán í erlendri mynt ólögleg frá byrjun?

Í dag kom inn póstur til Hagsmunasamtaka Heimilanna (HH) frá virtum frćđimanni um málefni sem HH hefur veriđ međ í rannsókn í langan tíma og fengiđ fjölmarga lögfrćđinga og ađra til ađ leggja mat á. Um er ađ rćđa lögmćti lána frá íslensku lánveitendum í erlendri mynt. Mikilvćgi ţess ađ viđ fáum úr skoriđ um lögmćti ţessara skulda er mjög mikilvćgt áđur en skilanefndir binda enda á samningarviđrćđur milli erlendra kröfuhafa og gömlu bankanna.

 Ţessi grein sem hér birtist er sú sama og ţú finnur á Heimasíđu okkar á www.heimilin.is og er hvatning til okkar allra til ţess ađ leggja Hagsmunasamtökum heimilanna liđ međ ţví ađ gerast međlimir en sú sjálfbođavinna sem ţar á sér stađ er frábćr og er framlag Gunnars Tómassonar til ţessa málefnis stórt skref.

p.s. Skrá sig í dag - www.heimilin.is

 ________________________________________________________________________

Gunnar Tómasson hagfrćđingur og fyrrverandi starfsmađur AGS (IMF) til 25 ára sendi okkur(HH) ţennan póst í dag (03.09.09). Helstu ráđamenn ţjóđarinnar fengu afrit af póstinum.

"Ágćti formađur Hagsmunasamtaka heimilanna.
 
Í viđhengi er samantekt um ákvćđi laga nr. 38/2001 um vexti og verđtryggingu varđandi gengistryggingu höfuđstóls lána í íslenzkum krónum.
 
Ţađ er ótvírćtt ađ slík gengistrygging brýtur gegn 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna, og varđar refsingu skv. 17. gr.
 
Skađi lántakenda af ţessu broti lánastofnana veltur á hundruđum milljarđa kr.
 
Frá ţjóđhagslegu jafnt sem réttlćtissjónarmiđi ber ţví brýna nauđsyn til ađ fullt tillit sé tekiđ til skađabótaskyldu viđkomandi lánastofnana áđur en gengiđ er frá uppgjöri viđ erlenda og innlenda kröfuhafa gömlu bankanna.


Gunnar Tómasson

3. September 2009

 

Lög um vexti og verđtryggingu nr. 38/2001

 

1.  Lög um vexti og verđtryggingu nr. 38/2001 heimla íslenzkum lánastofnunum ađ „verđtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verđtryggingarinnar vísitala neysluverđs sem Hagstofa Íslands reiknar samkvćmt lögum sem um vísitöluna gilda og birtir mánađarlega í Lögbirtingablađi." (14. gr.)*

 

2.  Í athugasemdum međ frumvarpi til laga um vexti og verđtryggingu nr. 38/2001 segir svo um ákvćđi 13. og 14. gr. frumvarpsins:


    Í 1. mgr. er lagt til ađ heimildir til ađ binda skuldbindingar í íslenskum krónum viđ gengi erlendra gjaldmiđla verđi felldar niđur. Frá 1960 var almennt óheimilt ađ binda skuldbinding ar í íslenskum krónum viđ gengi erlendra gjaldmiđla. Ţessi almenna regla var tekin upp í lög nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o.fl. („Ólafslög"). Međ breytingum á ţeim áriđ 1989 var ţó heimilađ ađ gengisbinda skuldbindingar í íslenskum krónum međ sérstökum gengis vísitölum, ECU og SDR, sem Seđlabankinn birti. Ţessi breyting var liđur í auknu frelsi í gjaldeyrismálum á sínum tíma. Gengisbinding á grundvelli ţessara vísitalna hefur notiđ takmarkađrar hylli.


    Samkvćmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verđur ekki heimilt ađ binda skuldbindingar í íslenskum krónum viđ dagsgengi erlendra gjaldmiđla. Er taliđ rétt ađ taka af allan vafa ţar ađ lútandi. Taliđ er ađ samningar međ viđmiđun viđ gengisvístölu á grundvelli ákvćđisins í vaxtalögum séu mjög fáir. Í bráđabirgđaákvćđi IV er kveđiđ á um hvernig fariđ skuli međ innstćđur og samninga af ţessu tagi sem ţegar eru í gildi.



3.  Í septemberlok 2008 námu útistandandi gengistryggđ útlán innlánsstofnana samtals 2.851.930 milljónum kr.  Ţar af 1.439.015 mkr til fyrirtćkja, 1.057.842 mkr. til eignarhaldsfélaga og 271.384 mkr. til heimila.

 

4.  Höfuđstóll umrćddra lánasamninga er skilgreindur í íslenzkum krónum, og er ţví gengistrygging/binding ţeirra viđ „dagsgengi erlendra gjaldmiđla" skýrt brot á 13. gr. og 1. mgr. 14 gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verđtryggingu.

 

5.  Međ gengistryggingu höfuđstóls í íslenzkum krónum hafa lánveitendur í raun velt eigin gengisáhćttu yfir á viđskiptavini án heimilda í lögum, ţótt eđli málsins samkvćmt sé ekki hćgt ađ tengja einstök útlán á eignahliđ efnahagsreiknings lánastofnana viđ einstaka liđi á skuldahliđinni, hvort sem eru innlán í íslenzkum krónum eđa erlendar lántökur lánveitenda.

 

6.  Viđurlög viđ brotum á VI. kafla laga nr. 38/2001 (gr. 13-16) eru skilgreind í VII. kafla sem hér segir:

 

VII. kafli. Viđurlög og málsmeđferđ.
17. gr. Brot á VI. kafla laga ţessara varđa sektum nema ţyngri refsing liggi viđ broti samkvćmt öđrum lögum.
18. gr. Ef samningur um vexti eđa annađ endurgjald fyrir lánveitingu eđa umlíđun skuldar eđa dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald veriđ greitt ber kröfuhafa ađ endurgreiđa skuldara ţá fjárhćđ sem hann hefur ţannig ranglega af honum haft. Viđ ákvörđun endurgreiđslu skal miđa viđ vexti skv. 4. gr., eftir ţví sem viđ getur átt.

 
Virđingarfyllst,
 
Gunnar Tómasson, hagfrćđingur"

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Takk fyrir ţetta! Margur hefur kvatt sér hljóđs á ţessum vettvangi af minna tilefni. Fróđlegt verđur ađ fylgjast međ framvindunni.

Árni Gunnarsson, 3.9.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Kári Friđriksson

Ef ţetta er rétt og stenst orrahríđ lögfrćđinga,ţá mun ţetta bćta hag FJÖLMARGRA ÍSLENDINA svo um munar.Ég,međ bílalán.Var ráđlagt ađ miđa viđ erlenda mynt.(Fékk EKKI erlent lán)Ţúsundir íslendinga munu rétta úr kútnum ef ţeir fá til BAKA ţađ sem ofgreitt er miđađ viđ ţetta lögfrćđiálit.Svo vil ég ađ auki kvarta yfir fjölmiđlum,sem hafa veriđ "varđhundar auđvalds og valdhafa" í gegnum tíđina,(Baugsmiđlar,en líka margir ađrir) Beita "ţöggun" í málum sem varđa alţjóđ og MJÖG VILHÖLLUM fréttaflutningi af sumum málum. ER SUMUM borgađ, fyrir ađ reyna ađ heilaţvo íslensku ţjóđina til fylgis viđ INNGÖNGU í evrópusovétiđ. Hálf ţjóđin er á móti en ég held ađ fréttamenn og ritstjórar stjórni ţví ađ 80 til 90 % af fréttaefni er MEĐ  inngöngu.Munu sagnfrćđingar framtíđarinnar DĆMA fréttamenn sem SVIKARA viđ heiđarlega fréttamennsku og einnig viđ sjálfstćđi íslensku ţjóđarinna??? BERIĐ SAMAN HLUTFALL FRÉTTA UM ŢESSI MÁL. Kári Friđriksson.

Kári Friđriksson, 4.9.2009 kl. 01:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband