3.9.2009 | 23:03
Voru fasteigna- og bílalán í erlendri mynt ólögleg frá byrjun?
Í dag kom inn póstur til Hagsmunasamtaka Heimilanna (HH) frá virtum fræðimanni um málefni sem HH hefur verið með í rannsókn í langan tíma og fengið fjölmarga lögfræðinga og aðra til að leggja mat á. Um er að ræða lögmæti lána frá íslensku lánveitendum í erlendri mynt. Mikilvægi þess að við fáum úr skorið um lögmæti þessara skulda er mjög mikilvægt áður en skilanefndir binda enda á samningarviðræður milli erlendra kröfuhafa og gömlu bankanna.
Þessi grein sem hér birtist er sú sama og þú finnur á Heimasíðu okkar á www.heimilin.is og er hvatning til okkar allra til þess að leggja Hagsmunasamtökum heimilanna lið með því að gerast meðlimir en sú sjálfboðavinna sem þar á sér stað er frábær og er framlag Gunnars Tómassonar til þessa málefnis stórt skref.
p.s. Skrá sig í dag - www.heimilin.is
________________________________________________________________________
Gunnar Tómasson hagfræðingur og fyrrverandi starfsmaður AGS (IMF) til 25 ára sendi okkur(HH) þennan póst í dag (03.09.09). Helstu ráðamenn þjóðarinnar fengu afrit af póstinum.
"Ágæti formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Í viðhengi er samantekt um ákvæði laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu varðandi gengistryggingu höfuðstóls lána í íslenzkum krónum.
Það er ótvírætt að slík gengistrygging brýtur gegn 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna, og varðar refsingu skv. 17. gr.
Skaði lántakenda af þessu broti lánastofnana veltur á hundruðum milljarða kr.
Frá þjóðhagslegu jafnt sem réttlætissjónarmiði ber því brýna nauðsyn til að fullt tillit sé tekið til skaðabótaskyldu viðkomandi lánastofnana áður en gengið er frá uppgjöri við erlenda og innlenda kröfuhafa gömlu bankanna.
Gunnar Tómasson
3. September 2009
Lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001
1. Lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 heimla íslenzkum lánastofnunum að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar samkvæmt lögum sem um vísitöluna gilda og birtir mánaðarlega í Lögbirtingablaði." (14. gr.)*
2. Í athugasemdum með frumvarpi til laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 segir svo um ákvæði 13. og 14. gr. frumvarpsins:
Í 1. mgr. er lagt til að heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla verði felldar niður. Frá 1960 var almennt óheimilt að binda skuldbinding ar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Þessi almenna regla var tekin upp í lög nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o.fl. (Ólafslög"). Með breytingum á þeim árið 1989 var þó heimilað að gengisbinda skuldbindingar í íslenskum krónum með sérstökum gengis vísitölum, ECU og SDR, sem Seðlabankinn birti. Þessi breyting var liður í auknu frelsi í gjaldeyrismálum á sínum tíma. Gengisbinding á grundvelli þessara vísitalna hefur notið takmarkaðrar hylli.
Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi. Talið er að samningar með viðmiðun við gengisvístölu á grundvelli ákvæðisins í vaxtalögum séu mjög fáir. Í bráðabirgðaákvæði IV er kveðið á um hvernig farið skuli með innstæður og samninga af þessu tagi sem þegar eru í gildi.
3. Í septemberlok 2008 námu útistandandi gengistryggð útlán innlánsstofnana samtals 2.851.930 milljónum kr. Þar af 1.439.015 mkr til fyrirtækja, 1.057.842 mkr. til eignarhaldsfélaga og 271.384 mkr. til heimila.
4. Höfuðstóll umræddra lánasamninga er skilgreindur í íslenzkum krónum, og er því gengistrygging/binding þeirra við dagsgengi erlendra gjaldmiðla" skýrt brot á 13. gr. og 1. mgr. 14 gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.
5. Með gengistryggingu höfuðstóls í íslenzkum krónum hafa lánveitendur í raun velt eigin gengisáhættu yfir á viðskiptavini án heimilda í lögum, þótt eðli málsins samkvæmt sé ekki hægt að tengja einstök útlán á eignahlið efnahagsreiknings lánastofnana við einstaka liði á skuldahliðinni, hvort sem eru innlán í íslenzkum krónum eða erlendar lántökur lánveitenda.
6. Viðurlög við brotum á VI. kafla laga nr. 38/2001 (gr. 13-16) eru skilgreind í VII. kafla sem hér segir:
VII. kafli. Viðurlög og málsmeðferð.17. gr. Brot á VI. kafla laga þessara varða sektum nema þyngri refsing liggi við broti samkvæmt öðrum lögum.
18. gr. Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur"
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
-
godsamskipti
-
gummisteingrims
-
andres
-
dofri
-
sigmarg
-
gattin
-
agustolafur
-
ellyarmanns
-
emmgje
-
finnurtg
-
tommi
-
hipporace
-
arnheidurmagg
-
formula
-
baldvinj
-
launafolk
-
dullur
-
gisgis
-
eirikuro
-
erla
-
folkerfifl
-
fridrikof
-
ulfarsson
-
gerdurpalma112
-
gudni-is
-
gullvagninn
-
jarnskvisan
-
id
-
fun
-
jamesblond
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
ludvikludviksson
-
magnusmar
-
marinogn
-
maggimur
-
hux
-
rrs
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
sigurjons
-
snorrima
-
spurs
-
vala
-
thordisb
-
tbs
-
thrudur
-
vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta! Margur hefur kvatt sér hljóðs á þessum vettvangi af minna tilefni. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindunni.
Árni Gunnarsson, 3.9.2009 kl. 23:15
Ef þetta er rétt og stenst orrahríð lögfræðinga,þá mun þetta bæta hag FJÖLMARGRA ÍSLENDINA svo um munar.Ég,með bílalán.Var ráðlagt að miða við erlenda mynt.(Fékk EKKI erlent lán)Þúsundir íslendinga munu rétta úr kútnum ef þeir fá til BAKA það sem ofgreitt er miðað við þetta lögfræðiálit.Svo vil ég að auki kvarta yfir fjölmiðlum,sem hafa verið "varðhundar auðvalds og valdhafa" í gegnum tíðina,(Baugsmiðlar,en líka margir aðrir) Beita "þöggun" í málum sem varða alþjóð og MJÖG VILHÖLLUM fréttaflutningi af sumum málum. ER SUMUM borgað, fyrir að reyna að heilaþvo íslensku þjóðina til fylgis við INNGÖNGU í evrópusovétið. Hálf þjóðin er á móti en ég held að fréttamenn og ritstjórar stjórni því að 80 til 90 % af fréttaefni er MEÐ inngöngu.Munu sagnfræðingar framtíðarinnar DÆMA fréttamenn sem SVIKARA við heiðarlega fréttamennsku og einnig við sjálfstæði íslensku þjóðarinna??? BERIÐ SAMAN HLUTFALL FRÉTTA UM ÞESSI MÁL. Kári Friðriksson.
Kári Friðriksson, 4.9.2009 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.