Leita í fréttum mbl.is

Höfum við efni á að leiðrétta höfuðstól íbúðarlána?

Margir fræðingar og stjórnmálamenn hafa tjáð okkur að staðan á ríkissjóði og í efnahagskerfinu sé þannig að það sé ekki til í dæminu að við getum á nokkurn hátt leiðrétt höfuðstól fasteignalána vegna þess að við eigum ekki fjármagn til þess. Án þess að dæma sjálfan mig sem fræðing á því sviði sem leyfir sér að fullyrða slíkt langar mig að spyrja einfaldari spurningu sem lítur meira að almennri skynsemi.

Þegar 9.600.000 verðtryggt íbúðarlán hjá Landsbankanum (tekið 15. júlí 2007), breyttist á 26 mánuðum í 12.690.000 eða hækkaði um 3.690.000 eða að meðaltali kr. 150.000 á mánuði. Hvaðan komu þessir seðlar til Landsbankans? Hvaðan kom þessi upphæð til þeirra? Að sjálfsögðu skrifaði ég undir lánið vitandi að verðtryggingin gæti gert þetta, eða látið það bólgna svona.

Hinsvegar spyr ég hvort þessi 3.690.000 sé fjárhæð sem bankinn eigi einhliða rétt á að eignast, sérstaklega þegar forsendur á lánasamningum sem ég skrifaði undir er brostinn.

Þá spyr ég þessa fræðinga hversu áþreifanlegir fjárhæðin 3.690.000 kr hækkunin er hjá þeim? Hversu mikla seðla þarf Landsbankinn til þess að leiðrétta þennan höfuðstól? Hversu réttlátt er það fyrir bókhald bankanna að eignfæra þessa 3.690.000 kr. skuld sem sín eign í bókhaldinu?

Á meðan ég spyr á svona einfaldan hátt má ég ekki gleyma því að Landsbankinn fékk á sama tíma hjá mér seðlagreiðslu (þessa 26 mánuði) kr. 52.000 að meðaltali fyrir greiðslu á vöxtum og höfuðstól. Það gerir kr. 1.325.000 af mínum skattskyldu launum samalagt þess 26 mánuði.

Í samantekt sjáum við að Landsbandbankinn hefur á þessum tíma náð að gera mig ábyrgan fyrir upphaflegum höfuðstól að kr. 9.600.000 (með veði í húsi sem hefur lækkað um 28% á 26 mánuðum) náð að eignfæra aukalega kr.3.690.000 á þessu tímabili og fengið einnig greiðslu í seðlum upp á 1.325.000 (samtals 14.615.000).

Ef ég væri Landsbankamegin væri ég skoti ánægður með viðskiptin.

 Samtals hefur Landsbankinn (sem er ábyrgur fyrir Icesave klúðrinu) náð mér í þrældóm fyrir sig og að auki þarf ég að borga þeim fyrir að þræla fyrir þá og fæ í staðin að gista í húsinu mínu.

Þegar fræðingar og þingmenn segja mér síðan að Landsbankinn hafi ekki efni á að leiðrétta þessa fasteignskuld, spyr ég, hef ég efni á þeim aðstæðum sem ég er í?

Athugið að hér er um að ræða upphaflegt lán upp á 9.600.00 í fasteign sem var keypt fyrir kr.32.500.00. Þið getið rétt ímyndað ykkur ef lánið hefði verið hærra?

Réttlæti milli skuldara og lánveitanda er í þeirri stöðu á sá síðarnefndi heldur allri þjóðinni í þrældóm og þingmenn, einstaklingar sem við kusum til þess að gæta hagsmuna okkar mæta í þingsali og umræðuþætti og verja lánveitendur til hins ýtrasta. 

Hvað verða heimilin í landinu að gera til þess að fá réttlætið til þess að sigra óréttlætið?

Það er fyrir slíkan málstað sem www.heimilin eru að berjast fyrir. Mig  grunar að þú sem lest þetta sért ekki í ósvipuðum aðstæðum. Skráðu þig í dag, láttu í þér heyrast. www.heimilin.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Halli, ég myndi spyrja:  Höfum við efni á að leiðrétta EKKI höfuðstól íbúðalána?

Marinó G. Njálsson, 6.9.2009 kl. 15:55

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þetta eru góðar spurningar, Haraldur. Önnur spurning er hvar fékk Landsbankinn þessa peninga og á hvaða vaxtakjörum? (Bankinn er í jú grunninn miðlari sem tekur við peningum og lánar út.)

38% nafnávöxtun á 26 mánuðum er svakalega fín ávöxtun. Ég veit ekki til að innlánsvextir hafi verið svo háir á þessum tíma, þó svo þeir voru reyndar rosalega háir þar til þeir fóru að lækka nú í vor.

Skeggi Skaftason, 6.9.2009 kl. 16:15

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sammála Marínó.

Sem þjóð, höfum við ekki efni á, að gera flesta sem eru á manndómsárum sínum, gjaldþrota eða koma þannig fram við þetta fólk, að það telji sínum hag mun beur borgið í útlöndum við störf fjarri frændum og vinum.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 6.9.2009 kl. 17:53

4 Smámynd: Hörður Halldórsson

Fólk er ekki að biðja um skuldaniðurfellingu,Bara burtu með þetta  endalausa dobl og re-dobl á lánum.

Hörður Halldórsson, 6.9.2009 kl. 18:16

5 identicon

Þetta var góður pistill.  Takk fyrir.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 19:25

6 identicon

Ég er einn af þeim sem á peninga inná verðtryggðri bók. Bankinn er sem sagt milliliður milli mín og þín. Nú vilt þú að höfuðstóllinn sé "leiðréttur" miðað við hvað þú telur sanngjarnt. Mér finnst sanngjarnt að þú borgir með fullum verðbótum, það er það sem þú lofaðir að gera þegar þú fékkst þessa peninga mína að láni. Vissulega hefði ég getað sett peningana í evrur eða dollara, sleppt því að lána þér. Það verður kanski svo í framtíðinni, engar verðbætur og engin lán. Ekki kem ég til með að tapa á því.

sigkja (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 20:02

7 identicon

 Sigkja er sanngjart að við hin borgum fyrir þín innlán eins og gerðist þegar neyðarlögin voru sett og allar innistæður tryggðar upp í topp. Er það sanngjart?

nýjung (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 20:59

8 identicon

Þar sem þið viljið hafa aðgang að mínum peningum þá hafið þið boðið það að innlán mín séu tryggð og með fullar verðbætur. Ekki bað ég ykkur um að taka lán, þyð báðuð um það og samþykktuð skilmálana. Það er sanngjarnt að þið standið við ykkar hlut þegar ég hef staðið við minn. Þið ákváðuð að taka áhættu, ekki ég.

sigkja (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 22:10

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

sigkja, takk fyrir að lána okkur peningana þína. Þú ert væntanlega að tala um bundinn innlándsreikning til þriggja ára, öðruvísi fást ekki verðtryggðir vextir. Það liggja ekki rosa miklir peningar á svoleiðis reikningum. Megnið af peningunum sem bankar lána út er fengið annars staðar frá.

Hvað ertu annars búin(n) að fá mikla vexti og verðbætur síðan 1. janúar 2007? 40% eða svo?  Meira??  Þú heppinn!!

Það bað engin fólk um að taka lán, en fólk þarf nú einu sinni að hafa þak yfir höfuðið. Það teljast mannréttindi, ekki áhættufíkn eða óþarfa lúxus.

Skeggi Skaftason, 6.9.2009 kl. 23:38

10 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér fyrir góðan og skilmerkilegan pistil Haraldur. 

Ég tek einnig undir með Marinó, höfum við efni á að leiðrétta EKKI höfuðstól íbúðalána ?

Hið sorglega er að tækifærið virðist vera að renna stjórnvöldum úr greipum, sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.9.2009 kl. 11:40

11 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sigkja-

Hvar værir þú staddur/stödd með þína fúlgur fjár ef engin hefði fengið lán? Græðgin hefur yfirtekið marga og það er ekki gott. Hófsemi hefur verið á undanhaldi sl. ár en mikið ósköp vona ég að þar verði á breyting.

Haraldur Haraldsson, 8.9.2009 kl. 22:31

12 Smámynd: Hannes

Þegar bankarnir hrunda þá tryggði ríkið innistæður þeirra sem áttu pening til fulls og settu miljarða inn á sjóði sem þeim bar enginn skylda til að gera til að minnka tap þeirra sem áttu pening.

En þeir sem eru með húsnæðislán fá bara lána lengingu sem er ekkert nema frestun á vandanum og gerir hann enn verri viðureignar seinna meir. Eina lánið sem maður gat tekið var verðtryggt lán til kaupa á húsnæði eða erlent innlend óverðtrygð íbúðarlán hefði sett alla venjulega menn beina leið í gjaldþrot hefð það staðið til boða.

Það er hægt að gera ekkert en það mun kosta fjöldagjaldþrot og að fólksflotti verði mikill frá landinu.

Ef það að eignast þak yfir höfuðið kostar ævilangt skuldafangelsi þá er best að flýja land og koma aldrei aftur.

Bless 

Hannes, 8.9.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband