7.6.2009 | 16:22
Þeir sem landinu stjórna eru að gleyma sér.
Hugsjón um betri kjör heimila í landinu hafa gleymst. Sá stjórnmálamaður sem eyðir sínum tíma í að huga að fólkinu í landinu er ekki til staðar. Vinnan einkennist að því að vinna og endurbæta stofnanir með hagfræði að leyðarljósi. Hver er markhópur þingheims, fyrir hverja eiga þeir að vinna?
Erla Karlsdóttir skrifar athugasemd við blogg hjá Maríó Njálssyni og segir:" Skv. viðtali við fjármálaráðherra í "Ísland í dag" á Stöð 2 þann 26. maí þá taldi hann upp ríkissjóð, íbúðalánasjóð, lífeyrissjóðina og sveitarfélögin sem helstu máttarstólpa þjóðfélagsins, þar eru heimilin í landinu eða þegnarnir ekki teknir með sem helstu grunnstoðir samfélagsins því miður!"
Þetta fékk mig til að hugsa um þá staðreynd að það er ekkert verið að gera fyrir heimilin. Endalaust er verið að vinna að því að gera okkur erfiðara og erfiðara að lifa góðu lífi. Með "hagkvæmari" lausnum frá þingheim er orðið erfiðara og erfiðara að reka heimilin í landinu. Margt fólk hugsar til flutnings úr landi. Því er mjög líklegt að þegar sala fasteigna fer aftur í gang munu margir selja og flytja erlendis.
Jóhanna Sigurðardóttir tók það skýrt fram að meirihluti á ennþá meiri eignir en skuldir, sem betur fer. En að geta látið þetta út úr sér er ekki í lagi. Ég fullyrði að 95% heimila eiga í miklum vandræðum að láta enda ná saman. Hvað hefur hækkað að undanförnu? Íbúðarlánin (höfuðstóll og afborganir), öll önnur lán t.d. bílalán, bensín, matur, tryggingar, skólamatur, frístundarklúbbar barnanna, nánast hver einasti liður í fastakostnaði hefur hækkað gríðarlega. Hvað hefur lækkað? Laun (hvert einasta fyrirtæki hafa beygt starfsfólk sig undir launalækkanir...þeir sem samþykkja ekki slíkt eru látnir fara), verðmæti íbúðar, afföll af bílum er gríðarlegt.
Hvað er síðan á dagskrá þings á næstunni?
(ps. kíkið á þessi orð Jóhönnu) http://www.althingi.is/johanna/greinar/safn/000017.shtml
Endilega kíkið á samfélagssáttmála Hagsmunasamtaka heimilanna.
Dagskrá alþingis næstu daga.
08.06.2009 08:15 Fundur í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 08:30 Efnahags- og skattanefnd og viðskiptanefnd 09:00 Fundur í utanríkismálanefnd 09:15 Fundur í umhverfisnefnd 15:00 Þingfundur | 09.06.2009 08:30 Fundur í allsherjarnefnd 08:30 Fundur í félags- og tryggingamálanefnd 12:00 Fundur í fjárlaganefnd 13:30 Þingfundur |
10.06.2009 13:30 Þingfundur | 11.06.2009 10:30 Þingfundur |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei, heimilin eru EKKI grunnstoðir Skuldalands. Milljónirnar mega enn hlaðast ofan á skuldir heimilinnna í Skuldalandi. Líka þeirra sem voru ekki með í eyðslu-vitleysunni. Við megum bara lifa við það að þýfi hafi verið bætt ofan á skuldirnar okkar þvert gegn okkar vilja.
EE elle (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 20:27
Þið eigið þakkir skyldar fyrir ykkar vinnu og ég er algjörlega sammála því að það þarf að gera meira fyrir heimilin í landinu. Núna þegar kreppan er á fullu skriði munu margar fjölskyldur brotna. Eftir sitja börnin sem horfa upp á foreldra sína kykkna undan skuldum og basli. Það er eitt sem mig langar til að stinga upp á við ykkur samtökin. Þ.e. að settur verði saman hópur fólks, t.d. félagsráðgjafa, hagfræðinga og annarra sem málið varða, og sett verði fram fjölskyldustefna á við það sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Það er löngu orðið tímabært að það sé gert og þá sérstaklega í því umhverfi sem við búum við núna. Til hvaða viðbragða á að grípa þegar fjölskylda brotnar? Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir það? Hvað kostar að lifa fyrir vísitölufjölskylduna? Hvaða félagslega stuðning fá fjölskyldur í vanda? Nefnd sem setti yrði á fót gæti svarað þessum spurningum og komið með tillögur til úrbóta. þessu yrði síðan beint til stjórnvalda og kallað eftir viðbrögðum þeirra. Hvernig standa t.d. þeir sem ekki hafa rétt á atvinnuleysisbótum eða eru að missa slík réttindi? Síðast þegar ég vissi var sú upphæð sem fólk fékk til framfærslu hjá svietarfélögum, rétt um 90 þúsund á mánuði. Eitthvað hefur það þó hækkað. það sér samt hver heilvita maður að það gengur ekki upp að lifa á slíkum bótum. En einhver öfl í samfélaginu hafa alla tíð reynt að koma í veg fyrir að sett væri fjölskylduvæn stefna og að reiknað væri út hvað meðal einstaklingur þurfi til að komast af. Ég veit svo sem að þið eruð í vinnu upp fyrir haus, en allt í lagi að hafa þetta bak við eyrað.
Kveðja
Valsól
Valsól (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 10:36
Þetta er alveg rétt hjá þér Haraldur, það er eins og stjórnmálamenn hafi gelymt þeirri staðreynd að án einstaklinga, fjölskyldna og heimila er ekker þjóðfélag og þá er enginn ríkissjóður, sveitarsjóður, íbúðalánasjóður, lífeyrissjóður eða bankar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 8.6.2009 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.