Leita í fréttum mbl.is

Stjórnin búin að starfa í 15 daga og þetta er fyrsta afrekið!

Átta milljarðar auknar skuldir á heimilin í landinu vegna hækkunar á Marlboro (tópaki) og Egils Gulli (áfengi). Á meðan lækkar virði fasteigna okkur um aðrar eins fjárhæðir. Sú reikniaðferð sem notuð er við útreikning á verðtryggðum lánum er órettlát og gölluð. Þeir sem geta sannfært mig um annað eru snillingar. Það er ekki laust við það að maður er farinn að missa alla trú á mannveruna sem slíkri því svik og prettir, óheiðarleiki og þvæla eru orðnar þær dyggðir sem stjórnendur landsins tileinka sér þegar þeir hafa tekið við valdasprota lýðveldisins. Ætlum við að láta vaða svona yfir okkur???????????????????
mbl.is Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ósvífnin er ólýsanleg.  Stýringin er komin í gang.   Vaðið yfir fólkið með skattpíningu og vísitöluhækkunum eina ferðina enn. Viljum við búa í svona rotnu landi?  Það liggur við að maður gráti. 

EE elle (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 23:00

2 identicon

Ágætu Íslendingar....stjórnmálamenn, hvort hægri eða vinstri eru eingöngu strengjabrúður afla sem raunverulega ráða ferðinni. AGS leggur línurnar og við því er ekkert að segja...þið verðið bara að borga brúsann..life's a bitch.

Leitið svara á Youtube og flettið eftir:

Money As Debt (1 of 5)

Paul Grignon's 47-minute animated presentation of "Money as Debt" tells in very simple and effective graphic terms what money is and how it is ...

Ef þið viljið síðan vita meira....leitið eftir Bildenbergs, eða bildenberg group.

eman (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 23:06

3 identicon

Hér er verið að lýsa kerfi verðtryggingarinnar.

Ég veit ekki til þess að sjálfstæðismenn vilji hætta með verðtrygginguna.

Þeir hækkuðu þessa sömu skatta fyrir skömmu síðan.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 23:24

4 identicon

Það boðar venjulega úrræðaleysi, málefnafátækt og hræðslu, þegar stjórnmálamenn mæla fyrir hækkunum á áfengi og tóbaki.  Það vill helst enginn viðurkenna, að hann sé háður tóbaki og að hækkun þess komi við budduna. Þessvegna segir enginn neitt þótt tóbakið hækki, sama hversu dýrt  það er fyrir.  Samt vitum við öll, að stór hópur reykingafólks er láglaunafólk, útigangsfólk og öryrkjar. Fólk, sem einhverra hluta vegna hefur ekki haft viljastyrk til að hætta. Vínneyslan nær til breiðari hóps, og heyrast frekar kvartanir varðandi hækkun áfengis, einkum frá veitingamönnum. Hinsvegar kvartar útigangsfólkið aldrei, sem er hvað háðast þessum varningi og hefur ekki möguleika á að höndla í  fríhöfnunum eða verða sér út um þennan neysluvarning á neinskonar afslætti, nema með betli. Ég hefði ekki trúað, að núverandi ríkisstjórn væri komin niður á það plan, að   misnota sér eymd annarra með þessum hætti. Það græðir enginn á þessum gjörningi. Var skjaldborgin um  heimilin kanski bara skýjaborg?

kolbrún Bára (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 00:31

5 identicon

Ég er hissa á að ríkisstjórnin ætli að beita sömu aðferðum við skatttöku og Sjálfstæðismenn hafa stundað. Ég hefði miklu frekar viljað sjá beina skatta hækkun. hækka skattprósentuna almennt og setja á verulegan hátekjuskatt. Þá meina ég hækka skatta % á tekjur  yfir 5 - 600 þúsund á mánuði. Það er augljóslega nóg af fólki í samfélaginu sem má sjá af aurnum og því ber þeim að leggja sitt af mörkum.

Ég man ekki betur en að ríkisstjórnin hafi lofað að hlífa þeim sem minnst meiga sín. En hækkun á bensíni,tópaki og áfengi hlífir engum. Ekki einusinni þeim sem ekki nota þessar vörur. Því að augljóslega hækka lánin í samræmi við verðbólguna sem þessar hækkanir valda.

Það þarf að ná þessum peningum frá þeim sem eiga þá til en ekki frá þeim sem eiga ekki neitt.

Hanna (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 09:06

6 identicon

Hvar er skjaldborgin um heimilin sem var talað um?  Ég hreinlega auglýsi eftir henni!!!

Það þarf að taka á grunni verðtryggingarinnar í það minnsta - er það sanngjarnt að ef áfengi og tóbak hækkar - þá hækka lánin okkar og það mikið???

 Þetta verður að endurskoðast og það strax!! 

Inga (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 13:09

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Haraldur ég get alveg rökstutt það að verðtrygging lána geti átt rétt á sér. Vandamálið er ekki fyrst og fremst verðtryggingin.

Vandamálið í dag eru fáránlega háir stýrivextir, byggðir á því þróun neysluvísitölu 12 mánuði aftur í tímann. Með því er þjóðinni talin trú um að verðbólga sé 11,9% þegar engin undirliggjandi verðbólga er til staðar. Á sama tíma eru hjól atvinnulífsins að stöðvast.

Við þurfum nýja búsáhaldabyltingu. Skilti sem á stendur: Óhæf ríkisstjórn og Seðlabankastjórann heim.

Sigurður Þorsteinsson, 29.5.2009 kl. 20:34

8 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Gunnlaugur þú ert greinilega að tala sennilega fyrir borgun en ekki frá hjartanu.Í kvöldfréttum var sagt að Baugur og tengd félög hefðu stutt SF landráðaflokinn með rúmlega 40 millum,er kannski tenging á milli 40 milljóna og þessa einharða áhuga á inngöngu í ESB ég spyr bara???Baugur og tengdar verslanir hér á landi eru sennilega um 60-80% af öllum verslunum hér á landi og þeirra mesti gróði væri að komast í ESB geta flutt inn vörur ódýrt og ekki versla við innlendan iðnað og framleiðslu og þar með setja það á hausinn.Þetta er manni farið að gruna án þess að vita,kannski vita einhverjir eitthvað meira hérna á blogginu??Mér finnst nú helvíti hart af þessari aumu ríkisstjórn að ætla að láta okkur borga fyrir fjárglæframennsku þessara manna og líka að koma okkur í ESB galeiðuna.Er ekki nóg komið nú held ég að þjóðin þurfi að taka völdin og koma landinu í lag aftur,það erum við sem getum það en ekki ESB einsog kvislingarnir halda eða reyna að segja þjóðinni það með hvítum lygum.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 29.5.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband