Leita í fréttum mbl.is

Ætlar fólk virkilega að kjósa yfir sig aukna skatta og aukin greiðslubyrgði?

Flestir af stjórnmálaflokkunum vilja og berjast fyrir auknum tekjum í kassa ríkissjóðs sem er ábyrg hugsun. Þá eru til nokkrar leiðir. Auðveldasta leiðin er að hækka skatta og gjöld. Nú þegar matarpokinn er á ca. 7000 kr., bílalánin út úr öllu korti, og annar fastakostnaður heimilanna að gera okkur öll brjáluð er þá aukin skattbyrgði lausn sem við þurfum? Ef við viljum það erum við að setja samþykki fyrir því að almenningur eigi að borga fyrir brjálæði í of-fjárfestingum fárra auðmanna. Önnur úrræði í tekjuaukningu er að ýta við tekjupóstum ríkisjóðs (vsk, innflutningsgjalda, tolla o.fl.). Til þess að svo gerist þarf að ýta við efnahagslífinu með því að létta því róðurinn. Það er líka einföld aðgerð en þarf einungis vilja stjórnvalda. Þannig skapast störf, fyrirtækin fara af stað og hjól atvinnulífsins fara að snúast. En ætli aukin skattbyrgði geti haft slík áhrif?

Nú eru sveitarfélögin líka farin að láta í sér í heyra og í kvöldfréttum Rúv í vikunni voru sveitastjórar nokkurra sveitafélaga óhressir. Þá eru þeir loksins farnir að láta í sér heyra að höfuðstóll lána sé að ganga frá þeim. Þessi óeðlilega hækkun verðbóta er að ganga frá þeim.

Með því að kjósa yfir okkur aukna skatta og meiriháttar niðurskurð í framkvæmdum erum við að horfa á mjög langa kreppu. Vil ég hund heita að eftir 4 ár og tæpar 2 vikur verðum við kominn með upp í háls af boðum, bönnum og auknu skattbyrgði.

Hófsemi er af hinu góða og gildir það einkanlega um ávöxtun eigin fjár. En það er ekkert að því að hagnast og "græða". Það er á ábyrgð stjórnvalda að það sé hægt að hagnast af hófsemi halda og stuðla að því að fyrirtæki blómstri og ráði í fleiri störf, og fólkið í landinu nái endum saman um hver mánaðamót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrifa Rétt Haraldur,það á að lækka aðallega laun þeirra sem hafa mest hjá hinu opinbera,en þar eru um ótrúlega upphæðir að ræða,byrja skal á Ríkisútvarpinu.Hækkaðir verða skattar á ofurlaunagengið,og fjármagnstekjuskattur verður hækkaður um 1-2%.Ofurlaunagengin eiga stóran þátt í því hvernig komið er fyrir vorri þjóð.Talað var um að skattur yrði hækkaður hjá þeim sem hafa yfir 300 til 400,þús á mánuði.Það eru flokksdindlar í SjálfstæðisFLokknum sem eru hinir raunverulegu arðræningjar í þjóðfélaginu,með hækjunni Framsókn.Og hafðu það.Bara orðið ´´skattahækkanir,, vekja manni óhug.RæningjaFLokkurinn á Háaleitisbraut 1 , þykist hafa lausnir,bölvuð lygi og fals allt sem þaðan kemur.Gengið í Valhöll,heldur að ÞJÓÐIN sé FÍFL.

Númi (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 13:10

2 Smámynd: Brattur

Við þurfum að borga meiri skatta næstu árin, það þar að skera niður í ríkisútgjöldum en það þarf líka að blása til sóknar í atvinnulífi...

Það er örugglega einn flokkur sem ekki er hægt að  treysta fyrir þeim erfiðu verkefnum sem framundan bíða og það er:

Sjálfstæðisflokkurinn.

Brattur, 18.4.2009 kl. 16:55

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Með aðferð ríkisstjórnarinnar  að hækka skatta á fólk og fyrirtæki er verið að tryggja lægri skatttekjur sem mun nema tugum prósenta.  Ríkið mun ekki fá hærri tekjur með þessari aðferð, þvert á móti.  Skattahækkun mun endanlega ganga frá fjölda einstaklinga og þá heimila um leið og sama má segja um fyrirtæki sem eru nú negar á barmi gjaldþrots og þar með fleirri á atvinnuleysisskrá.

Það er eins og ríkisstjórnarflokkarnir haldi að eftir því sem fleirri eru á atvinnuleysisbótum og/eða á launaskrá hjá ríkinu, munu tekjur ríkisins aukast í formi skatttekna.  En það er með þetta eins og svo margt annað sem kemur frá þessum flokkum, þeir virðast hvorki þekkja né skilja raunveruleikann.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.4.2009 kl. 16:58

4 identicon

Það gildir einu hverju lofað er og hverjir komast til valda að skattahækkanir eru óuflýjanlegar.

Þetta er bara spurning hvernig á að dreifa þeirr skattbyrði.

Treysti bara VG til að gera það á sanngjarnan hátt.

Þetta verður ekki umflúið alveg sama þó Sjálfstæðisflokkurinn lofi öðru til að slá ryki í augu fólks. Það er bara lýðskrum.

Hann lofaði fyrir tveimur árum að hækka ekki skjatta, jafnvel lækka.  

Hvað gerðist um síðustu áramót.  Flöt hækkun á alla.  

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 17:08

5 identicon

Tillögur VG í skattamálum:

1.     Þrepaskiptur hátekjuskattur. Tillögur VG ganga út að þau 4% þjóðarinnar sem hafa á bilinu 500 -700 þús.  í mánaðarlaun greiði 3% álag á laun þar fyrir ofan (mest  6000 kr.) en þau 3,5 % þjóðarinnar sem hafa yfir 700 þúsund í laun greiði 8% álag á tekjur þar fyrir ofan. 92.5 % skattgreiðenda yrði hins vegar hlíft við skattahækkunum.
2.      Breyttur fjármagnstekjuskattur til að hlífa almennum sparnaði en færa skattbyrðina yfir á hærri fjármagnstekjur. Tilögur VG ganga út á að fjármagnstekjur undir 120 000 kr. á ári verði skattfrjálsar en þar yfir verði hlutfallið 14% í stað 10% nú, sem er þó mun lægra en í nágrannaríkjum okkar. Gera má ráð fyrir að með þessu móti muni rúm 90% einstaklinga og 70% hjóna hætta að greiða fjármagnstekjuskatt, skattbyrðin færðist að langmestu leyti yfir á mjög háar fjármagnstekjur.
3.      Reiknað endugjald. VG leggur til að þeim sem hafa umtalsverðar fjármagnstekjur en telja engar launatekjur fram verði gert að reikna sér endurgjald svo að þeir t.d. greiði útsvar til sveitarfélaga og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra, líkt og aðrir skattgreiðendur.
4.      Engin áform um  eignarskatt þótt skoðað verði hvort einhver tegund samræmdrar skattlagningar á mjög tekjuhátt stóreignafólk komi til greina.
5.      Aðgerðir gegn skattsvikum. Tillögur VG miða að því að koma í veg fyrir undanskot í skattaskjól og bæta aðgang skattyfirvalda að upplýsingum, m.a. með því að setja laga´kvæði um að bankaleynd gildi ekki gagnvart skattyfirvöldum og opinberum saksóknurum. VG vill einnig herða viðurlög og auka eftirlit með skattsvikum. 

Bobbi (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 17:18

6 Smámynd: Brattur

Tómas... við erum að tala um að þeir borgi skatta sem það geta... ekki leggja óbeina skatta á sjúklinga og gamalt fólk eins og mér sýnist Sjálfstæðisflokkurinn vilja gera...

Brattur, 18.4.2009 kl. 17:19

7 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Ekki allur skattur er nefndur skattur, Sjálfstæðisflokkurinn er með snilldar áform um að pína þá sem minnst mega sín, t.d. öryrkja og sjúklinga. Flokkurinn treystir að fátæka fólkið sé svo heimskt að það átti sig ekki á því!

Björn Halldór Björnsson, 18.4.2009 kl. 21:02

8 identicon

Sæll Haraldur

Af fenginni reynslu síðustu 18 ára þá treysti ég hreinlega ekki SjálfstæðisFLokknum og því fólki sem þar er í forystu til að leiða okkur út úr þessum pytti sem þeir því miður komu okkur í.

Kveðja

Ásta B (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 00:00

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ættum við frekar að kjósa trausta efnahagsstjórn sjálftökuflokksins?  Ég geri það aldrei aftur, ég kaus Þennan spillta flokk í 30 ár og mun ekki gera það aftur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.4.2009 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband