Leita í fréttum mbl.is

Ætlar fólk virkilega að kjósa yfir sig aukna skatta og aukin greiðslubyrgði?

Flestir af stjórnmálaflokkunum vilja og berjast fyrir auknum tekjum í kassa ríkissjóðs sem er ábyrg hugsun. Þá eru til nokkrar leiðir. Auðveldasta leiðin er að hækka skatta og gjöld. Nú þegar matarpokinn er á ca. 7000 kr., bílalánin út úr öllu korti, og annar fastakostnaður heimilanna að gera okkur öll brjáluð er þá aukin skattbyrgði lausn sem við þurfum? Ef við viljum það erum við að setja samþykki fyrir því að almenningur eigi að borga fyrir brjálæði í of-fjárfestingum fárra auðmanna. Önnur úrræði í tekjuaukningu er að ýta við tekjupóstum ríkisjóðs (vsk, innflutningsgjalda, tolla o.fl.). Til þess að svo gerist þarf að ýta við efnahagslífinu með því að létta því róðurinn. Það er líka einföld aðgerð en þarf einungis vilja stjórnvalda. Þannig skapast störf, fyrirtækin fara af stað og hjól atvinnulífsins fara að snúast. En ætli aukin skattbyrgði geti haft slík áhrif?

Nú eru sveitarfélögin líka farin að láta í sér í heyra og í kvöldfréttum Rúv í kvöld voru sveitastjórar nokkurra sveitafélaga óhressir. Þá eru þeir loksins farnir að láta í sér heyra að höfuðstóll lána sé að ganga frá þeim. Þessi óeðlilega hækkun verðbóta er að ganga frá þeim.

Með því að kjósa yfir okkur aukna skatta og meiriháttar niðurskurð í framkvæmdum erum við að horfa á mjög langa kreppu. Vil ég hund heita að eftir 4 ár og tæpar 2 vikur verðum við kominn með upp í háls af boðum, bönnum og auknu skattbyrgði.

Hófsemi er af hinu góða og gildir það einkanlega um ávöxtun eigin fjárs. En það er ekkert að því að hagnast og "græða". Það er á ábyrgð stjórnvalda að það sé hægt að hagnast af hófsemi, annars gerist ekkert í hagkerfinu hjá okkur. Það er staðreynd.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Og hvað ætlar þú að kjósa? Íhaldið??? Getulausum stuttbuxna flokki sem ber stærstu ábyrgðina? Hvaða skilaboð væru það til þeirra? Haldið bara áfram að eyðileggja sem mest þið megið, Haraldur Haraldsson borgar.

Davíð Löve., 16.4.2009 kl. 23:53

2 identicon

Nei ekki lyst mèr a xD að þessu sinni. Að sama skapi lýst mér einnig á fáa aðra kosti.

haraldur haraldsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 00:00

3 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Ég er sammála þér Haraldur,því miður ætlar vinstrigrænir að hækka skatta og lækka launin,þeir hald það að þetta sé leiðin til að koma öllu í gang,en allir vitbornir menn vita það,(nema vinstrigrænir) til að koma atvinnunni í gang og efla efnahagi og hjálpa fólki til að komast á stað,þá er þetta ekki rétta leiðin,með því að fara þessa leið,þá á fólkið erfitt með að borga skattana og engin hefur efn á að versla,nú þá koma engin peningur í fyrirtækin,??(ef þú átt ekki fyrir mat eða hærri skatta,þá koma engir peningar inn,??) Nei þeim væri nær að setja allt á fullt,koma bankanum í gang til að gefa fyrirtækjunum á stað og fólkinu í vinnu,þá fer fólkið að eyða og vinna á fullt,ekki drepa þetta niður í fyrstu lotu,þetta er fyrsta skrefið,bankakerfið í gang,atvinnurekendur fara í gang,og fólkið fær vinn,og aurarnir inn í reksturn,króna mun styrkjast og verðbólgan niður,En ég er á sama plani og Haraldur,ég veit ekkert hvað ég á að kjósa,en ég finn það út fyrir kosningar,það er á hreinu,þetta var góður pistill hjá þér Haraldur. 

Jóhannes Guðnason, 17.4.2009 kl. 09:10

4 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Ég er sammála þér Haraldur,því miður ætlar vinstrigrænir að hækka skatta og lækka launin,þeir hald það að þetta sé leiðin til að koma öllu í gang,en allir vitbornir menn vita það,(nema vinstrigrænir) til að koma atvinnunni í gang og efla efnahagi og hjálpa fólki til að komast á stað,þá er þetta ekki rétta leiðin,með því að fara þessa leið,þá á fólkið erfitt með að borga skattana og engin hefur efni á að versla,nú þá koma engin peningur í fyrirtækin,??(ef þú átt ekki fyrir mat eða borga hærri skatta,þá koma engir peningar inn,??) Nei þeim væri nær að setja allt á fullt,koma bankanum í gang til að gefa fyrirtækjunum  færi á að komast á stað og fólkinu í vinnu,þá fer fólkið að eyða og vinna á fullu,ekki drepa þetta niður í fyrstu lotu,þetta er fyrsta skrefið,bankakerfið í gang,atvinnurekendur fara í gang,og fólkið fær vinnu,og aurarnir inn í reksturn,króna mun styrkjast og verðbólgan niður,En ég er á sama plani og Haraldur,ég veit ekkert hvað ég á að kjósa,en ég finn það út fyrir kosningar,það er á hreinu,þetta var góður pistill hjá þér Haraldur. 

Jóhannes Guðnason, 17.4.2009 kl. 09:21

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er ekki alveg að skilja þessar árásir á Katrínu Jakobs og Vg. Það er nokkuð ljóst að það er ekki hægt að loka 150 milljarða gati á fjárlögum nema að skera niður hjá ríkinu og/eða hækka einhverja skatta. Því þó að við reiknum með að atvinnulífið eigi ekki eftir að vera í þessari lægtð lengi, þá fer það ekki að skila inn auknum tekjum til ríkissin næstu misseri.

Minni t.d. á að hér á landi eru tugir þúsunda sem borga bara 18% tekjuskatt af sínum tekjum því þær eru faldar í rekstri einkahlutafélaga. Viðkomandi borga t.d. ekkert útsvar. Þá eru hér hópur fólks sem borgar aðeins 10% skatt og nær ekkert útsvar þar sem að allar tekjur þeirra eru settar fram sem fjármagnstekjur.

Ef að skattar verða ekki hækkaðri verður hér gífurlegur niðurskurður í  í þjónustu ríkisins sem bitnar á almannatryggingum og sjúkartryggingum og bitnar á þeim sem síst skildi. Og ef við ætlum ekki að loka þessu fjárlagagati verður kreppa og samdráttur hér viðvarandi næstu áratugi. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.4.2009 kl. 11:03

6 identicon

Piltar, horfið á stóru myndina. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eiga heiðurinn af þeim rústum sem við búm í núna. Það eru mismunandi leiðir til að byggja þetta land upp aftur, en ENGIN þeirra kemur til með að vera sársaukalaus. Í tíð XD og co hækkuðu skattar uppí þak, og ríkisbáknið þandist út. Ég treysti þeim XD og co ekki til að vakna af værum blundi núna, og finna allt í einu gullnu leiðina til hagsældar.

Ísland hafði, og hefur vonandi, alla burði til að geta verið fyrirmyndarland,sjálfbært í orkumálum og matarframleiðslu, frumkvöðull í raf og vetnisvæðingu innlends iðnaðar og farartækja sem myndi leiða til hagsældar fyrir ALLA íbúa Íslands

Að svo stöddu treysti ég ekki XD til að ná því takmarki. Gefum þeim frí til að hreinsa til í spillingargreninu og endurfæðast með vitrænum hætti.

Jón Elíasson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 11:20

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Rockefeller gamli sagði að "litlu karlarnir" héldu að skattalækkun væri leið til betra lífs. Skattlækkunartal er að sjálfsögðu að stórum hluta frjálshyggjuáróður.

Ólafur Þórðarson, 17.4.2009 kl. 14:11

8 identicon

Einfalt.  Kjósa D

Baldur (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 14:35

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Valkosturinn við það hækka ekki skatta er að leggja niður heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig og tæma lífeyrissjóðina. Það er í raun merkilegt að fólk hafi ekki áttað sig enn á því í hvaða stöðu við erum. Við eru stödd í brunarústum.

Finnur Bárðarson, 17.4.2009 kl. 17:59

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þess vegna skulum við kjósa framboð sem vill reisa heimilin og fyrirtækin við. Munum að það er efnahagskreppa sem bitnar á þessum grunstoðum samfélagsins. Með auknu skattbyrgði eykst vandi heimila og fyrirtækja. Vinstri Grænir vilja stjórna brunarústunum en ekki einbeita sér að endurreisn heimilum og fyrirtækjum. Má skilja þeirra afstöðu þannig að þeir standi vörð um hag bankanna og ríkisjóðs en vilja ekki einbeita sér að standa vörð fyrir hag heimilanna og fyrirtækja í landinu. Guð hjálpi okkur.

Haraldur Haraldsson, 18.4.2009 kl. 04:58

11 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Fyrir ári síðan voru skattahækkanir eitthvað sem ekki mátti nefna af "hugmyndafræðilegum" ástæðum. Þær minntu á völd ríkisins yfir "hinum frjálsborna" þjóðfélagsþegn. Nú er staðan slíka að hinn frjálsborni ræður ekki neitt við neitt og eina apparatið sem mögulega getur hjálpað hinum frjálsborna er ríkisvaldið. Ég segi núbara mögulega. Þaðer ekki einu sinni víst.

Það þarf engan hagfræðing eða speking til aðskilja að ef við ætlum að ráðast í sameiginleg verkefni verða þau kostuð úr sameiginlegum sjóðum og þeir peningar verða ma sóttir í pyngju allra landsmanna. Það er bara sanngjarnt.

Mér finnst bloggari taka svolítið of mikið undir með xD að loka augunum fyrir því að Íslendingar eru komnir á sveit alþjóðastofnunar AGS. Það var örugglega ástæða fyrir því. En það er stórt skref og framsal fullveldis tímabundið. Ef menn ætla að tvínóna eitthvað við að vinna sig útúr því dæmi meira að segja með því að borga meira til samfélagssins þá vantar eitthvað upp á sjálsvirðinguna nema menn séu enn að hlusta á úreltan áróður skattalækkunarpostulanna einsog það eigi við í dag. Það getur vel verið að það eigi aftur við eftir 5 - 10 ár og er það þá ekki bara einsog veröldin snýst. En í dag hljómar svona tal einsog væl.

Gísli Ingvarsson, 18.4.2009 kl. 09:43

12 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ef Steingrímur mundi nú lesa mín svör við athugasemdum þá hefði hann séð þá er í miklum efa um að xD eigi að fá mitt atkvæði. Hinsvegar af tvennu illu þá er xD nú skárra en VG, því það er engu líkara en um öfgaflokk er að ræða þar sem flokkurinn trúir á niðurskurð og skattahækkanir sem töfralausn. Heimili sem eru ekki eins vel stödd og t.d hjá Steingrími þola ekki aukna skattbyrgði og niðurskurð í þjónustu frá hinu opinbera. Heimilin þurfa birtu og von um bjartari tíma en ekki skattafangelsi.

Haraldur Haraldsson, 18.4.2009 kl. 13:03

13 identicon

Vinstri Grænir hafa engar raunhæfar lausnir á gjaldeyrismálum, atvinnumálum og hvernig á að hjálpa heimilum og fyrirtækjum. Þeir munu skella á allskyns auknum sköttum og útgjöldum og segja svo að sökin sé ekki þeirra, heldur Sjálfstæðisflokksins.Samkvæmt fyrri reynslu af íslenskri pólítík mun taka áratugi að losna við þau gjöld aftur.

Ég veit allavega að ég verð eitt af skotmörkum VG ef þeir komast til valda, sem opinber starfsmaður með meðaltekjur (þ.e yfir 250 þús á mánuði). Ég sukkaði ekki í góðærinu, heldur safnaði ég á venjulegan bankareiking, sem ég fæ smávegis vexti af, enda hefur það fé legið óhreyft í nokkur ár.  Þannig að það er nokkuð augljóst að VG munu ekki hlífa mér. Ég flokkast væntanlega undir arðræninga og auðvald á þeim bænum.

Eina leiðin er að koma sér í burtu, og það hyggst ég gera. Kallið mig bara aumingja. Kallið það bara væl. Ég er búinn að streða nóg.

PS: ég kýs ekki sjálfstæðisflokkinn, og hef aldrei gert.

Gunnar (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband