Leita í fréttum mbl.is

Verður Gylfi Magnússon Viðskiptaráðherra næsti forstjóri Landsbankans?

Eftir 25.apríl mun Gylfi Magnússon annaðhvort missa vinnuna eða halda henni. Óvissan á hans heimili eru mikil...eða? Hann getur farið að kenna aftur, eða...er hann á "Tenure" samningi? Hinsvegar á hann mikla möguleika á stöðu sem bankastjóra hjá einhverjum af öllum þeim bönkum sem við íslendingar eigum. Af hverju? Í fréttablaðinu í dag útskýrir hann það samkomulag sem náðist milli stjórnvalda og lánveitanda og hann var í forsvari fyrir með greiðslujöfnun myntkörfulána. Hann segir; "Ef við grípum til vanhugsaðra aðgerða eins og að afskrifa mikið af eignum þeirra, þá verður endurreisnin mjög endasleppt". Þar með lýsir hann því yfir að fyrirtæki sem skulduðu milljarða í gamla banka kerfinu fá ekki niðurfellingu lána. Punktur....eða?

Á hann við að einstaklingar fái ekki sömu meðferð og fyrirtæki?...eða?

Það sem sést á útreikningi að þeir sem tóku lán í erlendri mynt eru nú endanlega gjaldþrota og eru í MIKLU verri málum eftir þessa ákvörðun þó svo að mánaðrlegar greiðslu verði eitthvað lægri. Hvernig þá? Gylfi Magnússon, leppur Samfylkingarinnar vill ekki að eignir bankanna séu afskrifaðar. Hvernig í ósköpunum getur Gylfi og Samtök fjármálafyrirtækja fært rök fyrir því að lán sem var upphaflega kr. 6.826.000 í maí 2005, er nú kr. 12.358.000 og hefur þannig hækkað um 81% sé réttlát eign lánveitanda, þ.a.s. hækkunin. Er þessi ávöxtun og aukakrafa bankanna réttlát krafa gangvart lántakendum? Gylfi Magnússon heldur því fram. Í stað þess að leiðrétta höfuðstól aftur í tímann og breyta þeim í hefðbundið dapurt verðtryggt lán kýs hann að fara þessa leið. Ef hin leiðin hafi verið farið þá hafa allir íslendingar sem hafa verðtryggð íbúðarlán setið við sama borð og engin hagnast á falli krónunar. En með nýjasta úrræði Gylfa hafa lánveitendur hagnast á falli krónunar og hækkun höfuðstóls eingfærð í bókhald. Við lántakar sem gerðu þau mistök að taka erlend lán sitjum eftir með sárt ennið.

Eitt er víst að nú endanlega staðfesti hann mína ákvörðun að að kjósa hans flokk er brjálæði og Guð hjálpi okkur ef hann fer ekki í kennslu aftur!....afsakið orðbragðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður texti hjá þér HH. Hjartanlega sammála þessu.

OskarJ (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 13:04

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Er Seðlabankinn ekki eðlilegri ellimeimilis-dvalarstaður fyrir afdankaða viðskiptaráðherra?  (På den gamle måde?)

Kveðja, Björn bóndi  

Sigurbjörn Friðriksson, 10.4.2009 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband