Leita í fréttum mbl.is

ÞÚ getur hjálpað heimilum í landinu! já, þú!!!

Þú sem gefur þér tíma til að lesa þetta blogg langar mig til að þú gefir þér einnig tíma til að íhuga að ganga í lið ópólitísku samtök heimilanna, www.heimilin.is. Það er mjög einfalt. Fjöldi meðlima segir til um styrk samtakanna til þess að hlustað verði á þau. Samtökin eru keyrð áfram af fólki með hugsjón og allt gert í sjálfboðavinnu. Helstu baráttumál eru í augnablikinu íbúðalán og áhrif verðbólgunnar á heimilin, og í kjölfarið veðru grafið ofaní bílalán, matarverð og önnur hagsmunarmál heimilanna. Samtökin eru greinilega komin til þess að vera.

Margir heimilismeðlimir vítt og breytt um landið gráta þessa daganna vegna þeirra dökku mynd sem upp er kominn.  Því miður verða börn einnig fyrir barðinu og þeirra daglega líf raskast. Málið er orðið grafalvarlegt. Það versta við þetta er einnig að það eru til leiðir til að hefja endurreisn. Þetta tekur okkur mörg ár að ná okkur en við þurfum alvöru aðgerðir. Sýnum samstöðu og skráum okkur öll á www.heimilin.is.

Mér skilst að þeir sem eru meðlimir á Facebook eru ekki sjálfkrafa orðnir meðlimir, heldur þarf að skrá sig beint á heimasíðu félagsins.

Læt nokkur Video fylgja (Seinna videoið er fagmannlega sett upp og sýnir stöðuna vel, en XB kemur í endann og hefur það ekkert með samtökin að gera þar sem þau eru ópólitísk.):

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skráði mig fyrir nokkrum vikum.

Ráðamenn hljóta að fara að vakna annars verður vandamálið mun stærra og erfiðara að eiga við.

Baráttukveðjur

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 01:31

2 Smámynd: Offari

Ég er fyrir löngu búinn að skrá mig. Þótt ég taki ekki þátt í því sjálfboðastarfi sem þar er unnið finnst mér skráningin veita þeim stuðnig.

Ég vona bara að stjórmálamenn fari að hlusta á samtökin þvi hver einasta töf á úrbótum stækkar sárið.

Offari, 1.4.2009 kl. 10:08

3 Smámynd: TARA

Hef ekki séð þetta fyrr...kíki á þetta

TARA, 1.4.2009 kl. 12:53

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sæll, Haraldur.  Þetta er flott.

Marinó G. Njálsson, 1.4.2009 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband