Leita í fréttum mbl.is

Getur þú aðstoðað mig?

Mig langar í svör við eftirfarandi spurningum:

1. Hver ákveður laun forstjóra lífeyrissjóðanna?

2. Eru laun þessara forstjóra réttlát? Ef svo, hvers vegna?

3. Hver gefur forsvarsmönnum lífeyrissjóða heimild til þess að ráðstafa fé okkar til fárfestinga? Ef svo er, hversu rúm er slík heimild?

4. Hverjar eru grundavallareglur lífeirssjóðanna? Erum við að uppfylla þær reglur?

Ástæðan fyrir þessum spurningum mínum hafa sér skýringu. Ég fór á einstaklega skemmtilegan fund í dag með einstaklingi sem er kominn á eftirlaunaaldur. Einnig á ég ættingja sem er 85 ára á árinu. Eftir að hafa spjallað við þessa báða aðila varð mér ljóst að þarna er stór maðkur í mysunni. Eldra fólk kvíðir þess að verða enn eldra. Ástæðan er áhugaleysi ungs fólks og þeirra sem stjórna landinu. Að láta tvo níræða menn deila 40 fm. herbergi án nokkurrar aðstöðu er skömm. Þessir tveir menn hafa alla sína æfi unnið sem sjómenn og byggt upp okkar dýrmæta gjaldeyrisforða.

Að við unga fólkið, og forsvarsmenn lífeyrissjóðanna höfum ekki sæmd til þess að búa eldri borgurum fyrir afburða aðstöðu og þjónustu er skömm. Ég sem er 37 ára get ekki annað sagt en að með þessari framkomu er vonlaust að láta sér hlakka til þess að njóta ávaxta erfiðis um ævina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband