Leita í fréttum mbl.is

Þau eiga erfitt með þetta....en þetta er ósköp einfalt!

Staðreynd nr.1: Til þess að öll heimili nái að borga niður lánin af íbúðarhúsnæði verður að afnema verðtryggingu, jafnvel reikna aftur í tímann.

Staðreynd nr. 2: Þeir sem gerðu þá skissu að láta glepjast af sölumennsku einkareknu bankanna með því að taka erlend lán á fasteignir verða að vera uppreiknaðir á sama hátt og hefðbundin lán í ísl. krónum. Afturreikna og bæta við þessari geðveiku vísitölu. Þannig sitja allir skuldarar af íbúðum við sama borð.

Staðreynd nr.3: Séreignalífeyrissparðaur sem tekin er út á 9 mánuðum er frábært fyrir þá sem ná ekki endum saman og þurfa fé til matarkaupa. Í staðin fyrir þessa úttekt væri nær að sjóðirnir gæfu út matarmiða fyrir þá sem uppfylla þessi skilyrði og leyfa sjóðunum að vera óhreyfðir. Þar með stýra neyslunni þannig að fólk rugli ekki með þessa dýrmætu peninga, því þeir hafa áhrif á sjóðina.

Með öllum þessum aðgerðum er verið að koma móts við mjög stóran neysluhóp í samfélaginu, en eins og við vitum er sá hópur hvað mikilvægastur í að hagkerfið haldi áfram að vinna. Að sjálfsögðu eru allskonar aðrir hópar sem eru líka í vandræðum, t.d. þeim sem eru öryrkjar og eru ekki úti á vinnumarkaði en það er ekki það sem um er að ræða í þessum aðgerðum.

Allar þessar aðgerðir kosta ríkið, lifeyrissjóðina og aðra hagsmuni ekki neitt! Hinsvegar verða þessir aðilar af tekjum sem hafa annars komið inn, þannig að aðgerðirnar er ekki kostnaður heldur tekjutap. Tekjutap þessar hagmunaaðila er skárra en að fjölskyldur geti ekki eignast húsnæði, nái ekki endum saman svo ekki sé talað um félagslegar afleiðingar.

 


mbl.is Kröfur fyrnast á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Liður 1 og 2 eru ekki alveg fráleitir, en mér þætti heldur óhuggulegt að sjá fólk með matarmiða (auk þess sem það getur þá bara eytt hinum peningunum í vitleysu, sem það hefði annars notað til að kaupa mat fyrir)

Sindri Guðjónsson, 17.2.2009 kl. 13:44

2 identicon

Sindri tók næstum orðin af mér þarna.  Og finnst matarmiðar mikil mistök.  Eru niðurlægjandi og þannig er verið að hafa vit fyrir fullorðnu fólki sem aldrei gengur upp.  

EE elle

EE (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 13:56

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Matarmiðar hafa verið við líði í mörgum löndum, t.d hjá öryrkjum og þeim sem hafa MJÖG lítið á milli handanna. Menn verða að slaufa því viðhorfi að menn séu eitthvða verra fólk við það að nýta sín réttindi heldur sjálfsbjargarviðleitni. Þá á ég einnig við að fólk sem fái slíkt eigi engan pening eftir borgun skulda, engan!

En aftur á móti höfum við íslendingar ekki verið vön því að nota slíkt og því gæti viss hópur skilið það sem einhverskonar skömm að nota slíkt við búðarkassann. En Þetta er hægt að útfæra með debitkortum sem engin sér mun á.

Haraldur Haraldsson, 17.2.2009 kl. 14:04

4 identicon

Sindri,ég hef þurft að reyða mig á matarmiða og það er ekki spennandi fyrirkomulag.  Það er engin lausn.

Brynjar (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 14:05

5 identicon

Fyrirgefðu Sindri, þetta var meint til Haralds

Brynjar (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 14:07

6 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Varðandi staðreynd 3 hef ég grun um að sala á sólarlandaferðum muni lifna hraustlega við.  Íslendingar kunna ekki og hafa aldrei kunnað að fara með fé, nema einhverjir nokkrir sérvitringar.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 17.2.2009 kl. 14:13

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Haraldur. Fólk þarf þessa peninga fyrst og fremst til að greiða upp skuldir, sem eru í mörgum tilfellum komnar í vanskil. Það gera menn ekki með matarmiðum.

Sigurður M Grétarsson, 17.2.2009 kl. 14:32

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég tel einsýnt, að reikna verði alla gerninga upp á nýtt.  Þar sem bankarnir upðu berir að því að svindla á viðskipta,,vinum" sínum með því að ráðast á ggegngið og þannig brjála viðmiðanir í Verðtryggingunni

Ekkert annað en uppreikningur frá gegni og vísitölu frá 1,jan 2oo5 er ósanngjarnt,

Þá hófust grímulausar árásir á þessar reiknistærðir.

Bjarni Kjartansson, 17.2.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband