Leita í fréttum mbl.is

Er ég sá eini sem finnst þetta stórfrétt?

Þessi frétt var á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Fyrir mína fjölskyldu og okkar fjárhag eru þetta örugglega einu bestu fréttirnar í langan tíma. Hinsvegar var ekkert minnst á þessi mál í sjónvarpsfréttum og ekkert í Fréttablaðinu. Hvað segið þið?

 

ÁKVEÐIÐ hefur verið að flytja erlend íbúðalán heimila, sem hafa hækkað mikið í kjölfar gengisfalls krónunnar á síðasta ári, frá viðskiptabönkunum til ...

Yfirtaka Björgvin G. Sigurðsson vinnur ásamt félagsmálaráðherra að lausn á íbúðalánum heimila.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að flytja erlend íbúðalán heimila, sem hafa hækkað mikið í kjölfar gengisfalls krónunnar á síðasta ári, frá viðskiptabönkunum til Íbúðalánasjóðs. Um leið verður lánunum breytt í venjuleg íslensk verðtryggð íbúðalán.

 

Í krónum talið hækkuðu erlend lán gríðarlega mikið á síðasta ári og greiðslubyrði þyngdist. Ástæðan er sú að krónan veiktist um 80% gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

 

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins á hins vegar ekki að miða við gengi krónunnar í dag við þessa yfirfærslu. Viðmiðunargengið verður nálægt gengi krónunnar á þeim tíma þegar myntkörfulánin voru tekin.

 

Unnið er að þessari lausn í félagsmálaráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur og viðskiptaráðuneyti Björgvins G. Sigurðssonar.

 

Gangi þetta eftir mun greiðslubyrði margra heimila léttast. Lánin lækka í krónum talið en íslenskir vextir eru hærri en víða erlendis. Ekki liggur fyrir hver kostnaður ríkissjóðs verður við þessa aðgerð.

 

Samhliða þessu er nú á lokastigi flutningur íbúðalána í viðskiptabönkunum til Íbúðalánasjóðs. Það mun ganga eftir á allra næstu vikum samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að verið sé að ganga frá reglugerð um flutninginn í félagsmálaráðuneytinu.

 

Auk viðskiptabankanna þriggja geta sparisjóðir óskað eftir að íbúðalánasöfn þeirra verði yfirtekin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband