Leita í fréttum mbl.is

Hér er rćđa Össurar...."tekiđ af bloggsíđunni hans"

  Byltingin étur börnin sín. Ţađ sannast á Gísla Marteini. Hann var í lykilstöđu ţegar hann hóf byltinguna gegn Vilhjálmi Ţ. Vilhjálmssyni.  Gísli var nýbúinn ađ fá fleiri ţúsund aktvćđi í slag um efsta sćtiđ viđ Villa – og var sannarlega hinn smurđi kandídat heimastjórnarvćngsins til íhaldsţinga. Topparnir elskuđu hann, og litu á frćgt sjónvarpsandlit sem tryggingu um atkvćđi og vissa greind götustráksins. Strax ţegar í fyrsta meirihlutann kom fóru ađ vakna efasemdir um Gísla. Hann átti erfitt međ ađ tjá sig ćsingalaust, var linur í ţáttum, og í starfinu sjálfu fékk hann undarlega djúpan áhuga á ađ drepa máva á tjörninni. Hvađ lá eftir Gísla Martein ţegar kom ađ atburđarrásinni kringum REI? Ekkert, nema hrćin af mávunum sem hann lét embćttismenn skjóta og stillti sér svo upp hjá einsog Rambó sjálfur. Ţetta verkađi hálfhjákátlegt og á ţessu stigi var stjarna hans ţegar tekin ađ hníga.  Ćstur gjallandi í stađ glađrar raddar sjónvarpsbarnsins, tindrandi augu spámannsins sem var eins og ađ koma úr langri föstu utan af eyđimörkinni – ţetta varđ ađ myndinni af hinum unga stjórnmálamanni, sem minnir í dag óţćgilega á framkomu nýja borgarstjórans. Ţađ  rímađi alls ekki viđ myndina af hinum sterka unga leiđtoga sem maskinan reyndi ađ breiđa út. Ég sá ţetta sjálfur í ţáttum, ţar sem viđ sátum og Gísli var einsog festur upp á ţráđ. REI máliđ hamfletti hann svo einsog lundann, sem sjávarúvegsráđherrann veiđir árvisst án leyfis. Allir vissu, ađ hann var operatörinn í árásunum á Vilhjálm, beinlínis til ađ klekkja á manni sem sat í stöđu, sem hann girntist. Gísli lék rulluna svo illa, ađ engum duldist ađ hann var mađurinn sem stýrđi ađförinni ađ borgarstjóranum, missti atburđarrásina úr höndum sér af pólitískum barnaskap, og var ţví gerđur ábyrgur fyrir missi meirihlutans og mestu niđurlćgingu Sjálfstćđisflokksins í áratugi.. Í flokknum er honum kennt um ófarir flokksins, auk Villa sjálfs. Ţađ kom augljóslega fram í könnun Capacents í kvöld, sem var í senn krýning Hönnu Birnu og pólitísk fall Gísla Marteins. 

Mér er til efs ađ hann fari aftur í prófkjör. Asnađist hann til ţess er líklegt ađ hann fái mjög veika kosninga, og endi sem liđiđ lík í pólitísku tilliti. Ég dreg ţví ţá ályktun af ţróun mála í borginni, ađ Gísli sé eitt ţeirra tveggja fórnarlamba sem liggja í slóđ REI. Hitt er Vilhjálmur sjálfur - amk. einsog sakir standa.

 Tragikómedían í atburđarrásinni er sú, ađ hinn örvumprúđi bardagamađur sem ćtlađi reka Vilhjálm Ţ. Vilhjálmsson ofan ćtternisstapa, og taka ţá orkubrćđur Hjörleif Kvaran og Guđmund Ţóróddsson í bókstaflegt slátur – er sjálfur fyrsta vegna fórnarlamb REI málsins.  Eftir könnunina í kvöld er ferill Gísla Marteins í raun búinn. Hann á engan séns í leiđtogasćtiđ, og fćr ađ híma í nefndum fram ađ prófkjöri, sem hann verđur varla svo vitlaus ađ fara í til ţess eins ađ hrynja niđur listans í stöđu hins dauđa hross sem allir munu beita svipu sinni og pískum á. Gísli Marteinn er búinn sem stjórnmálamađur af stćrđ, međan Hanna Birna er ađ vaxa upp í verulega öflugan stjórnmálamann, og mun auđvitađ taka sviđiđ. 

 

Og međan Villi ţraukar sem borgarfulltrúi – sem ég vona hann geri – er útilokađ ađ setja byssuna á Hjörleif og Guđmund, hversu hrokafullir ţeir kunna ađ hafa veriđ gagnvart sćrđu stolti Júróvisjónstjörnurnar. Ţađ er einfaldlega ekki hćgt ađ reka ţá ef enginn borgarfulltrúi axlar ábyrgđ međ svipuđum hćtti og Björn Ingi, sem endurheimti ćru sína. 

Hinn grátlegi gamanleikur atburđarrásarinnar er sá, ađ mađurinn sem startađi henni og ćtlađi ađ láta hana lyft sér til ćđstu metorđa í borginni – ţvi auđvitađ var plott Gísla Marteins ađ veikja Villa nóg til ađ hann sjálfur fengi oddvitastöđuna – liggur í pólitísku blóđi sínu fyrir eigin tilverknađ og á sér varla afturkvćmt hema kraftaverk gerist. Hann klúđrađi fyrsta sandkassaleiknum sínum.

 Biblían segir ađ vísu ađ kraftaverkin gerist á morgnana, en ţá er Gísli yfirleitt sofandi – međan götustrákar einsog ég blogga á örmiđli mínum og Ţorsteinn dómari Oddsson á Vef-Ţjóđviljanum sínum.

 

 

miđ., 20 feb. 2008 02:12

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband