21.1.2008 | 22:57
Er aumingjaskapur og leti viðurkenndir sjúkdómar?
Í staðin fyrir að gleyma mér í bloggi um borgarpólitík og hnífsstungur langar mig að deila smá hugsun með ykkur. Ég var að velta því fyrir mér hvort maður eða kona geta verið viðurkennd sem aumingjar eða letingjar. Nú eru þessi orð neikvæð og ekki eftirsóknaverð. Það vill engin vera kallaður alkóhólisti, þunglyndissjúklingur eða hvað annað, hvað þá aumingi og alhólisti. En er aumingjaskapur jafn sjálfsögð hegðun og það t.d. að stara á fólk? Á hegðunin "Aumingjaskapur" og "leti" einhvern tilverurétt? Er þetta kannski huglægt mat sem ekki er hægt að færa hendur á, nokkuð frekar en þegar fólk getur fengið störu á annað fólk.
Þesskonar hegðun þ.a.s. aumingjaskapur, leti og að stara er frekar neikvæð hegðun. Engu að síður þekkjum við öll slíka hegðun. "Ekki stara svona á fólk" segir mamman við barnið með störu. "Stattu nú upp og gerðu þetta"..segir konan við lata manninn.
Hvert er ég að fara með þessum pælingum? Það sem ég hef hugleitt er þegar sjúkt fólk leitar sér ekki hjálpar má segja að það sé dómgreindarleysi. Maður sem hefur drukkið frá sér lífsgæði, misst frá sér vini og fjölskyldu er sjúkur maður. Að leita sér ekki hjálpar er dómgreindarleysi. Það sama á um þunglyndisjúklinga, offitusjúklinga, bullemiu og þá andlegu sjúkdóma sem við þekkjum.
Þeir sem leita sér ekki hjálpar sýna dómgreindarleysi. Þá koma oft vinir og vandamenn að góðum notum og gera viðkomandi grein fyrir sinni stöðu. Þá fer hinn sá sami og leitar hjálpar.
Síðan gerist nokkuð merkilegt. Sá sem gerði sér grein fyrir drykkjuvandamálinu hættir ekki að drekka. Sá sem er offitusjúklingur heldur áfram að troða í sig mat, aðrir hætta að borða. Þunglyndissjúklingurinn tekur ekki lyfin sín. Allir þessir einstaklingar fara ekki eftir fyrirmælum fólks sem veit betur og tileinkar sér því að hjálpa öðru fólki.
Getur verið að þeir einstaklingar sem ég minntist á hér í setningunni á undan séu að sýna hegðun sem kallast aumingjaskapur og eða leti? Getum þannig viðurkennt að sumt fólk séu letingjar og aumingjar? Ef svo hljótum við að geta hjálpað því fólki á sama hátt og konan segir við manninn sinn að hypja sig af stað í að gera það sem hann á að gera.
Bara smá pæling.
Á sama hátt getum við líka talað um leiðinlegt fólk. Er hægt að mæla það á sanngjarnan hátt?
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.