Leita í fréttum mbl.is

Ef maður er 36 ára...er maður orðinn gamall og fúll?

Jæja

Mitt fyrsta blogg um aldur...ekki það að það sé jafn mikið afrek og að fá sitt fyrsta gat á hausinn eða brjóta sitt fyrsta bein en eitthvað sem maður vill helst forðast...en get ekki. Þannig er að ég fer ekki oft í Kringluna eða Smáralind (að ég held) en ég fór í dag í bankann, og 36 ára gamli rauðhausinn varð fyrir menningarsjokki. Ekki einungis var umhverfið fullt af smástelpum með tyggjó...heldur var erfitt að spotta út íslending í húð og hár. Þarna voru innflytjendur íslands allir komnir með tölu....að mér virtist. Síðan þegar ég fékk afgreiðslu í bankanum og afgreiddi mig maður sem talaði frekar dapra íslensku en þó betur en flestir í kringum mig. Ég fékk svona hálfgert sjokk og fílaði mig sem bitran fordómafullan gamlan mann sem hatar útlendinga á íslandi....sem ég er alls ekki. En að upplifa sig á íslandi eins og maður sé staddur erlendis er nokkuð sérstakt. Ég vona að nýja ríkistjórnin með Össur fremstan, og við öll hin náum að kenna þeim sem vilja búa á þessari veður rugluðu eyju góða heilbrigða íslensku. Mér skilst að Danirnir séu með gott próf fyrir þá sem vilja gerast Danir....hinsvegar geta Danir ekki leyst prófið sjálfir þannig....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband