Leita í fréttum mbl.is

XD og internetið

Þessar kosningar voru algjör snilld. Nú þurfa sjáumglöðu, eiginhagsmunapotarar Sjálfstæðisflokksins sem ég kaus í gær að velja sér samstarfsflokk. Mig langar svo að sjá Steingrím og Vinstri Græna í stjórn og sjá Ragnar Reykás fæðast. Hinsvegar mundi það líka gerast með Samfylkinguna innanborðs þar sem..þeirra tími er kominn...eða? Jæja, allavega er þessum hluta lokið og spennandi tímar framundan.

Mbl.is og RÚV fá Halla-verðlaun ársins fyrir frábæra kosningavöku á netinu. Þar var framsetningin einföld og flott, sem og notkun á "Stream" tækninni notuð til að færa netnotendum sjónvarpsútsendingu RÚV í beinni. Fyrir vikið voru íslendingar vítt og breytt um heiminn að fylgjast með. Ef við metum notkun okkar á netinu frá 1 til 10 erum við stödd svona ca. í 2. Við erum rétt að byrja. Með þeirri bandbreidd sem 90% heimila hafa í dag eru möguleikarnir óendanlegir. Við eigum í framtíðinni að gera mikið á netinu. Hættum að bíða í biðröðum og látum þá sem taka við peningunum okkar að koma með vörurnar til okkar, við eigum ekki að sækja þær til þeirra. Þá græðum við tíma sem við getum notað til að njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum okkar. Höfum fyrir vikið meira tíma til að njóta lífsins.

Dæmi:

Ég vil fara á netið og ná í innkaupakörfu, með einföldum hætti keyra um matvöru búðina og setja í körfuna mína það sem ég vil. Ég vil sjá kjötborðið, fiskborðið og allt eins og venjulega. Síðan tekur starfsmaður á kassa á móti mér og við förum yfir kostnaðinn. Síðan borga ég með debet eða Kreditkorti. Síðan segi ég þeim hvenær það hentar mér að fá vöruna heim.

Ég vil fara á internetið og panta mér Pizzu þegar fjölskyldan vill Pizzu. Á Pizza.is á starfsmaður að taka á móti mér með bros á vör. Sýna mér það sem er í boði og sýna mér síðan mynd af því sem ég panta. Þar næst segi ég hvenær ég vill fá Pizzuna senda heim.

Ég vil fara á netið til að panta tíma á verkstæðinu fyrir bílinn. Ég stimpla inn það sem þarf að gera við og vita hvað það mun kosta. Hinsvegar er ég ekki alveg viss um hvað er að bílnum og vill panta bilagreiningu sem má ekki kosta meira en k. 5000. Ef óvæntur kostnaður kemur upp er það sett á netið og ég spurður um leyfi til að laga þessa ófyrirséða bilun. Síðan vill ég að bíllinn sé sóttur í vinnuna og skilinn bílaleigubíll á meðan. Þegar viðgerð er lokið er komið með bílinn annaðhvort heim eða í vinnuna.

Ég vil fara á netið til að kaupa rúllugardínur og sólarfilmur. Á netinu tekur á móti mér maður sem leiðir mig áfram með spurningum sem skipta máli. Því næst segir hann mér hvernig ég á að mæla fyrir gardínum. Þegar þessu er lokið sé ég hvernig á aðfesta þessu upp og hvað herlegheitin kosta. Næst segi ég hvenær ég vill fá vöruna til mín.

Með þessu og fleirum slíkum netsnilldarlausnum tekst okkur að forðast leiðinda biðraðir, spara ómetanlegan tíma sem við viljum heldur nota með fjölskyldu og vinum.

Áfram XD og áfram internetið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband