8.5.2007 | 23:18
Pólítíkusar nota ómerkileg orð og beita röngum aðferðum!
Stundum þegar ég er leið heim úr vinnu hlusta ég á útvarpsþáttinn Spegilinn sem er ágætis málefnalegur þáttur. Að þessu sinni var umræðan um innihald kosningaumræðunnar. Þar var talað um þá spurningu sem RÚV hefur fleytt fram til leiðtoga stjórnmálaflokkanna hvort þegar þeir vilja afnema verðtryggingu. Í raun er slík spurning innihaldlaus þar sem við öll höfum val hvort við tökum verðtryggð eða óverðtryggð lán. Annað er orðið "þensla" sem á enga hagfræðileg rök, og á ekkert við um hvort eitthvað sé í jafnvægi eða ekki. Þensla er orð sem við skiljum þannig að þörf sé á einhverjum aðgerðum sem er náttúrulega þvæla því að þensla er ekkert frekar neikvæð heldur en jákvæð. Annað sem þeir töluðu um og ég er hryllilega sammála þegar við notum orðið "velferðamál". Þegar menn eru að tala um velferðamál eru undirflokkar orðsins taldir í tugum ef ekki í hundruðum og er í raun regnhlífarorð sem skynsamlegt er að nota í innihaldlausu blaðri.
Aðferðafræði
Sem markaðsmaður var mér hugsað til þeirrar hugmyndafræðar þegar sölumaður vanvirðir og lítillækkar ákvarðanir viðskiptavinarins sem hann er að reyna selja vöru sína til. Ef hann gerir slíkt er hann kominn í mjög veika stöðu. Sem dæmi, sem sölumaður jeppa ef ég segði þér að þessi TOYOTA LAND CRUISER sem þú keyptir þér væri er ekkert spennandi og að taka slíka ákvörðun um kaup á slíkum jeppa væri í raun staðfesting á dómgreindarleysi hjá viðskiptavininum. Hinsvegar að ef sölumaður viðurkennir dómgreind viðskiptavinarins, vinnur traust þá verður eftirvinnan mun léttari. Dæmi: Ég sé að þú er með góðan smekk og velur góða vöru. Mikið er ég glaður að fá þig til mín þar sem ég er ekki einungis með jafngóða vöru heldur ennfremur betri vöru.
Hvernig á þetta við pólitík? Jú, yfir 40% þjóðarinnar kjósa Sjálfstæðisflokkinn og hafa gert sl. ár. Ef ég er í stjórnarandstöðu og vill selja Samfylkinguna eða VG þá mundi ég náttúrulega nota "aðferðina". Dæmi: Rosalega er þú klár að hafa kosið það sem þú kaust í síðustu alþingiskosningum, en ég er með vöru sem er ekki einungis jafngóð heldur betri. Hingað til hefur aðferðarfræðin hinsvegar snúist þannig að stjórnarandstaðan vanvirðir dómgreind meirihluta þjóðarinnar og segist vera mikið betri. Því miður...slík aðferðafræði getur aldrei virkað!
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Meðaltalið er 35% sem er allt of lágt. Ég vildi helst sjá flokkinn með vöruna sem virkar í meirihluta. Vara sem virkar: Skattalækkanir + sala ríkisfyrirtækja + frjáls viðskipti = Hagsæld.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 13.5.2007 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.