Leita í fréttum mbl.is

Besta aprílgabb...eða?

Það gera sér ekki margir grein fyrir þvi en allt þetta álversmál í Hafnafirði var ekkert annað en FRÁBÆRT aprílgabb...og það sem meira var einn besti Hafnfyrðingabrandari sem ég hef heyrt í langann tíma.  

Í alvöru! 

Stefna Samfylkingunarinnar í málefnum stóriðju er nokkuð skýr. Engin stóriðja. Ég fékk úthlutaða lóð fyrir fyrirtækið mitt, fyllti út öll eyðublöð á bæjarskrifstofunni og borgaði fyrir alla stimplana. Síðan fór ég til arkitekts og hann teiknaði fyrir mig húsið á lóðinni. Nú var bara að klára dæmið...bíddu nei...allir í Hafnafyrði eiga að kjósa hvort þeir fýla mig og mitt fyrirtæki eða ekki. Nú er eins gott að sýna mínu bestu hliðar. En afhverju kláruðu þeir ekki málið þarna á bæjarskrifstofunni? Til hvers svona kosning. Ég er talsmaður lýðræðis en afhverju núna að fara í svona kosningu...kusum við ekki trausta menn til að taka ákvaðanir fyrir okkur?

Einn sérstakur hershöfðingi hafði góða aðferð...þegar hann vissi ekki hvaða ákvörðun hann ætti að taka beið hann bara eftir því að hermenn hans tók einhverja beygju...flýtti sér síðan fyrir framan þá og mælti "Ég hef beðið eftir þessu lengi góðu menn, þessi ákvörðun var rétt...höldum áfram göngu okkar" Svipar þetta til leiðtogahæfni bæjarstjórnar í Hafnafirði?

Þið sjáið hvert ég er að fara, þetta er ekki hægt. Sól í Atvinnuleysi gáfu 4 bekkjum í Flensborgarskóla páskaegg nr. 6 fyrir að kjósa á móti Álverinu og það var nóg til að gera út af við heimsfyrirtækið Alcan. Þetta er ekki hægt...sama í hvaða stjórnmálaflokki menn eru. Þegar svona naumt er í kosningum þá verðurbæjarstjórn að taka endanlega ákvörðun, annað kemur ekki til greina.

Það er nokkuð víst að Samfylkingin í Hafnafirði var kúguð af kerlingunum og körlum í reykfylltum Samfylkingarherbergjum að setja þetta mál í slíka kosningu. Þeir voru einfaldlega komnir of langt með öll leyfi að geta bakkað...þá var bara að fara fordæmi leiðtogans þeirra, herra Ólafs Ragnar Grímssonar og setja þetta bara í kosningu. 

Þvílíkar gúngur!

Ef einhver ætlar að segja að menn séu fúlir yfir þessum skrípalátum þá er það rétt, en ímyndið ykkur ef það hefði farið á hinn veginn....vossss!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband