16.1.2010 | 18:55
Ætlar þú að gefast upp?
Ég ég stóð blautur í fæturna í blautu grasinu á Austurvelli í dag fór ég að hugsa. Getur verið að umræða fjölmiðla á málefni Icesave deilurnar og sú athygli sem það brýna verkefni fær sé í raun ekki svo slæmt fyrir stjórn landsins? Getur stjórn landsins snúið veikleika yfir í styrkleika þannig að þeir lifi af út kjörtímabilið? Á sama tíma fór ég að hafa áhyggjur af því að baráttan fyrir réttlæti gagnvart heimilum í landinu væri hreinlega að dofna. Ætlar þú að gefast upp?
Getur það verið að við séum orðin svo þreytt á neikvæðri umræðu að flest okkar hreinlega nenna ekki að hugsa eða taka þátt í þessari erfiðu baráttu?
Er ekki bara betra að nýta okkar frítíma í það að huga að fjölskyldu og vinum?
Er þetta ekki bara töpuð barátta? Best fyrir okkur að gleyma þessu?
Það er einskær von stjórn landsins, fjármagnseigenda og ráðamanna banka og lánastofnanna að svo sé. Það verður til þess að þeir fái frið til þess að vinna sína vinnu eins og þeir voru vanir að gera. Ætlar þú að gefast upp?
Ástæða þess að Icesave samningurinn er í uppnámi gagnvart hefðbundnum aðstæðum að á íslandi varð bankahrun og þar af leiðandi forsendubrestur. Þessi forsendubrestur er einnig fyrir hendi gagnvart öllum verðtryggðum og gengistryggðum fasteignalánum. Þessi forsendubrestur er okkar vopn í áttina að réttlæti!
Ætlar þú sem lest þetta að gefast upp?
Kíktu á greiðsluseðilinn þinn af fasteignaláninu þínu! Hver var upprunaleg lánsfjárhæð? Hvar stendur er höfuðstóll lánsins í dag? Hvað ertu búin að borga margar greiðslur? Reiknaðu! Ertu sátt/sáttur? Er þetta bara ósköp eðlilegt? Ástæðan fyrir þessu er ekki út af því að tölvan reiknar þetta svona út. Ástæðan er afleiðing ákvörðunar fárra manna sem sitja og sátu við stjórn þessa lands.
Ætlar þú að gefast upp?
Að sama skapi vissu allir lántakendur gengistryggðra bílalána að lánin væru áhættusöm en þar hefur orðið þessi forsendubrestur sem gerir það að verkum að báðir aðilar verða að semja upp á nýtt. Er verið að gera það með réttlæti í huga? Er verið að koma á móts við fólkið í landinu?
Bankarnir keyra áfram ímyndarherferðir um að þeir séu að alla vilja gerðir til þess að koma á móts við sína viðskiptavini. Stjórnmálamenn landsins segja að þessi málefni séu nú í höndum bankanna og fjármálafyrirtækja. Ég spyr; er þeim treystandi? Eru þeir að viðurkenna forsendubrestinn? Eru stjórnvöld að viðurkenna forsendubrestinn? Ég fullyrði hér að ALLAR úrlausnir bankanna eru þannig uppsett að hin venjulegi skuldari heldur að það sé verið að laga hans stöðu eins mikið og hægt er. ÞAÐ ER BLEKKING.
Til þess að skýra það út BLEKKINGUNA á einfaldan máta langar mig til þess að setja aðstæður upp svona; Nágranni þinn sýnir áhuga að fá lánað einn líter af mjólk. Að auki vill nágranninn ekki einungis borga þér einn líter af mjólk til baka, heldur með vöxtum, svona ca. 200 ml. að auki. Hinsvegar vill svo til að þú átt enga mjólk í ísskápnum þannig að þú færð lánað einn líter hjá öðrum vini sem þú síðan lánar áfram til nágrannans. Síðan gerist það að þú þarf ekki að borga vini þínum til baka nema hálfan líter í stað heils líters. Þú heldur kjafti gagnvart nágrannanum um þennan aflsátt sem þú fékkst og heldur áfram að rukka hann um þennan eina líter + 200 ml. vaxta greiðsluna. Er þetta rétt?
Ætlar þú að gefast upp?
Mótmæltu skuldabagganum á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Niðurstöður frá 2008 sem Bjarni Ben studdi ásamt öllum öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins!
Flokksformennirnir semja og semja hver við annan! Og segjast sumir þeirra hafa góða trú á, að Hollendingar og Bretar fáist að samningaborðinu. Stjórnarandstöðunni tókst með lýðskrumi að þvinga ríkisstjórnina í viðræður við sig. Að þeim takist hið sama með Breta og Hollendinga má með réttu efast um. Hollendingar og Bretar hafa enga þörf fyrir að semja við Íslendinga uppá nýtt. En Íslendingar verða í mikilli klemmu verði enginn samningur um málið gildur!
„...en ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að Evrópusambandið hefði átt að standa miklu nær viðræðuferlinu," sagði Bjarni. Bjarna má benda á samning sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde gerði 16. nóvember 2008 við ESB. Þar voru lagðar línurnar um samningana, hin umsömdu viðmið. Ríkjunum var svo látið eftir að semja um smáatriðin. Í Viljayfirlýsingu Íslands og AGS 9. grein kemur einnig fram sama afstað. Bjarni Ben hefur endurtekið í sífellu, að samningurinn frá í haust sé ósanngjarn og að engin ríkisábyrgð gildi um innistæðutryggingar. Samt greiddi Bjarni einmitt atkvæði sitt tillögu um ríkisábyrg á innistæðum í íslenskum bönkum á Evrópska efnahagssvæðinu haustið 2008.
AGS hefur verið gagnrýndur fyrir þá afstöðu sem hann tók til endurskoðunar áætlunarinnar um endurreisnina eftir að ÓRG vísaði lögunum til þjóðarinnar.
Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra og Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri undirrituðu Viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Í níundu grein þeirrar yfirlýsingar stendur orðrétt:
„Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum. Þetta byggist á þeim skilningi að unnt verði að forfjármagna þessar kröfur fyrir tilstyrk viðkomandi erlendra ríkja og að jafnt Ísland sem þessi ríki séu staðráðin í að efna til viðræðna á næstu dögum með það að markmiði að ná samkomulagi um nánari skilmála vegna þessarar forfjármögnunar." (15. nóvember 2008).
Hin umsömdu viðmið í samningi ríkisstjórnar Geirs H. Haarde við ESB.
Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 19:33
Haraldur
Takk fyrir Mjög góða grein. Því miður virðist þetta vera það sem er að gerast.
Ætlar þú að gefast upp? flestir segja ég get ekki haft nein áhrif og er frekar ömurlegt að vita til þess.
Þessa grein ætti að birta á hverjum degi til að fólk átti sig á hvað er í gangi á þessu landi.
Kveðja
Þórunn
Þórunn Reynisdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 21:34
Heyrðu það er engin að gefast upp og ekkert svartnætti við erum öll að berjast og það gengur bara vel og það á ekkert annað að heyrast frá baráttufólki sem berst fyrir land og þjóð sem vill ekki Icesafe nema eftir dómsmeðferð og alls ekki inngöngu í ESB. Önnur skrif eru til styrktar andstæðingnum.
Valdimar Samúelsson, 16.1.2010 kl. 22:29
Sæll félagi,
Það er ótrúleg staðreynd að aðeins u.þ.b. 3.200 manns eru skráðir félagsmenn hjá Hagsmunasamtökum Heimilanna. Það er greinilega enginn áhugi almennings á að breyta Íslandi frá því að vera skuldeigendavænasta land heims.
Ég verð að segja að barátta HH við fjármagnsöflin eru svipuð og Færeyjar lýstu yfir stríði við Bandaríkin. Nema ef 100.000 Íslendingar nenntu að drullast til að skrá sig, þá væri smá séns.
Enda er raunhæfur árangur "byltingarinna" á Íslandi þessi:
Fjöldi raunverulegra réttarbóta skuldara = 0
Raunveruleg leiðrétting á skuldum = 0% (sennilega í óhag fyrir skuldara sem gert hefur verið)
Lagasetningar til að bæta stjórnkerfið = 0
Lagasetningar til að bæta lýðræðið = 0
Lagasetning til að kreysta síðasta blódropann úr heimilum landsins = allar komnar í gegn og stimplaðar af Forseta vorum.
Vandamálið er þetta (fyrir utan gengistryggðu lánin sem er glæpur og ekki hægt að ræða nema slík):
Verðtryggt lán = 20.000.000 (til 40 ára)
5% vextir = 26.609.232
5% verðbólga = 97.934.209
Þetta eru ekki tölur frá Ítölsku mafíunni, nei, þetta er tölur úr reiknivél Íbúðalánasjóðs . . .
Vextir af íbúðalánum í Noregi eru milli 3 og 4 % óverðtryggð , þannig að þessi 100.000.000 liður er ekki einu sinni með.
Ég tel að HH verði að safna a.m.k. 150.000.000 til að "styrkja" stjórnmálaflokka, stjórnmálamenn og RÚV. Að öðrum kosti er enginn möguleiki að koma málum í gegn eins og reynslan hefur sannað undanfarið ár.
Í dag er á Íslandi norræn jafnaðar, félagshyggjustjórn og búin að vera í rúmt ár. Talandi um hræsni.
Ef þú ætlar að búa á Íslandi og ert ekki fjármagseigandi þá ertu í minnihlutahóp sem enginn hefur áhuga á að vinna fyrir (fyrir utan kannski örfáar hræður í HH sem stjórnvöld á Íslandi hafa ekki stutt á neinn hátt)
Axel Pétur Axelsson, 16.1.2010 kl. 23:22
Það hefur sýnt sig aftur og aftur að stjórnvöld eru ekki að skilja þetta með vanda heimilanna. Þau vandamál sem þúsundir landsmanna glíma við í kjölfar bankahrunsins og þau mótmæli sem hafa farið fram með mjög friðsamlegum hætti hefur að því er virðist engin áhrif á ráðamenn landsins. Þau skilja vandann ekki vegna þess að þau hafa ekki upplifað hann á eigin skinni. Þau skilja einungis það sem er óþægilegt fyrir þau sjálf og að því er virðist þá hafa meðlimir ríkisstjórnarinnar ekki orðið fyrir neinum óréttmætum hækkunum af húsnæðislánum. Það þarf að taka til róttækari aðgerða til að þeir sem fara með valdið sjái þann vanda sem þúsundir heimila eru í. Því miður skila friðsamleg mótmæli á Austurvelli einu sinni í viku ekki neinu! Ef ráðamenn ættu hinsvegar á hættu að missa vinnuna sína þá myndu hlutirnir blasa öðruvísi við. Það kom fram í viðtali við fyrrverandi forsætisráðherra Geir Haarde að hann hefði aldrei tekið nein mótmæli persónulega þegar allt var brjálað í þjóðfélaginu fyrir ári síðan!! en þegar ráðist var honum þar sem hann sat í ráðherrabílnum þá var eins og augun opnuðust og hann fór að taka þetta til sín. Skilningsleysið algjört! Það sama virðist vera uppí á teningnum í sambandi við þessa ríkisstjórn, hún tekur þessi mótmæli ekki persónulega, hvað þá heldur alvarlega. Skilningsleysið algjört á þeim bæ líka!! Þessi ríkisstjórn er ekki að gera neitt fyrir landsmenn og þarf því að víkja sem fyrst. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart heimilum landsins og þau aumingjalegu úrræði sem hún hefur sett fram til hjálpar, er ekki hægt að líða lengur!!
Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 01:37
Þetta skrifar þú :
"Getur verið að umræða fjölmiðla á málefni Icesave deilurnar og sú athygli sem það brýna verkefni fær sé í raun ekki svo slæmt fyrir stjórn landsins?"
Ég held að ástæðan fyrir því hversu illa er mætt á mótmælin sé sú að fjölmiðlar hafa engan áhuga lengur á að auglýsa upp fundina. Íslendingar eru eins og rollur, þeir elta forysturolluna. Forysturollan = fjölmiðlar. Ef okkur á að takast að fá fleiri til að mæta og sýna stjórnvöldum óánægju okkar og það hversu stór þessi óánægjuhópur er, þá þarf að vinna fjölmiðlamenn til liðs við okkur, maður á mann. Það hefur sýnt sig, bæði fyrir síðustu kosningar og núna fyrir sveitarstjórnarkosningar, að fjölmiðlamenn eru upp til hópa í Samfylkingunni og VG og vilja þess vegna ekki vera að "æsa upp hin" svo vitnað sé í gamlan texta eftir Bubba. Þeir reikna með að þeirra flokkur "bjargi" þeim og þeirra fjölskyldu út úr vandræðunum sem þeir eru sjálfir í, sem greiðslu fyrir "þögnina". Ég held að "vald" fjölmiðla á skoðanir Íslendinga sé vanmetið. Þjóðin er of mikið í því að vera sammála síðast ræðumanni, hversu vitlaus sem hann nú er. Orð mín er óþarfi að sanna, nóg er skoða úrslit kosninga marga áratugi aftur í tímann. Hverjir unnu ? Þeir sem höfðu hæst og lofuðu mestu. Þarf ég að segja meira.
Það þarf að vinna þetta hratt og markvist, þ.e. að opna augu fjölmiðlamanna fyrir þeirri staðreynd hversu almenningur er illa staddur í raun og veru, áður en þessi rulgudallar, sem nú stjórna, klára það sem hinir sem áður stjórnuðu, hófu og fara endanlega með okkur, hinn almenna borgara, á hausinn.
Palli (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 12:34
Munum það Haraldur að dropin holar steinin áhugaleysi fjölmiðla gagnvart Hagsmunasamtökum heimilana sýnir bara nekt þeirra gagnvart því hverjum þeir þjóna
Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.1.2010 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.