Færsluflokkur: Bloggar
Í þessari skýrslu seðlabankans er ekki tekið tillit til yfirdráttarlána, VISA EURO boðsgreiðslum og almennum rekstri heimila. Til að gefa rétta mynd að stöðu heimilanna verður að taka til alla þessara þátta og þessi skýrslan er í raun grafalvarleg. Séu niðurstöður hennar uppreiknaðar út frá hlutfalli heildafjölda heimila yfir á stærri þjóðir væri talað um meiriháttar kreppu og þjóðargjaldþrot.
Talsmáti pólitíkusa má líka fara að taka breytingum í takt við breytta tíma.
Sem dæmi gæti ég sagt:
Það er forgangsatriði að tryggja stöðugleika í landinu. Heimilin standa nú frammi fyrir erfiðum tímum og fyrirtæki landsins þurfa á aðstoð að halda. Í ljósi þess mun ég einbeita mér að því að koma móts við fólkið í landinu og framfylgja þörfum samfélagsins í átt að heilbrigðum hagvexti.......blablabla....
Svona tal er gamaldags og þarf að breyta!!!
Frekar svona:
- Ég mun láta verðtryggingu íbúðarána falla niður.
- Ég mun lækka skatta (sem eru 15%+10% fjarmagnstekjuskattur) á fyrirtæki til að þau þrífist betur og skaffi fleiri störf. Sú lækkun mun verða 6% og 10%.
- Ég mun koma því á framfæri að lífeyrissjóðir landsins standi vörð um velferð og lífsgæði eldri borgara með því að skilda þá til uppbygging þjónustuíbúða fyrir sína sjóðfélaga. Meira lýðræði skal byggja upp í lífeyrisjóðum.
- Heilbrigðisþjónusta og menntun á íslandi verður frí þjónusta fyrir skattborgara þessa lands.
- Lánastofnanir verða að vera annaðhvort í viðskiptum við launþega eða fyrirtæki. Bankar mega aldrei þjóna bæði bönkum og launþegum í einum og sama bankanum. Þannig þarf launþegi aldrei að borga fyrir mistök fyrirtækja í rekstri eða endurfjármagna bankann vegna gjaldþrota eða niðurfellinga skulda. Slíkur banki launþega er rekin af hófsemi og í þágu samfélagsins og rekin með ríkisábyrgð. Banki atvinnulífsins eru fyrir eigendur fyrirtækja og fjárfesta og er ekki rekin með ríkisábyrgð.
Svona tal tel ég vera "töggur" í og staðfesta. Svona tal gefur fólki von!
Enn og aftur....líka gera greinamun á kostnaði á þjóðbúið og tekjuskerðingu. Minni loðnuveiði er ekki kostnaður fyrir samfélagið heldur tekjuskerðing. Það sama á við um niðurfellingu verðtrygging og lækkun skulda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2009 | 11:07
Katrín Ólafsdóttir Hagfræðingur í Speglinum í gær! Skyldulesning!!
Ég varð satt að segja öskrandi af reiði að heyra Katrínu í viðtali í gær í Speglinum á Rás2. Þar á ósköp yfirvegaðan hátt lýsti hún því yfir hversu jákvæð skýrslan frá Seðlabankanum hafi verið um stöðu heimilanna. Áréttaði hún að það væri samt áhyggjuefni en skýrslan hafi komið á óvart hversu jákvæð hún væri. Almenn skynsemi hinsvegar segir mér að EIN fjölskylda sem er fórnarlamb brjálæðis útrásarvíkinga og deyfð í eftirliti hins opinbera er einni fjölskyldu of mikið og MJÖG alvarlegt. Ég gæti líkt þessu við að sérfræðingur segi að það hafi komið honum á óvart vissar tölur um andlát almennings vegna kulda undanfarið og þó að það sé alvarlegt þá voru þetta færri en hann hélt í upphafi. Slík orð er að mínu mati vanvirðingu gangvart einstaklingi.
Síðan var hún spurð um lausnir og þá koma frasi samtímans; "að slíkt þyrfti að skoða gaumgæfulega og komast að góðri niðurstöðu"........daaaa!
Þá fengum við að vita að hennar sjónarmið í að færa 20% niðurfellingu höfuðstóls verðtryggðra íbúðarlán um 20% þá væri það ALLS ekki raunhæft....vegna þess að það mundi kosta svo mikið og þá þyrftu almenningur hvort sem er að borga þennan pening í formi hærri skatta, það þarf nefnilega að borga hlutina einhvern vegin þegar á endan er litið. Hugsið ykkur að Hagfræðingur skuli segja slíkt!
Á mannamáli eru staðreyndirnar hinsvegar þessar.
Ef ég skulda verðtryggt íbúðarlán og höfuðstóll í upphafi 2008 hafi verið 10.000.000 þá er sá höfuðstóll í dag miðað við vísitölu neysluverðs 14.000.000 (dæmi). Þá hafa myndast 4.000.000 hjá lánveitanda sem krafa á lántaka. Hversu mikinn rétt á lánveitandi á þessum 4.000.000 á hendur lántaka miðað við aðstæður í dag og orsaka þeirra? Svarið er; ENGINN RÉTTUR.
Þessi fjárhæð er uppreiknuð miðað við neysluvísitölu (sem td. verð á tómötum) og ekki til í raun og veru. Hinsvegar er það öruggt að lántakinn (skuldari) verður að borga þessar 4.000.000 aukalega. Það sem um ræðir er að vegna þessa hruns sem við stöndum fyrir, mun láveitandi sem er nú í eigu almennings (ríkisins) gefa eftir þessa vísitölu hækkun og þar með þurrka út þessa gervipeninga og gervikröfu frá lánveitanda.
Til þess að hræða okkur við þessari hugmynd þá orðar hagfræðingur eins og Katrín rök sín þannig; Að þetta sé KOSTNAÐUR á samfélagið! RANGT! Þetta er ekki kostnaður! Hver sem getur fært rök fyrir því að slíkt sé kostnaður látið mig vita hér í athugasemdum. Einnig látið mig vita hvernig afnám verðtrygginga sé einnig kostnaður en ekki tekjuskerðing fyrir hagsmunaaðila. Þau rök eru einnig vel þegin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2009 | 18:15
Hefur Kristinn Örn Jóhannesson eitthvað að fela?
Kristinn Örn er búinn að læsa bloggsíðunni sinni.....af hverju ætli það sé?
Ég hef fylgst með VR kosningunum reglulega og hvað menn hafa til málanna að leggja. Ekki hefur Kristinn frekar en hinir frambjóðendurnir mikið upp á að bjóða þannig að ég er einn af 409 sem tóku ekki afstöðu. Þó hefur Gunnar Páll langmestu reynsluna þannig að samkvæmt hæfni gæti ég fullyrt að hann er afar vel að sér í þróun mála í verkalýðshreyfingum víða um heiminn. Gunnar Páll tapaði bara út af sinni stöðu hjá Kaupþing og þeirri stöðu sem hann kom sér í.
Þetta er ástæðan fyrir því að X-D gæti meira en verið lent í því að fá einungis 15-20% fylgi í næstu kosningum. Ekki það að þar séu nýir menn og allt breytt, almenningur er reiður út í kerfið og þá sem því stjórnuðu.
En hvers vegna læsir Kristinn Blogg síðunni sinni? Ætli hann hafi sagt eitthvað sem foringi VR hefði ekki mátt segja? Veit það ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 00:36
Hvernig eigum við að raða inn á XD?
Margir af mínum vinum sem hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn eru nú ekki "sjor" og það sama á við um mig...Flokkurinn þarf meiriháttar breytingu til að maður gefi honum traust. Ekki það að hinir flokkarnir séu eitthvað skárri....í raun gerir mann ruglaðan þar sem traustur leiðtogi með festu og ákveðni vantar gjörsamlega. En XD gæti litið svona út:
Reykjavík
- Pétur Blöndal
- Dögg Pálsdóttir
- Guðmudur Kjartansson
- Jón Magnússon
- Kolbrún Bladursdóttir
- Jórun Frímansdóttir Jensen
- Jón Kári Jónsson
- xxxx
- xxxx
- xxxx
Suðvestur
- Bjarni Benediktsson
- Ármann Kr Ólafsson
- Jón Rúnar Halldórsson
- Snorri Magnússon
- Bryndís Haraldsdóttir
- Haukur Þór Hauksson
- Óli Björn Kárason
Suður kjördæmi - Allir nema Árni Jónsen
Hef ekki nennt að kíkja á hin kjördæmin.
Mín tilfinning er að ef Sjálfstæðisflokkurinn tekur ekki almennilega til og komi með hnitmiðaða og einfalalda áætlun með smá "göts" þá fái flokkurinn aðeins ca. 20% fylgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2009 | 11:28
Bakkabræður, Gísli, Eiríkur og Helgi urðu ástfangnir af Maríu.
Ekkert er að því að eiga snekkju ef maður á peningana. En að fá lán fyrir því er svolítið geggjað...eða hvað finnst ykkur. Ætli veðið hafi verið skothelt? Á meðan að 17.000 manns standa atvinnulausir, höfuðstólar íbúðarlána ríkur upp og verðlag hækkar eru slíkar fréttir daprar.
Ástæðan er að við búum í smáríki þar sem allir þekkja alla og stórborgaralífstíll er fjarlægur.
Frétt af Vísi .8 mars.
http://www.visir.is/article/20090308/VIDSKIPTI06/181395571
Nánari uppl um Maríu þeirra Bakkabræðra.
http://www.charterworld.com/index.html?sub=yacht-charter&charter=motor-yacht-mariu-1066
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 09:41
Verðbólga og verðtrygging snertir okkur öll!!!
Endur-endurbirting á bloggi hjá mér frá árinu 2006.
Til gamans fletti ég upp í bloggsíðunni minni og gróf upp mína fyrstu færslu hér á mbl.is sem var færð inn þann 23.nóv 2006. Þá var ég að íhuga hvort ég ætti að taka erlent lán eða hefðbundið íslenskt íbúðarlán.
http://hhbe.blog.is/blog/hhbe/entry/60011/
Bloggar | Breytt 30.6.2010 kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 09:14
Hvern á að kjósa í næstu kosningum?
Það sem ég kem til með að kjósa er sá hópur sem einbeitir sér að stöðugleika í gjaldeyrismálum og almennum stöðugleika í þjóðfélaginu (í fljótu virðist það vera með upptöku Evrunnar).
Hópurinn þarf að berjast með öllum mætti að afnema verðtryggingu af lánum (verðtrygging er ólögleg á íslandi vegna sögulegum óstöðugleika verðbólgunnar). Fasteignalán skulu vera hefðbundin lán með fasta vexti, ekki breytilega. Með lögum þarf lánveitandi og lántakandi að skrifa undir greiðsluyfirlit sem skal standast. Punktur!
Lagasetning um skyldur lífeyrissjóða þarf að bæta til muna. Ég er persónuelga hrifinn af því að félagsmenn hafi meiri völd gangvart launagreiðslum stjórnenda og öðrum skuldbindingum.
Þá á að setja lög að árlega fari dágóður hluti af peningum lífeyrissjóðanna í uppbyggingu íbúða, þjónustu og umhverfi sem gerir eldri borgurum lífið FRÁBÆRT en ekki bærilegt.
Sá hópur sem styður Hagsmunasamtök Heimilanna fær mitt atkvæði.
Sá hópur sem eru óhræddir við að fara út fyrir hið hefðbundna og koma með frumlegar tillögur um framför og stöðugleika fær mitt atkvæði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2009 | 09:58
Hvern á að kjósa í næstu kosningum?
Það sem ég kem til með að kjósa er sá hópur sem einbetir sér að stöðugleika í gjaldeyrismálum og almennum stöðugleika í þjóðfélaginu (í fljótu virðist það vera með upptöku Evrunnar).
Hópurinn þarf að berjast með öllum mætti að afnema verðtryggingu af lánum (verðtygging er ólögleg á íslandi vegna sögulegum óstöðugleika verðbólgunnar). Fasteignalán skulu vera hefðbundin lán með fasta vexti, ekki breytilega. Með lögum þarf lánveitandi og lántakandi að skrifa undir greiðsluyfirlit sem skal standast. Punktur!
Lagasetning um skyldur lífeyrissjóða þarf að bæta til muna. Ég er persónuelga hrifinn af því að félagsmenn hafi meiri völd gangvart launagreiðslum stjórnenda og öðrum skuldbindingum.
Þá á að setja lög að árlega fari dágóður hluti af peningum lífeyrissjóðanna í uppbyggingu íbúða, þjónustu og umhverfi sem gerir eldri borgurum lífið FRÁBÆRT en ekki bærilegt.
Sá hópur sem styður Hagsmunasamtök Heimilanna fær mitt atkvæði.
Sá hópur sem eru óhræddir við að fara út fyrir hið hefðbundna og koma með frumlegar tillögur um framför og stöðugleika fær mitt atkvæði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2009 | 23:15
Afnám verðtryggingar og niðurfelling skulda kostar ríkið, bankanna og lífeyrissjóðina ekki krónu!
Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri, hagfræðingar Samfylkingarinnar, hagfræðingar Lífeyrissjóðanna, stjórnendur íbúðarlánasjóðs og stjórnendur bankanna okkar "ríkisbankanna" tala allir sama tungumáli þegar alvöru hugmyndir koma fram til að koma leiðréttingu í gang gagnvart íburðarlánum íslendinga hvort sem er í íslenskum krónum eða erlendri mynt. Það er að aftureikna erlendu lánin og breyta yfir í krónur. Það er að afnema verðtryggingu af fasteignalánum og það er að leyfa lántakendum að njóta þeirrar niðurfellingar sem var við millifærslu lána milli gömlu og nýju bankanna. Það tugumál sem þessir snillingar nota er "hræðslutungumál". Hver hefur ekki heyrt þessa setningu; "...slíkar hugmyndir eru óraunhæfa þar sem slíkt kostar xxxxxx fyrir 700 milljarða. Það borgar sig að hugsa um eitthvað annað því slíkt er óraunhæft". Staðreyndin er hinsvegar sú að þetta kostar ekki þessar stofnanir ekki eina krónu. Þegar við tölum um kostnað þá skiljum við það þannig að við tökum upp veskið og borgum einhverjum eitthvað...rétt? Ef hinsvegar mitt fyrirtæki fer í aðgerðir sem gerir það að verkum að launin mín lækka um 10.000 krónur þá er um að ræða TEKJUSKERÐINGU.
Þannig að rétt skal vera rétt. Setning snillingana á þannig að hljóma; "...slíkar hugmyndir eru óraunhæfa þar sem slíkt gerir það að verkum að við verðum fyrir 700 milljarða TEKJUSKERÐINGU...."
Þá getum við í kjölfarið spurt okkur hvort við viljum að þessu milljarða stofnanir sem eru í engir hættu til lengra tíma litið verði fyrir TEKJUSKERÐINGU eða að íslendingar geti undir venjulegum kringumstæðum aldrei eigast fasteign eða greitt upp sín lán? Í mínum huga er það ekki spurning að kerfið skal vera til þess gert að við getum notið þess að búa á íslandi, ef ekki skal endurskoða kerfið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2009 | 14:40
Afnám verðtryggingar og niðurfelling skulda kostar ríkið, bankanna og lífeyrissjóðina ekki krónu!
Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri, hagfræðingar Samfylkingarinnar, hagfræðingar Lífeyrissjóðanna, stjórnendur íbúðarlánasjóðs og stjórnendur bankanna okkar "ríkisbankanna" tala allir sama tungumáli þegar alvöru hugmyndir koma fram til að koma leiðréttingu í gang gagnvart íburðarlánum íslendinga hvort sem er í íslenskum krónum eða erlendri mynt. Það er að aftureikna erlendu lánin og breyta yfir í krónur. Það er að afnema verðtryggingu af fasteignalánum og það er að leyfa lántakendum að njóta þeirrar niðurfellingar sem var við millifærslu lána milli gömlu og nýju bankanna. Það tugumál sem þessir snillingar nota er "hræðslutungumál". Hver hefur ekki heyrt þessa setningu; "...slíkar hugmyndir eru óraunhæfa þar sem slíkt kostar xxxxxx fyrir 700 milljarða. Það borgar sig að hugsa um eitthvað annað því slíkt er óraunhæft". Staðreyndin er hinsvegar sú að þetta kostar ekki þessar stofnanir ekki eina krónu. Þegar við tölum um kostnað þá skiljum við það þannig að við tökum upp veskið og borgum einhverjum eitthvað...rétt? Ef hinsvegar mitt fyrirtæki fer í aðgerðir sem gerir það að verkum að launin mín lækka um 10.000 krónur þá er um að ræða TEKJUSKERÐINGU.
Þannig að rétt skal vera rétt. Setning snillingana á þannig að hljóma; "...slíkar hugmyndir eru óraunhæfa þar sem slíkt gerir það að verkum að við verðum fyrir 700 milljarða TEKJUSKERÐINGU...."
Þá getum við í kjölfarið spurt okkur hvort við viljum að þessu milljarða stofnanir sem eru í engir hættu til lengra tíma litið verði fyrir TEKJUSKERÐINGU eða að íslendingar geti undir venjulegum kringumstæðum aldrei eigast fasteign eða greitt upp sín lán? Í mínum huga er það ekki spurning að kerfið skal vera til þess gert að við getum notið þess að búa á íslandi, ef ekki skal endurskoða kerfið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar