14.10.2008 | 20:17
Mjög mikilvægt að þetta sé gert hratt og vel!
Ef þetta er ekki gert strax fyrir næstu útreikninga á lánunum þá verða mörg þúsund fjölskyldna STRAX komin á vanskilaskrá og innan við 4 mánuði kominn í þrot. Þetta er grafalvarlegt!!!
Nú heyrast raddir að þetta eiga líka að frysta hefðbundinn lán, sem væri algjört glapræði. Gerum okkur grein fyrir að þeir sem tóku erlent lán eins eru langt frá því að græða á því að fá lánið fryst, vegna þess að eftir frystingu eru bönkunum leyft að setja það vaxtaálag sem þeim þóknast, þá eru erlendu lánin ekki einungis háð gengi (sem ekki er til) heldur lika eftir duttlungum nýju ríkisbankanna.
Það er ekki rökrétt að horfa á gengislán sem skammtíma áhættu lán heldur voru langtímalán til fasteignakaupa og því ekki rétt að refsa þeim fjölskyldum sem þetta kusu. Eftir þessar harmfarir eru nú þessi gjaldeyrislán í raun þannig gerð að þau gera fólk gjaldþrota á innan við 4 mánuðum. Það sem er réttast er að breyta þeim í krónu lán, afturreikna lán þegar þau voru tekin og reikna síðan nákvæmlega sömu vaxtakjör og hin hefðbundnu íslensku fasteignalán, þá eru allir komnir við sama borð.
Það sem þarf að laga líka er spennutreyjan á erlendum bílalánum sem við erum í.
![]() |
Afborganir verði frystar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 20:08
Gordon Brown er í dapri stöðu á heimamarkaði.
Eftir að ég las þessa grein eru mörg þúsund sinnum meiri ástæða fyrir Gordon Brown að fljúga til Washington og lemja Bush. Frekar kýs hann að ráðast á litla íslandi og að auki líkja okkur, (sem höfum engin heimsvöld) við hryðjuverkamenn. Maðurinn er vægast sagt mjög umdeildur og mun ekki verða lengi þarna inni við völd.
Eigum við kannski að bjóða honum á sveitaball og láta Guggu gefa honum gott í kropinn :-).
Síðan er til gamans myndir af tvíburum...eða?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekki einu sinni hugsa ykkur að ástæða þessa hruns sé einum manni að kenna eða einum banka.
What we have learned from this whole exercise over the last few years is that it is not wise for a small country to try to take a leading role in international banking.
http://news.yahoo.com/s/nm/20081009/bs_nm/us_financial_iceland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 22:51
Davíð vantar hæfan slökkviliðsstjóra til að slökkva í brennuvörgunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 21:49
New York times sagði....og Davíð er.....
To many Icelanders, their country is the victim of foreign speculators, circling like sharks smelling blood. To outside investors, Iceland is the victim of its own excesses.
Sjá blogg síðan í Apríl hjá mér:
http://hhbe.blog.is/blog/hhbe/entry/511906/
Síðan verð ég að gefa Davíð (DO) mitt atkvæði fyrir þor og hug að koma fram í Kastljósi kvöld með sýna snilld. Ég er sannfærður um að stór hluti þjóðarinnar hafi róast við að heyra í honum. Samkvæmt fræðingum á hann að ekki að tjá sig og ef hann þarf þess á hann að gera það á yfirborðskenndan og loðinn hátt. Nei....DO var hann sjálfur enn og aftur og brilleraði. Hann á eflaust marga andstæðinga vegna einhverra tilfinninga, en ísland hefur vissa sál og hann er svo sannarlega hluti af henni. Áfram ísland!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlutafjáraukning í Glitni á næsta leiti...eða vitið þið hvað lausafé er í raun?
Gummi í Bónus er síðan farin að taka við skipunum frá Jóni Ásgeiri um að efna til múg-æsings með íslenska vöru....er skítlegt eðli manna að koma nú í ljós?
Einnig voru nokkur viðtöl í dag í fjölmiðlum sem "meikuðu sens". Hitt var hræðsluáróður og tilbúningur. Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London school of Economics kom með nýjan vinkil sem jarðar þetta kvart og kvein BAUGS vina. Einnig staðfesti mína skoðun hversu óheppilegt það er að hafa Davíð Oddson í seðlabankanum.
Hlustið á þetta: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4437647
Kíkið að þetta við tækifæri: http://www.youtube.com/watch?v=k3_G3hqNkxo&feature=user
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gummi í Bónus er síðan farin að taka við skipunum frá Jóni Ásgeiri um að efna til múg-æsings með íslenska vöru....er skítlegt eðli manna að koma nú í ljós?
Einnig voru nokkur viðtöl í dag í fjölmiðlum sem "meikuðu sens". Hitt var hræðsluáróður og tilbúningur. Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London school of Economics kom með nýjan vinkil sem jarðar þetta kvart og kvein BAUGS vina. Einnig staðfesti mína skoðun hversu óheppilegt það er að hafa Davíð Oddson í seðlabankanum.
Hlustið á þetta: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4437647
Kíkið að þetta við tækifæri: http://www.youtube.com/watch?v=k3_G3hqNkxo&feature=user
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2008 | 00:03
Það er enginn kreppa...spáðu í þessu!!!
Þegar heildverslunin Danól flytur inn morgunkorn þar sem eining kostar í innkaupum 1 evra kostaði pakkinn kr. 121 fyrir skemmstu. Nú kostar hann rúmar 154 krónur þegar þetta er skrifað. Þetta á við allar þær vörur sem eru innfluttar. Verðbólga á íslandi er rétt að hefjast. Ég starfa á þeim vetfangi að sú vara sem við seljum kostaði allt að 650.000 kr. minna í gær en í dag. Hvernig haldið þið að það sé hægt að starfa við slíkan óstöðugleika? Fyrir nokkru var ákveðið að framkvæma það sem þarf að framkvæma til að ná markmiðum. Er sú staða ekki kominn hjá okkur öllum? Hvernig væri sem dæmi að auka þorskkvóta um 300.000 tonn og fá gjaldeyri inn STRAX. Við skulum skera niður í góðæri og fara niður í 50.000 tonn þegar veður leyfir. Auðvitað er slíkt hjal óábyrgt þegar við höfum verið samviskusöm í verndun fiskistofnsins. EN...EN...hvað þurfum við að gera til að unga fólkið sem var lokkað inn í hagstæðu erlendu lánin verði ekki gjaldþrota í desember-janúar? Hvað er hægt að gera til að olíufélögin geti nálgast gjaldeyrir til að versla olíu? (hverjum datt í hug að ég mundi vorkenna þeim). Hvað er hægt að gera til að stýra fyrirtækjum frá því að segja upp fólki í stórum stíl fyrir áramót? VIÐ erum kominn á þann punkt að segja...gerum það sem við þurfumað gera!!! Lykilorðið að heimabanka Glitnis er útrunnið hjá erlendum bankalínum og það verður hið sama hjá Kaupthing og Landsbankanum á næstu 4-12 vikum.
Ballið er rétt að byrja. Okkar efnahagsástand er ekki að brotlenda heldur er að springa. Ég spáði þessu fyrir nokkrum mánuðum og margir héldu því fram að ég væri einum of svartsýnn.
Því til sönnunar keypti ég í sýndarveruleika 50.000 evrur á genginu 102 á þeim tímapunkti og í dag gat selt þær fyrir 154 kr. Hver vill ráðleggja mér að selja þær á morgun? Endilega leggið inn ykkar álit á því hvenær þið teljið að rétt sé að selja!
....sameinumst sem heild, seljum fisk eins og brjálæðingar og hittumst n.k miðvikudag með Bubba fyrir framan alþingi og látum í okkur heyra. Hver veit nema að selji Evrurnar fyrir hádegi þann dag, klifri upp á styttu Jóns Sigurðssonar og dreifi hagnaðinum af 50.000 evrum yfir alla sem mæta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 20:08
Hvernig stendur á því að hinir gjaldmiðlarnir falla þá ekki líka?
Fyrst þetta er svona slæmt annarsstaðar afhverju veikjast þá ekki aðrir gjaldmiðlar. Að kenna útlöndum um á staðreynd að fjárfestar trúi ekki á krónuna er rugl.
Lesið þetta blogg.
http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/
![]() |
Ástæða veikingar krónu kemur erlendis frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.8.2008 | 23:42
Hærri skattar er lausnin!!!
Í Speglinum á Rás 2 í dag var frétt og viðtal við Þórólf Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands um þá staðreynd að ríkistjórnin hefur ekki enn tekið gjaldeyrislánið sem það fékk heimild til að taka fyrr á árinu. Eitt leiddi af öðru í þessu viðtali og niðurstaða Þórólfs var sú að ríkistjórnin mundi verða að hækka skatta til að hjálpa til þess að geta tekið þetta lán. Um leið og ég heyrði þetta spurði ég sjálfan mig hvort ég hafi misst af einhverju og hvort ég væri að missa frá mér almenna skynsemi? Ég spurði sjálfan mig hvort svona fárveik króna og brjáluð verðbólga (13%...gott fólk) væri ekki nógu skýr skilaboð til þjóðarinnar um sparnað og aðhald. Eða er ég að misskilja þennan Hagfræðing? Ætli hann geri sér grein fyrir að einstaklingar hafa ekki aðgang að neinu fjármagni til kaupa á einu eða neinu nema í gegnum 26% yfirdráttarvexti eða 22% neyslulán. Vextir í erlendri mynt er.....gott fólk......tæp 13%. Ástæðan fyrir lágum gjaldeyrisforða ekki vegna neyslu einstaklinga í þjóðfélaginu, eða hvað heldur þú? Það er aðeins mjög lítill hluti og þeir sem hafa leikið sér með kerfið eru bankarnir. Síðan eigum við skattborgararnir að kaupa lán á OKURvöxtum og á sama tíma auka við okkur skattbyrðina til hjálpa bönkunum að geta fengið meira erlenda mynt.
Sjá frétt af Rás 2:
Nauðsynlegt er að stækka gjaldeyrisforða Seðlabankans verulega, segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Forðinn er ekki nema um 200 milljarðar króna en þyrfti að vera allt að 2500 milljarðar króna, segir Þórólfur. Það dugi ekki að hvetja fólk til að spara. Leggja þurfi á aukna skatta svo unnt sé að byggja upp nægilega stóran gjaldeyrisvarasjóð. Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, hagfræðingur hjá Greiningardeild Landsbankans, segir að ríkisstjórnin eigi að efna loforðið um að taka stórt erlent lán til að auka gjaldeyrisforðann. Það skipti ekki öllu máli þótt kjörin séu ekki góð - láninu hafi verið lofað og það eigi að efna. Annað séu röng skilaboð til erlendra markaða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
-
godsamskipti
-
gummisteingrims
-
andres
-
dofri
-
sigmarg
-
gattin
-
agustolafur
-
ellyarmanns
-
emmgje
-
finnurtg
-
tommi
-
hipporace
-
arnheidurmagg
-
formula
-
baldvinj
-
launafolk
-
dullur
-
gisgis
-
eirikuro
-
erla
-
folkerfifl
-
fridrikof
-
ulfarsson
-
gerdurpalma112
-
gudni-is
-
gullvagninn
-
jarnskvisan
-
id
-
fun
-
jamesblond
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
ludvikludviksson
-
magnusmar
-
marinogn
-
maggimur
-
hux
-
rrs
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
sigurjons
-
snorrima
-
spurs
-
vala
-
thordisb
-
tbs
-
thrudur
-
vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar