Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
31.3.2010 | 21:48
Tillögur til sátta um lausn á skuldavanda heimilanna
Þeir sem hlustuðu á hádegisfréttir í dag á Bylgjunni heyrðu af fréttatilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna um þá vinnu sem hefur farið fram á undanförnum vikum. Vinnan var þverpólitísk og til eftirbreytni á allan hátt. Hinsvegar er það áhugavert hverju slíkar viðræður skila að lokum og vona ég innilega að þarna taki menn og konur hönd saman og sameinist um mannlegar og heilbrigðar niðurstöður. Þess vegna ákvað ég að setja inn hér þessa skýrslu frá hagsmunasamtökunum og leyfa þér að lesa.
Ég vill þakka stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna fyrir þá vinnu og þá þúsundir klukkutíma sem stjórnarmeðlimir hafa fórnað í baráttuna fyrir réttlæti heimilanna í landinu.
Einnig er ég persónulega ánægður með að einstaklngar sem hafa unnið fyrir hönd stjórnar þessa lands sem og stjórnarandstöðu sé nú loksins tilbúnir að slíðra sverðin og klára þau mál sem snúa að skuldastöðu heimilanna með réttlæti í huga.
Allir vita að hingað til hafa lánveitendur hlotið verndar Samfylkingar og Vinstri Grænna, mörgum til undrunnar. Hinsvegar er tími réttlætis lántaka kominn og mannleg gildi látin ráða ferðinni.
Þú sem lest þetta bið ég að skrá þig í samtökin á www.heimilin.is og styðja þessa baráttu.
Hér er skjalið sem ég vitnaði í.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2010 | 02:20
Live myndir af eldgosi!
http://mila.is/eldgos/ Hér er linkurinn til þess að skoða eldgosið.
Minni á að senda á mig póst, hhbe@simnet.is ef þú hefur einhverjar skemmtilegar sögur.
Kv.
Halli
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2010 | 07:42
Var Steingrímur ekki þreyttur á kjaftæðinu?
Jæja, þá kom útspil ríkistjórnarinnar og Skjalborgin kominn. Var ég vongóður að þarna væri allt að gerast og bjartari tímar framundan. En, nei....þau náðu ENN og AFTUR að klúðra þessu. Þeir sem hafa kynnt sér þetta sjá að langflestar af þessum tillögum eru þannig að verið er að slá á einkenni sjúkdómsins en ekki einu sinni reynt að lækna hann, svona eins og að gefa krabbameinssjúklingi morfín frá upphafi greiningar sjúkdómsins í stað þess að reyna að ná tökum á meininu með réttri meðferð.
Til að skilja þessar tillögur þurfum við að fara tala barnamáli. Ef ég skil rétt þá eru aðstæður eftirfarandi:
í Apríl 2007 tók ég íbúðarlán erlendri mynt upp á kr. 9.100.000. Samkvæmt bókum Landsbankans stendur það í dag í tæpum 22.000.000. Hvað gerðist eiginlega? Ég hef alltaf staðið í skilum og verið öllum lántökum til eftirbreytni. Eru menn ekki sammála um forsendubrest? Að sjálfsögðu átti maður ekki að taka svona lán en verðtryggð íbúðarlán voru svo ÓGEÐSLEG í eðli sínu að lánveitandinn mælti með fjármögnunarleið í erlendri mynt. Búið og gert. Nú ætlar Steingrímur og Jóhanna að standa við loforð um Skjaldborg og komu með þessa úrlausn í síðustu viku. Sú lausn þýðir að ef Landsbankinn ætlar að leiðrétta höfuðstólinn vegna forsendubrestsins að þá ætla Skjaldborgin í staðinn að ganga að mér og minni fjölskyldu með því að skattleggja leiðréttinguna? Er þetta rétt? Er þetta ég að misskilja eða...?
Ég veit ekki um þig sem lest þetta, en ef einhver er orðin þreyttur á kjaftæðinu þá er það ég!
Afskriftir verða skattlagðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.3.2010 | 23:44
Steingrímur J. er ekki einn um það að vera þreyttur á kjaftæðinu!
Þessi frétt hér á mbl.is um frétt sem var flutt á Stöð 2 í kvöld er ekkert kjaftæði. Kjaftæðið kemur oft frá þeim sem ekki hafa efni slíku. Þarna er Guðjón Ragnarsson í hlutverki Ragnars Reykás og er tvísaga. Ef ekki, þá er ekkert til sem heitir að vera tvísaga. Slíkar yfirlýsingar fær mann til að sýna sínar slæmu hliðar. Þetta er ekki til eftirbreytni, finnst ykkur?
Þeir sem vilja sjá orginal skjalið frá honum geta fengið Orginal skjalhér!
Frétt Stöðvar 2 um málefnið - smellið hér -
Telur sig ekki hafa verið tvísaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.3.2010 kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.3.2010 | 22:08
Við verðum að standa vörð!
Eftir að hafa kosið sl. Laugardag um Iceasve þvæluna, fór minn maður niður Laugarveginn og á Austurvöll með skilti í hönd. Þetta er fyrsta skipti sem ég geri slíkt og var alls ekkert svo erfitt. Hinsvegar var sorglegt að sjá meðvitundarleysi íslendinga, því þarna voru aðeins mættir um 1000 einstaklingar. Hvað þarf til þess að fólk hættir að rúnta í bílunum og fara standa vörðinn.
Karlinn sjálfur í grænu úlpunni - "Defend our homes"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2010 | 22:39
Samviskusamur og siðlaus einstaklingur er hættulegur samfélaginu
Nú þegar styttist í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu er eins og það séu að verða tímamót. Fólk sem ekki hefur látið í sér heyra er nú staðið upp. Hverju er að kenna? Ég held að það sé hægt að fullyrða að almenningur er alveg komið með upp í kok af því siðleysi sem er í gangi innan stjórnsýslunnar, aðgerðir fjármálastofnanna gangvart fjármagnseigendum og sukkið sem þessu öllu fylgir.
Sem dæmi eru allir starfsmenn Landsbankans í miklum ham að hámarka verðgildi þeirra krafna sem þeir eiga hingað og þangað. Ástæðan er að starfsmönnunum eru borgaðir bónusar fyrir slíkt og hef fengið það staðfest.
Þannig gengur sú saga að bílaleigan Hertz hafi verið seld ágætum mönnum með það í samningi að þeir versli aðeins bíla frá Toyota. Þannig hafi bankinn hámarkað virði sinna krafna í Hertz og Toyota á sama bretti. Allt á kostnað óeðlilegra samkeppnishátta, allt á kostnað neytandans. Hins vegar vona ég að þessi síðasta saga sé ekki á rökum reyst því slíkt væri einfaldlega siðlaust.
Ég hvet þig sem þetta lest að smella á þennan link til þess að kóróna þetta allt saman.
Hvaða einstaklingur ætli sé með þeim alræmdustu fyrir það að vera bæði siðlaus og samviskusamur?
Adolf Hitler?
En íslendingur?
Bloggar | Breytt 5.3.2010 kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Taktu þátt í skoðunarkönnun!
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Hagnaður Landsvirkjunar 8,7 milljarðar króna
- Freyja svarar nú á íslensku
- Þrír nýir starfsmenn til Reita
- Kaupfélag Skagfirðinga vill kaupa B.Jensen
- Spá 4,5% verðbólgu í nóvember
- Ný útgáfa af orkuskipti.is kynnt í Hörpu
- Rekstrarniðurstaðan lituð af of mikilli yfirbyggingu"
- Um 170 ný störf gætu skapast
- Almenningur ber Íslandsálagið
- Stýrivextir þurfi að lækka töluvert