Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
19.1.2010 | 23:45
Stjórnvöld ætla ekki að gera neitt meira fyrir fjölskyldurnar í landinu! Skjalborg heimilanna í landinu er lokið!
Samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum á lokuðum fundi með stjórnvöldum var fullyrt að aðgerðir verða EKKI meiri gangvart leiðréttingu verðtryggða og gengistryggðra íbúðarlána fyrir fjölskyldur í landinu. Ekkert slíkt á dagskrá! Skjaldborginni er lokið.
Málin eru komin í hendur bankamanna sem þeir treysta að taki á hverju máli fyrir sig að auðmýkt. Skjaldborgin hennar Jóhönnu og Steingríms er því lokið þó svo að hún hafi aldrei byrjað. Úrræði um greiðslujöfnun er strax orðin klúður, það er ef þú vilt afþakka slíka aðgerð verður þú að staðgreiða greiðslujöfnunarreikninginn vegna þess að tölvukefið er ekki tilbúið. Fyrir utan 110% leiðréttingu húsnæðislána virka einungis fyrir þá sem eiga hús sem kostuðu yfir 80 milljónir. Allar hinar aðgerðirna sem bankarnir bjóða uppá eru bara brandari. Smelltu hér því til staðfestingar!
Árni Páll er einn stór brandari og sá sem getur sannfært mig um annað er töframaður. Sáuið þið ekki tíu fréttir 19.01 2010. Hlustið á Árna Pál!
Við krefjumst að stjórnvöld leiðrétti öll fasteignalán í landinu þannig að við getum sagt að einhverjar aðgerðir séu að færa okkur réttlæti (justice)! Við krefjumst afnám verðtryggingu, smelltu hérna út af hverju!
Ég krefst þess að við förum að vakna upp úr Icesave rotinu og afneitun, myndum nýja stjórn fyrir heimilin í landinu og tökum völdin.
Ég hef miklar áhyggjur að margir íslendingar séu að koðna niður af þreytu og vonleysi. EKKI GEFAST UPP.
MÆTUM Á AUSTURVÖLL ALLA LAUGARDAGA kl. 15:00. Færum hörku í báráttuna okkar!
Bloggar | Breytt 20.1.2010 kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
16.1.2010 | 18:55
Ætlar þú að gefast upp?
Ég ég stóð blautur í fæturna í blautu grasinu á Austurvelli í dag fór ég að hugsa. Getur verið að umræða fjölmiðla á málefni Icesave deilurnar og sú athygli sem það brýna verkefni fær sé í raun ekki svo slæmt fyrir stjórn landsins? Getur stjórn landsins snúið veikleika yfir í styrkleika þannig að þeir lifi af út kjörtímabilið? Á sama tíma fór ég að hafa áhyggjur af því að baráttan fyrir réttlæti gagnvart heimilum í landinu væri hreinlega að dofna. Ætlar þú að gefast upp?
Getur það verið að við séum orðin svo þreytt á neikvæðri umræðu að flest okkar hreinlega nenna ekki að hugsa eða taka þátt í þessari erfiðu baráttu?
Er ekki bara betra að nýta okkar frítíma í það að huga að fjölskyldu og vinum?
Er þetta ekki bara töpuð barátta? Best fyrir okkur að gleyma þessu?
Það er einskær von stjórn landsins, fjármagnseigenda og ráðamanna banka og lánastofnanna að svo sé. Það verður til þess að þeir fái frið til þess að vinna sína vinnu eins og þeir voru vanir að gera. Ætlar þú að gefast upp?
Ástæða þess að Icesave samningurinn er í uppnámi gagnvart hefðbundnum aðstæðum að á íslandi varð bankahrun og þar af leiðandi forsendubrestur. Þessi forsendubrestur er einnig fyrir hendi gagnvart öllum verðtryggðum og gengistryggðum fasteignalánum. Þessi forsendubrestur er okkar vopn í áttina að réttlæti!
Ætlar þú sem lest þetta að gefast upp?
Kíktu á greiðsluseðilinn þinn af fasteignaláninu þínu! Hver var upprunaleg lánsfjárhæð? Hvar stendur er höfuðstóll lánsins í dag? Hvað ertu búin að borga margar greiðslur? Reiknaðu! Ertu sátt/sáttur? Er þetta bara ósköp eðlilegt? Ástæðan fyrir þessu er ekki út af því að tölvan reiknar þetta svona út. Ástæðan er afleiðing ákvörðunar fárra manna sem sitja og sátu við stjórn þessa lands.
Ætlar þú að gefast upp?
Að sama skapi vissu allir lántakendur gengistryggðra bílalána að lánin væru áhættusöm en þar hefur orðið þessi forsendubrestur sem gerir það að verkum að báðir aðilar verða að semja upp á nýtt. Er verið að gera það með réttlæti í huga? Er verið að koma á móts við fólkið í landinu?
Bankarnir keyra áfram ímyndarherferðir um að þeir séu að alla vilja gerðir til þess að koma á móts við sína viðskiptavini. Stjórnmálamenn landsins segja að þessi málefni séu nú í höndum bankanna og fjármálafyrirtækja. Ég spyr; er þeim treystandi? Eru þeir að viðurkenna forsendubrestinn? Eru stjórnvöld að viðurkenna forsendubrestinn? Ég fullyrði hér að ALLAR úrlausnir bankanna eru þannig uppsett að hin venjulegi skuldari heldur að það sé verið að laga hans stöðu eins mikið og hægt er. ÞAÐ ER BLEKKING.
Til þess að skýra það út BLEKKINGUNA á einfaldan máta langar mig til þess að setja aðstæður upp svona; Nágranni þinn sýnir áhuga að fá lánað einn líter af mjólk. Að auki vill nágranninn ekki einungis borga þér einn líter af mjólk til baka, heldur með vöxtum, svona ca. 200 ml. að auki. Hinsvegar vill svo til að þú átt enga mjólk í ísskápnum þannig að þú færð lánað einn líter hjá öðrum vini sem þú síðan lánar áfram til nágrannans. Síðan gerist það að þú þarf ekki að borga vini þínum til baka nema hálfan líter í stað heils líters. Þú heldur kjafti gagnvart nágrannanum um þennan aflsátt sem þú fékkst og heldur áfram að rukka hann um þennan eina líter + 200 ml. vaxta greiðsluna. Er þetta rétt?
Ætlar þú að gefast upp?
Mótmæltu skuldabagganum á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 98449
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar