Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
27.8.2009 | 23:16
Hefur þú heyrt um Hagsmunarsamtök Heimilanna?
Eins og þú hefur væntanlega tekið eftir hafa baráttumál þessara samtaka loksins fengið hljómgrunn hjá aðilum sem hingað til hafa hingað til hunsað þau. Þá er að líða að þeim tíma að tugþúsundir heimila geta með naumindum náð endum saman og stór hluti komin á barm gjaldþrots.
Gerum okkur grein fyrir að ef íbúðarverð væri ekki inn í vísitölu væri verðbólgan yfir 30%.
Kaupmáttur hefur hrunið þar sem langflestir hafa tekið á sig tekjuskerðingu til að hjálpa sínum atvinnurekundum, til að létta undan þeirra fastakostnaði.
Fjögur rakvélablöð í Lyfju kosta kr. 4008. Sjampóbrúsi á kr. 600 og bensínlítrinn að skríða í 200 kr.
Á meðan við hjálpum okkar atvinnurekundum að ná endum saman hefur á sama tíma allur fastakostnaður heimilanna ROKIÐ upp og er rétt að byrja. Tekjur heimilanna er á sama tíma á hraðleið niður, svo ekki sé minnst á þær fjölskyldur sem þurfa að upplifa atvinnuleysi.
Leggðu Hagsmunasamtöku Heimilanna lið einfaldlega með því skrá þig, það kostar ekki krónu.
Með samstöðu getum við ná fram réttlæti fyrir öll heimili í landinu. Kíktu á www.heimilin.is og skráðu þig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2009 | 22:45
AGS setja reglurnar...þeir ráða ferðinni!
Orðið af götunni segir að talsmenn AGS á Íslandi séu með fingur í fjölmörgum málum, mikið meira en við almenningur fáum að vita. Mikið óskaplega væri gaman að fá að vita hvaða stefnu þeir hafa gagnvart skuldsettum heimilunum í landinu.
Þannig eru málin að stjórnvöld og bankannir voru komnir á þá braut að kynna aðgerðir sem mundi færa eilítið ljós í enda ganganna gangvart verðtryggðum og gengistryggðum íbúðarlánum heimilanna í landinu.
Þá gerðist eitthvað sem bæði stjórnvöld og bankannir hafa ekki viljað tjá sig um. Eina skýringin er afskipti AGS fyrir hönd erlendra kröfuhafa í ferlinu. Eftirfarandi er greinagerð skrifuð af ÓTRÚLEGA duglegu og samviskusömum einstaklingum sem stunda óeigingjarnt starf fyrir almenning í landinu sem er stjórn Hagsmunasamtaka Heimilanna. Ég hvet þig til þess að gefa þér tíma til að lesa þessa greinagerð, þá sérstaklega þá sem eru í viðskiptum við Kaupthing með sín íbúðarlán.
p.s Skráðu þig í samtökin, það kostar ekkert...www.heimilin.is
VIÐ VERÐUM AÐ STANDA SAMAN!!!!!!!!!
___________________________________________________________________________
Greinagerð Hagsmunasamtaka Heimilanna
Ígildi skuldaviðurkenningar
Nýja Kaupþing hefur ákveðið að bjóða upp á úrræði fyrir heimili í greiðsluerfiðleikum sem kallast skuldaaðlögun. Hagsmunasamtök heimilanna telja að skuldaaðlögun Nýja Kaupþings sé flókin fjármálaafurð. Ljóst þykir að meginmarkmið úrræðisins sé að tryggja greiðsluvilja lántakenda og þar með rekstrargrundvöll bankans. Jafnvel virðist sem markmiðið sé einnig að fría stjórnvöld frá þeirri ábyrgð að tefla fram raunverulegum og sanngjörnum kerfisbundnum lausnum fyrir heimilin í landinu. Þannig skapi tilvist þessa úrræðis ákveðna friðþægingu fyrir stjórnvöld. Skuldaaðlögun Nýja Kaupþings virðist til þess fallin að fá fólk til að viðurkenna skuld sem það stofnaði ekki til, þ.e.a.s. stökkbreyttan höfuðstól gengis- og verðtryggðra lána sem hefur rokið upp úr öllu valdi á brostnum, ef ekki ólögmætum, forsendum. Samtökin líta svo á að þar sé um eignaupptöku að ræða sem stjórnvöldum beri að leiðrétta.
Misjafnar viðtökur og hagur bankans í fyrirrúmi
Vegna þess hvernig úrræðið virkar telja samtökin líklegt að úrræðinu verði misjafnlega tekið. Þó það kunni að gagnast sumum virðist það óréttlátt gagnvart öðrum. Eins og dæmin hér að neðan gefa til kynna gagnast úrræðið einna helst þeim heimilum sem tóku verðtryggð lán og lögðu fram hlutfallslega lítið eigið fé til kaupanna, þ.e.a.s. ef þau uppfylla skilyrðin til að nýta sér úrræðið á annað borð. Þegar kemur að þeim heimilum sem voru með hærra eiginfjár hlutfall í viðskiptunum snýst dæmið hins vegar við.
Með hliðsjón af gengi íslensku krónunnar ber að vekja sérstaka athygli á því að úrræðið gerir ráð fyrir að gengistryggðum lánum verði breytt í krónulán miðað við gengi dagsins. Slíkur gjörningur yrði til verulegra hagsbóta fyrir bankann þar sem höfuðstóll gengistryggðra lána hefur hækkað mjög frá lántöku og í sumum tilfellum allt að þrefaldast. Með þessu móti yrði gengistapið fest inni fyrir heimili sem tóku gengistryggð lán þegar krónan var mun sterkari.
Til að útskýra hvernig úrræðið virkar er gott að taka dæmi. Berum saman tvö heimili með ólíka eiginfjárstöðu við lántöku. Bæði heimili tóku 16 mkr. gengistryggt lán á miðju ári 2007. Heimili A átti 24 mkr. í fasteign sem metin var á 40 mkr., eiginfjárhlutfall var 60%. Heimili B átti hins vegar 4 mkr. í fasteign sem metin var á 20 mkr., var með 20% eiginfjárhlutfall við lántöku. Bæði heimili tóku lán til 25 ára og gerðu ráð fyrir að greiða um 110 þúsund krónur í mánaðarlegar afborganir, sjá töflu 1.
Tafla 1:
Staðan í Apríl 2007 gengistryggt lán | Heimili A | Heimili B |
Markaðsverð íbúðar v. lántöku | 40.000.000 | 20.000.000 |
Lán í erlendri mynt (JPY+CHF) | 16.000.000 | 16.000.000 |
Eigið fé við lántöku | 24.000.000 | 4.000.000 |
Eiginfjárhlutfall | 60% | 20% |
Mánaðarlegar afborganir (m.v. 25 ára lán) | 110.000 | 110.000 |
Eins og sjá má í töflu 2 hefur skuldabyrði aukist um 140% frá lántökudegi og eru mánaðarlegar afborganir nú rúmar 260 þúsund krónur. Eiginfjárhlutfall heimilis B er orðið neikvætt upp á 133% en heimili A er með neikvætt eigið fé upp á 17%. Því má gera ráð fyrir að meðhöndlun þessara tveggja heimila í skuldaaðlögun verði ólík, sjá töflu 3.
Tafla 2:
Staðan - júlí 2009 - gengistryggt lán | Heimili A | Heimili B |
Markaðsverð íbúðar (20% verðfall) | 32.000.000 | 16.000.000 |
Lán í erlendri mynt (JPY+CHF) | 37.350.000 | 37.350.000 |
Eigið fé í júlílok 2009 | -5.350.000 | -21.350.000 |
Eiginfjárhlutfall | -17% | -133% |
Mánaðarlegar afborganir (m.v. 25 ára lán) | 264.563 | 264.563 |
Tafla 3:
Eftir skuldaaðlögun Nýja Kaupþings gengistryggt lán | Heimili A | Heimili B |
Lán stillt í 80% af markaðsvirði eignar | 25.600.000 | 12.800.000 |
Verðbóta- og vaxtalaust biðlán til þriggja ára | 11.750.000 | 24.550.000 |
Mánaðarlegar afborganir næstu 3 árin (m.v. 40 ára lán) | 150.701 | 75.350 |
Eigið fé | -5.350.000 | -21.350.000 |
Tapað fjármagn | 24.000.000 | 4.000.000 |
Forsendur útreikninga:
Lánstími: 25 ár og breytist í 40 ár við skuldaaðlögun
Vextir: 4,5%
Greidd niður 1 mkr. frá lántökudegi
Miðað við ofangreindar forsendur má sjá að bæði heimili sem voru með gengistryggð lán hafa tapað öllu því fé sem þau lögðu til í upphafi. Heimili A hefur tapað 24 mkr. en heimili B hefur tapað 4 mkr. Eftir skuldaaðlögun eru tæpar 12 mkr. (um 32% af heildarskuldinni) færðar á verðbóta- og vaxtalaust biðlán hjá heimili A, en hjá heimili B er hins vegar um að ræða rúmar 24 mkr. (um 66% af heildarskuldinni). Afborganir hjá heimili B lækka niður í um 75 þúsund krónur á mánuði við þessa meðhöndlun og þar með talið lengingu á láninu úr 25 árum í 40 ár. Afborganir heimilis A lækka hins vegar niður í um 150 þúsund krónur á mánuði. Afborganir beggja heimila voru um 110 þúsund krónur á mánuði við lántöku.
Spyrja má hvort þessi tvö heimili sitji við sama borð þegar kemur að Skuldaaðlögun Nýja Kaupþings. Eins má velta fyrir sér hvort það sér réttlátt að ákvarðanir um úrlausnir til handa fólki byggist á markaðsvirði eigna en ekki einhverju öðru, t.d. þeim breytingum sem orðið hafa á lánunum sjálfum, þ.e. höfuðstóli og afborgunum.
Þegar sama dæmi er sett upp á grundvelli verðtryggðra lána kemur í ljós að skuld heimilis A er ekki orðin hærri en markaðsvirði eignarinnar og á heimili A því ekki kost á að nýta sér úrræðið. Hins vegar er heimili B komið með neikvæða eiginfjárstöðu og getur nýtt sér úrræðið. Ljóst er því að úrræðið gagnast einna helst þessum hópi, það er heimilum sem tóku verðtryggð lán og lögðu fram hlutfallslega lítið eigið fé til kaupanna.
Tafla 4:
Staðan - apríl 2007 verðtryggt lán | Heimili A | Heimili B |
Markaðsverð íbúðar v. lántöku | 40.000.000 | 20.000.000 |
Verðtryggt lán | 16.000.000 | 16.000.000 |
Eigið fé við lántöku | 24.000.000 | 4.000.000 |
Eiginfjárhlutfall | 60% | 20% |
Mánaðarlegar afborganir (m.v. 25 ár og 7,5% vexti) | 119.042 | 119.042 |
Tafla 5:
Staðan - júlí 2009 verðtryggt lán | Heimili A | Heimili B |
Markaðsverð íbúðar (20% verðfall) | 32.000.000 | 16.000.000 |
Verðtryggt lán (m.v. 18% verðbólgu) | 21.863.000 | 21.863.000 |
Eigið fé í júlílok 2009 | 10.137.000 | -5.863.000 |
Eiginfjárhlutfall | 32% | -37% |
Mánaðarlegar afborganir (m.v. 25 ára lán) | 167.890 | 167.890 |
Tafla 6:
Eftir skuldaaðlögun Nýja Kaupþings verðtryggt lán | Heimili A | Heimili B |
Lán stillt í 80% af markaðsvirði eignar (ekki í boði f. A) | 21.863.000 | 12.800.000 |
Verðbóta- og vaxtalaust biðlán til þriggja ára | 0 | 9.063.000 |
Mánaðarlegar afborganir (m.v. 25 ára lán f. A / 40 ára lán f. B) | 167.890 | 84.842 |
Eigið fé | 10.137.000 | -5.863.000 |
Tapað fjármagn | 13.863.000 | 4.000.000 |
Forsendur útreikninga:
Lánstími: 25 ár
Vextir: 7,5%
Greidd niður 1 mkr. frá lántökudegi
Lánstími eftir skuldaaðlögun: 40 ár
Verðbólga: 18% (skv. vísitölu Hagstofunnar f. 2008)
Óboðleg óvissa um meðhöndlun biðlánsins; ávísun á afskrift eða lengra reipi?
Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir væri óvarlegt að ætla annað en að bankinn fari fram á fulla endurgreiðslu af biðláninu að þremur árum liðnum þegar endurskoðun stendur til. Að því gefnu komast samtökin ekki hjá því að velta fyrir sér hvort úrræðið sé til þess hugsað að hvetja fólk til samninga í krafti lægri greiðslubyrði til skamms tíma. Á hvaða forsendum hyggst bankinn nálgast málið þá? Verður eitt látið yfir alla ganga eða munu ákvarðanir verða teknar á öðrum grundvelli? Nú þegar allt stefnir í að erlendir kröfuhafar muni eignast bankann er full ástæða til að huga að því hvort umrætt ferli verði gagnsætt. Það er mat samtakanna að sú óvissa sem biðlánin skapa sé afar óheppileg og almenningi vart boðleg.
Þann 19. júní, sl. gaf fjármálaráðuneytið út reglugerð um skilyrði þess að eftirgjöf skulda manna utan atvinnurekstrar teljist ekki til tekna o.fl. nr. 534/2009. Á grundvelli reglugerðarinnar er mögulegt að afskrifa skuldir einstaklinga án þessa viðkomandi verði krafinn um skatt af afskriftinni. Skv. frétt á mbl.is þann 14. júlí sl. segist félags- og tryggingamálaráðherra vona að bankarnir fari innan tíðar að geta heimilað eftirgjöf skulda. Viðskiptaráðherra tók í sama streng þann 16. júlí sl. að því er segir í frétt á visir.is: Viðskiptaráðherra segist ekki ósáttur við ummæli bankastjóra ríkisbankanna um mögulegar afskriftir af lánum verst settu heimilanna. Hann segir þetta góðan möguleika í ljósi þess að ekki þarf að borga skatta af niðurfellingunni.
Á fundi Hagsmunasamtaka heimilanna þann 24. júní sl. með stjórnendum Nýja Kaupþings var úrræðið sem hér er til umfjöllunar kynnt samtökunum. Eftir fundinn var það skilningur fulltrúa HH að úrræðið gerði ráð fyrir afskriftum en nú hefur annað komið á daginn. Það vekur sérstaka athygli m.a. í ljósi þeirra ummæla sem ráðherrar hafa nýlega látið falla. Hvað gerðist í millitíðinni? Samtökin líta svo á að það sé annarra að svara því en telja að ummæli Hermanns Björnssonar, talsmanns Nýja Kaupþings, í viðtali við morgunútvarp Rásar 2 þann 28. júlí sl. varpi nokkru ljósi á máilið. Þar kom fram að það væri hvorki vilji stjórnvalda né Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að fara í almennar afskriftir, að bankanum væri það ekki heimilt.
Hagsmunasamtök heimilanna furða sig á þeirri þumalskrúfu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist hafa á efnahagslífi þjóðarinnar. Það er sama hvert litið er, AGS virðist vilja koma í veg fyrir endurreisn efnahagslífsins og tryggir kröfur erlendra kröfuhafa eins og kostur er. Samtökin geta ekki annað en velt því fyrir sér hverjir séu ráðamenn þessa lands og hvort ákvarðanir séu teknar af lýðræðislegum stjórnvöldum eða hvort Ísland sé hluti af einveldi sem AGS fer fyrir?
Nýtist ákveðnum hópi og friðþæging fyrir stjórnvöld
Hagsmunasamtök heimilanna telja að þessi úrræði Nýja Kaupþings nýtist fyrst og fremst þeim sem tóku verðtryggð lán með háu upphaflegu lánshlutfalli (70-100%). Fyrir þá er úrræðið ásættanleg skammtímalausn uns í ljós kemur hvað gerist með biðlánin eftir 3 ár.
Almennt má gera ráð fyrir að í þeim hópi lántakenda sem áttu hlutfallslega lítið eigið fé til íbúðakaupa finnist margir yngri lántakendur sem jafnvel voru að festa kaup á sinni fyrstu eign, nýkomnir á vinnumarkað. Á hinn bóginn má gera ráð fyrir að fjölskyldur sem áttu meira eigið fé hafi verið búnar að vinna fyrir því á lengri tíma þar sem fyrirvinnur þeirra heimila hafi verið lengur á vinnumarkaði en fyrstu kaupendur. Tap þeirra (heimili A) vegna hruns efnahagskerfisins er því í raun mun meira en fyrstu kaupenda (heimili B).
Eins og hér hefur verið rakið nýtist úrræðið einna helst ákveðnum hópi. Því má spyrja hvaða úrræði verða í boði fyrir aðra hópa? Ef skuldaaðlögun Nýja Kaupþings er ætluð til að skapa friðþægingu fyrir stjórnvöld gagnvart kröfunni um leiðréttingu á lánum heimilanna er að lokum mikilvægt að taka fram að úrræðið felur hvorki í sér leiðréttingu né afskrift, og skapar jafnvel óásættanlegt ójafnræði meðal lántakenda.
31. júlí 2009
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.8.2009 | 13:16
Andskt..bloggarar....þið eruð andsk.....
....nú um helgina rölti að mér eigandi ónefnds fyrirtækis í Reykjavík og hellti yfir mig skammyrðum yfir því að tjá mig hér á bloggheimi um málefni sem kæmu mér alls ekki við. Það er nefnilega þannig að blogg heimur er nánast matröð margra sem eru veikir fyrir því að sannleikurinn fyrir gjörðum þeirra komi fyrir sjónir almennings. Nýjasta útspil netheimsins með upplýsingar frá WikiLeaks um aðgengi fárra auðmanna að sjóðum bankans er það nýjasta (þó svo að það sé nú ekki besta dæmið).
_____________________________________________________________________________________
Höfuðstóll verðtryggðra íbúðarlána hafa stökkbreyst hjá okkur öllum og íbúðarlán í erlendri mynt hefur einnig stökkbreyst að undanförnu eða frá því að þessir fáu einstaklingar innan bankakerfisins náðu að moka krónum úr landi og þar með veikja íslensku krónuna. Það hefur verið baráttumál Hagsmunasamtaka Heimilanna að láta þessa stökkbreytingu ganga til baka og leyfa höfustól að leiðréttast, ekki fella niður skuldir heldur leiðréttast.
Það er ekki hægt og heyrst hefur að talsmenn AGS séu að beita sér á móti því að slík leiðrétting fari fram og eru að gæta hagsmuna erlendra kröfuhafa á bankanna. En hinsvegar virðist lítið mál að leiðrétta skuldir fyrirtækja sem eru tæknilega gjaldþrota eða annarra skuldara sem skulda nógu mikið.
Þessar trúnaðarupplýsingar Kaupthings sem ekki máttu líta dagsins ljós sína enn og aftur fram á geðveikina sem var í gangi og almenningur skal taka skellinn að einhverju alvöru í formi skertra tekna, auknu skattbyrgða og veiking kaupmáttar. Því til viðbótar er sami banki, Kaupthing banki að bjóða upp á lausn fyrir illa setta skuldara sem er í einu orði til SKAMMAR. Á næstu dögum mun HH setja fram greinagerð um hið sanna í þessum "lausnum" og sína fram á dónaskapinn sem fellst í "þessum lausnum".
Enn og aftur sannast að við, fólkið í landinu, bloggarar, alvöru rannsóknar blaðamenn mega ekki láta deigan síga og láta í okkur heyra annars verður haldið áfram að vaða yfir okkur á drullugum skónum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 98449
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar