Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
En vegna þess að ég varð smá forvitinn langaði mig til að sjá svona til gamans að sjá uppgefnar tekjur einstaklinga á http://www.visir.is/. Sumar tekjutölur eru furðulegar, aðrar stórfurðulegar og hinar einfaldlega sorglegar. Nú er bara að flokka, hver er í hvaða flokki.
Kannski ekki til eftirbreytni að hnýsast svona, en fyrst að Vísir.is býður upp á slíkt gefur maður eftir.
Hannes Smárason, fyrrv. forstjóri FL Group
Mánaðartekjur á árinu 2008: 352.000
Lilja Pálmadóttir, athafnakona
Mánaðartekjur á árinu 2008: 0
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar
Mánaðartekjur á árinu 2008: 32.846
Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrv. bankastjóri LÍ
Mánaðartekjur á árinu 2008: 12.040.382
Sigurður Sigurgeirsson, athafnamaður
Mánaðartekjur á árinu 2008: 0
Steingrímur Wernersson, athafnamaður
Mánaðartekjur á árinu 2008: 1.344.000
Svavar Gestsson, formaður Icesave-samninganefndar
Mánaðartekjur á árinu 2008: 1.075.040
Sverrir Ólafsson (Stormsker), tónlistarmaður
Mánaðartekjur á árinu 2008: 28.999
Sævar Karl Ólason, fyrrv. verslunareigandi
Mánaðartekjur á árinu 2008: 45.117
Geir Sveinsson, athafnamaður
Mánaðartekjur á árinu 2008: 113.315
Gísli Gíslason, lögmaður
Mánaðartekjur á árinu 2008: 51.700
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi
Mánaðartekjur á árinu 2008: 683.558
Gísli Steinar Gíslason, athafnamaður
Mánaðartekjur á árinu 2008: 436.645
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda
Mánaðartekjur á árinu 2008: 853.214
Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs
Mánaðartekjur á árinu 2008: 1.988.144
Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON
Mánaðartekjur á árinu 2008: 5.511.481
Gunnar I. Birgisson, fráf. bæjarstjóri Kópavogs
Mánaðartekjur á árinu 2008: 1.559.133
Gunnar Páll Pálsson, fyrrv. stjórnarm. í Kaupþingi
Mánaðartekjur á árinu 2008: 1.647.871
Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður
Mánaðartekjur á árinu 2008: 34.402
Gunnþórunn Jónsdóttir, athafnakona
Mánaðartekjur á árinu 2008: 293.472
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips
Mánaðartekjur á árinu 2008: 1.660.352
Jafet Ólafsson, forstjóri Vigurs
Mánaðartekjur á árinu 2008: 128.000
Jóhann Helgason, tónlistarmaður
Mánaðartekjur á árinu 2008: 71.424
Jóhann R. Benediktsson, fyrrv. lögreglustjóri
Mánaðartekjur á árinu 2008: 1.677.577
Jón Axel Ólafsson, athafnamaður
Mánaðartekjur á árinu 2008: 120.000
Jón Kristjánsson, fyrrv. stjórnarformaður Byrs
Mánaðartekjur á árinu 2008: 2.405.472
Jón Trausti Lúthersson, athafnamaður
Mánaðartekjur á árinu 2008: 69.806
Ingunn G. Wernersdóttir, athafnakona
Mánaðartekjur á árinu 2008: 0
Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN
Mánaðartekjur á árinu 2008: 166.667
Viggó V. Sigurðsson, handknattleiksþjálfari
Mánaðartekjur á árinu 2008: 106.450
Eggert Magnússon, fyrr. stj.form. West Ham
Mánaðartekjur á árinu 2008: 28.800
Egill Ólafsson, söngvari
Mánaðartekjur á árinu 2008: 183.668
Eiríkur Sigurðsson, athafnamaður
Mánaðartekjur á árinu 2008: 52.192
Ólafur Ólafsson, athafnamaður
Mánaðartekjur á árinu 2008: 2.855.930
Davíð Oddsson, fyrrv. Seðlabankastjóri
Mánaðartekjur á árinu 2008: 1.986.914
Davíð Pitt, arkitekt
Mánaðartekjur á árinu 2008: 112.000
Pétur Guðmundsson, forstjóri Eyktar
Mánaðartekjur á árinu 2008: 88.737
Arnar Gunnlaugsson, athafnamaður og þjálfari
Mánaðartekjur á árinu 2008: 148.932
Þorsteinn Kragh, athafnamaður
Mánaðartekjur á árinu 2008: 172.500
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.7.2009 | 01:59
Það sem við fáum úthlutað verðum við að nýta vel. Ekki klúðra þessu,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.7.2009 | 22:20
Hvað myndi Jesú gera í ICEASAVE?
Kunningi sem fór þá braut í lífinu að tileinka sér hið daglega líf í ameríkunni kom á óvart með skrifum sínum um ICEASAVe á www.visir.is í dag. Dr. Daði Guðmundsson ritar eftirfarandi:
"Hvað myndi Jesús gera? Þegar Ameríkanar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir spyrja þeir sig oft þessarar spurningar í gamni eða alvöru. Jesús hafði nefnilega einstakt lag á að slá vopnin úr höndum mótherja sinna með viskunni einni saman. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér er hin fræga setning: Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum."
Varðandi Icesave" og Jesú hef ég á tilfinningunni að Jesús myndi gangast í ábyrgð fyrir skuldum sem hægt væri að rekja til hans, til dæmis ef Júdas hefði stolist til að selja loforð um fjármálakraftaverk. En ég held að Jesús myndi líka taka af allan vafa um að sama ábyrgð ætti við kröfuhafana í framtíðinni ef þeir myndu slysast í sambærilega stöðu.
Með þetta að leiðarljósi vil ég benda á að Ísland hafi hugsanlega eitt tromp á hendi sem er ekki hótun heldur óhrekjanleg viska sem Bretland, Holland og Evrópa í heild verður að ganga að. Ísland á að leggja fram þá óhrekjanlegu kröfu að núverandi Icesave" samningur fari í fullt gildi um leið og Bretland, Holland og í rauninni öll ríki Evrópusambandsins staðfesti að þeirra ríkisstjórnir séu einnig að fullu ábyrgar fyrir öllum innistæðutryggingum sem eiga rætur að rekja til þeirra lands burtséð frá kerfishruni.
Ég hef á tilfinningunni að þetta gæti fengið þá til að hugsa sig um. Að það sé hafið yfir allan vafa að til dæmis Bretland sé í ábyrgð fyrir öllum innistæðutryggingum sem eiga rætur að rekja til Bretlands, jafnvel í kerfishruni, getur haft talsverð áhrif á lánshæfismat þeirra. Heildarkostnaðurinn við lækkun lánshæfismatsins getur þá dregið verulega úr ávinningi þess að knýja okkur til að fallast á núverandi samning.
Ef þeir samþykkja þetta erum við að minnsta kosti búin að setja okkur í hlutverk leiðandi afls um hinar nýju reglur fjármálaheimsins sem alltaf er verið að tala um að koma á en langt virðist vera í að verði að raunveruleika. Það hlutverk er betra en hlutverk hins volandi vandræðagemlings sem var knúinn til að taka ábyrgð.
Eflaust geta mér fróðari menn fundið vankanta á þessu, en mér fyndist það súrt ef að reglurnar um innistæðuábyrgð þjóða fá að standa óbreyttar eftir að Ísland var knúið til að gera meira en reglurnar virðast benda á. Fjölmennari þjóðir í sömu stöðu og við gætu líklega knúið fram betri Icesave" samning en við getum, ef reglurnar standa óbreyttar. Við skulum að minnsta kosti reyna að koma í veg fyrir það.
Höfundur er verkfræðingur og frumkvöðull
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.7.2009 | 18:40
Viðskiptafélagi þeirra í Lettlandi er frægur verjandi mafíuforingja.
Hún er athyglisverð fréttin á dv.is:
"Lögmennirnir Björn Þorri Viktorsson og Karl Georg Sigurbjörnsson fengu árið 2006 400 milljóna króna lán hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar til að kaupa fasteign í Lettlandi. Verðmæti hennar var 40 sinnum lægra. Viðskiptafélagi þeirra í Lettlandi er frægur verjandi mafíuforingja. Áætlað er að Byr þurfi að afskrifa hátt í milljarð króna vegna lánsins. Lögmennirnir hafa fengið yfir 20 milljónir króna frá einstaklingum sem vilja taka þátt í hópmálsókn hjá þeim þó ekki sé hægt að fara í hópmálsókn á Íslandi.
Í tilfelli viðskipta Björns Þorra og Karls Georgs í Lettlandi er talið að Byr þurfi að afskrifa hátt í einn milljarð króna."
17. júlí, 2009 kl.10:58
"Karl Georg var á þessum tíma að safna stofnbréfum í Byr fyrir Jón Ásgeir og Baugsklíkuna. Hann var sýknaður um óheiðarleg viðskipti m.a. vegna þess að ekki var hægt að sýna fram á að hann hafði hagnast persónulega á viðskiptunum. Hefur þetta lán frá Byr ekki einmitt verið hagnaður hans af þessum viðskiptum? Hversu mikil drulla er falin í Byr sem tengist Baugi?"
Þetta og Sjóvá sukkið er bara rugl...vonandi missa þessir menn rétt til til þess að bera íslenskt vegabréf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2009 | 00:41
Hverskonar lífsgæði eru framundan fyrir okkur öll?
Í stjórn Hagsmunasamtaka Heimilanna eru margir einstaklega hæfir einstaklingar. Því til sönnunar eru skýrslur sem gerðar hafa verið fyrir nefndir innan alþingis, að ósk þingmanna. Stjórnarmenn hafa verið boðaðir á marga fundi með nefndum og ráðum til að gefa sitt álit á þeirri vinnu sem þar er verið að vinna um þessar mundir. Fyrir utan þessa umbeðna vinnu nota þessir einstaklingar frítíma sinn til að færa fram í orðum rétta mynd af aðstæðum heimilanna í landinu. Frá stofnun samtakanna hafa stjórnarmenn lært mjög mikið. Nú eru til rannsóknir, skýrslur og greinaskrif sem vert er að taka mark á að fullri alvöru. Öll þessi vinna er gerð í sjálfboðavinnu en samtökin keyra sig eingöngu áfram á hvatningu frá almenningi. Ég hvet þig til þess að skrá þig í samtökin þar sem þau kosta þig ekkert og ávinningur verður mikill og hefur nú þegar gefið mikið af sér. Heimsóttu heimasíðuna http://www.heimilin.is og skráðu þig strax í dag.
Eftirfarandi er grein sem stjórnarmaðurinn Arney Einarsdóttir skrifaði fyrir skömmu í Morgunblaðið sem skýrir út á skilmerkilegan hátt hversu grafalvarlegar aðstæður eru hjá stórum hluta heimila í landinu. Takið eftir að þarna er ekki tekið inn í gjaldeyristryggð lán á bílum eða húsnæði.
Grein birt 16. Júní í Morgunblaðinu.
Gjaldþrot íslensku vísitölufjölskyldunnarRíkisstjórnin og Seðlabankinn keppast við að reikna út skuldir, tekjur og greiðslubyrði heimilannaþessa dagana. Síðan er leitast við að telja almenningi í trú um að heimilin geti vel staðið undirskuldabagga bæði þjóðarinnar og heimilanna, sem þyngist dag frá degi vegna óðaverðbólgu ogveikingar krónunnar, sem og aðgerða stjórnvalda. Slíkar yfirlýsingar og upplýsingar virðast þó veraalgjörlega á skjön við þá mynd sem upplýsingaveitur og hagtölur opinberra aðila gefa af stöðuheimilanna.
Enginn hagfræðingur eða reiknimeistari hjá því opinbera eða hjá launþegahreyfingunni, virðisthins vegar hafa séð ástæðu til eða hefur kannski öllu heldur ekki lagt í, að rýna í þær tölur semnálgast má hjá opinberum aðilum til að stilla upp rekstrarreikningi vísitölufjölskyldunnar.Upplýsingar um meðaljóninn og vísitölufjölskylduna eru birtar og uppfærðar reglulega á vefHagstofunnar. Þar má nálgast upplýsingar á borð við meðallaun, verðbólgu og neysluvísitölu ogverðbólguspár. Að auki framreikna reiknivélar lánastofnana, s.s. Íbúðalánasjóðs, greiðslubyrði lánamiðað við gefnar forsendur. Með því að nýta markvisst þessar upplýsingaveitur má sjá, hvernigmeðaljóninum reiðir af frá einum tíma til annars og jafnvel greina hættumerkin, áður en í verulegtóefni er komið í heimilisrekstri vísitölufjölskyldunnar.
Heimatökin eru því hæg fyrir þá sem vilja reikna út hvort íslenska vísitölufjölskyldan eigi sérviðreisnar von, miðað við þær opinberu forsendur sem henni eru áskipaðar út frámeðaltalsútreikningum og útgefnum vísitölum. Þetta eru vel að merkja þær reikningsstærðir ogmælikvarðar sem m.a. hækkanir á höfuðstól lána og afborgunum taka mið af. Fyrst þarna er umnógu áreiðanlega mælikvarða að ræða þegar greiðslur heimilanna af lánum eiga í hlut, þá hljóta þeireinnig að vera nægilega traustir fyrir útreikninga á rekstrargrundvelli heimilanna og greiðslugetu.
Á heimasíðu Hagstofunnar (www.hagstofa.is) eru einnig reiknivélar fyrir vísitölustuðla frá einumtíma til annars. Ætla má að beita megi þeim á meðallaun og neysluútgjöld (án húsaleigu), þar sem þaueru ekki uppfærð jafn reglubundið og vísitölurnar. Síðan má taka meðalíbúðarlán hjá íslenskumfjölskyldum, sem Seðlabankanum reiknast til að nemi um 16 milljónum króna, og beita reiknivélÍbúðalánasjóðs á það lán miðað við að um verðtryggt lán væri að ræða (erfiðara að reikna útgengistryggt lán þar sem gengið sveiflast nú dag frá degi og ekki fyrir nokkurn mann að spá fyrir umhvernig það þróast). Til að gæta hófs miða útreikningar hér við nokkuð lágan verðbólgustaðal, eðaþað verðbólgumarkmið Seðlabankans sem hærra er og var síðast þegar að var gáð 4% (er þá ekkitekið tillit til þess að verðbólga hafi síðasta árið verið nær 20%.). Einnig er hér miðað við að báðarfyrirvinnur fjölskyldunnar séu með námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og að afborganir séu3,75% af heildartekjum.
Niðurstaðan er mjög skýr. Eins og sjá má á meðfylgjandi rekstrarreikningi, þá á íslenska vísitölufjölskyldan,með tvær fyrirvinnur í fullu starfi á meðallaunum (366.0000 kr), tvö börn á framfæri ogmeðalstórt íbúðalán sér engan veginn viðreisnar von, heldur safnar hún skuldahalla upp á rúmar tværmilljónir á ársgrundvelli. Ætla má að rekstrarniðurstaða annarra óhagkvæmari heimilisforma s.s. einsog einhleypingsheimila og þar sem fleiri börn eru í heimili, sé jafnvel enn verri.
Rekstrarreikningur íslensku vísitölufjölskyldunnar.
Ráðstöfunartekjur (m.v. meðallaun og 2 í vinnu) ÍKR
- Laun karls (nettó) kr. 260.268 x 12 mán* 3.123.216
- Laun konu (nettó) kr. 260.268 x 12 mán* 3.123.216
Samtals 6.246.432
Gjöld
- Neysluútgjöld vísitölufjölskyldunnar2+2** 6.925.046
- Afborganir af íbúðalánum m.v. 30 ára lán *** 1.077.899
- Afborganir af LÍN lánum (3,75% af tekjum) 329.400
Samtals 8.332.345
Hagnaður/tap ‐2.085.913
* m.v. meðallaun skv. Hagstofunni og uppfært m.v. þróun launavísitölu til maí 2009
** m.v.neysluútgjöld fjögurra manna fjölskyldu án húsaleigu og þróun neysluvísitölu til maí 2009
***M.v. meðalíbúðalán upp á 16 mkr., 30 ára lánstíma og 4% verðbólgu skv. reiknivél ÍLS
Ljóst er að þessar niðurstöður fela í sér áleitnar spurningar um íslensku vísitölufjölskylduna ogmöguleika hennar á að sjá sér farborða, hvað sem líður útreikningum og yfirlýsingum stjórnvalda.Með hvaða móti á vísitölufjölskyldunni að vera fært að minnka útgjöldin um rúmlega tvær milljónirkróna á ári? Hvert stefnir skuldasöfnun heimilanna þegar verð á neysluvörum fer stöðugt hækkandi,afborganir af húsnæðis‐ og bílalánum hækka jafnt og þétt fyrir tilstuðlan eða samspil verðbólguog/eða veikingar krónunnar, sem og vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar? Hver verða síðan áhrifviðbótarskerðinga sem stjórnvöld áforma að grípa til? Blasir eitthvað annað við þrautpíndrivísitölufjölskyldu en gjaldþrotaúrskurður? Fela þessar niðurstöður í sér einhverja von um að fjögurramanna vísitölufjölskylda geti yfir höfuð séð sér farboða hér á landi? Eða er eina von hennar umraunhæfan rekstrargrundvöll og bjartari framtíð að hefja nýtt líf í öðru landi, þar sem réttlæti ríkir íneytenda‐ og lánamálum og betri rekstrargrundvöllur hefur verið skapaður fyrir heimilin?
Arney EinarsdóttirHöfundur er stjórnarkona í Hagsmunasamtökum heimilanna,framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá HRM rannsóknir og ráðgjöf oglektor við Háskólann í Reykjavík.‐‐‐‐‐‐‐‐‐‐‐
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 98449
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar