Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Góður fundur í dag- mjög góð mæting - eru þessi lán ólögleg?

Í dag héldu Hagsmunasamtök Heimilanna og önnur samtök útifund á Austurvelli kl. 15:00.
Eins og mörg ykkar vita þá bendir allt til þess að bankarnir hafi farið fram úr sér þegar þau fóru að bjóða upp á lán í erlendri mynt til íbúðar- og bílalána. Fyrsta prófmál lögmæti bílalána hefur þegar farið fram í héraðsdómi og er í ferli. Hinu hefðbundnu verðtryggðu fasteignalán eru einnig tifandi tímasprengja.

Næstu laugardaga þurfum við að taka hausinn upp úr sandinum og taka þátt því þá verður fundur númer tvö.

Vissir þú sem dæmi að ef þú lætur glepjast af skuldbreytingum erlendra lána (sem eru boði hjá öllum bönkum) eru skilmálarnir breyttir á þann hátt að bankarnir eru búnir að baktryggja sig gagnvart holskeflu málsókna á næstunni. Þannig er mikilvægt að allir þeir sem eru með bíla- og íbúðarlán í erlendri mynt passi sig á þessum skilmálum og skrifi ekki undir eitt eða neitt þar til að dómar hafi fallið um lögmæti þessara lána.

Þessu til stuðnings hvet ég þig til að horfa og hlusta á ráðherra okkar segja orðrétt að lagaleg heimild þessara lána verður að fara fyrir dómstóla, sagt 18.11 2009  - Smelltu hér -

 Björn Þorri hæstaréttarlögmaður sagði; "...Ég legg til að talsmaður neytenda taki málið upp við neytendastofu og fjármálaeftirlit, til að tryggja almenna yfirlýsingu frá félögunum (það þarf að neyða þau til þess) um að ef málin vinnast og gengistryggingin verður dæmd ólögmæt eða forsendubrestur staðfestur, þá séu menn með þessum nýju samningum ekki að girða fyrir þann rétt sinn að fá samningana leiðrétta til samræmis við dómsniðurstöður.  Þetta er risastórt neytendamál sem VERÐUR að bregðast við af hálfu þar til bærra yfirvalda!"

 

Þeir sem vilja kanna stöðu sína gangvart sínum lánafyrirtæki þurfa einfaldlega að senda bréf á sinn lánveitanda. Til þess að allt komi fram sem skiptir máli getur þú afritað textann sem er hérna og notað. - Smeltu hér-

Á mælenda skrá á útifundinum í dag voru:

Ólafur Garðarsson, varaformaður HH

Lúðvík Lúðvíksson, Nýtt Ísland

Björn Þorri Viktorsson hdl.

Gunnlaugur Kristinsson - löggiltur endurskoðandi, skrifar á Eyjunni hnitmiðaða og góða grein sem borgar sig að lesa og vekja athygli á. Smelltu hér til að lesa hana.

Mætum á fundina!! Sýnum samstöðu...það er í raun eina vopnið okkar!


Hvað gerðist síðan á fundinum mínum með Landsbankanum?

Margir hafa komið til mín og spurt hvað Landsbankinn hefði sagt á þeim fundi sem ég greindi frá í síðasta bloggi. Í stuttu máli gerði ég mér von að þeir væru viðræðuhæfir gangvart þeirri sanngjörnu kröfu og taka erlenda lánið sem var tekið í erlendri mynt (tekið í Apríl 2007) og breyta því þannig að það stæði í dag í sömu krónutölu og ef það hefði verið tekið í íslenskum krónum og á hefðbundnum vertryggðum vöxtum og skilyrðum, framreiknað til dagsins í dag.  Einnig finnist mér réttlátt að taka líka mið af öllum þeim greiðslum sem ég hef innt af hendi gangvart þessu láni frá lántökudegi.

Mér var bara tjáð að engar slíkar sanngjarnar kröfur væru í boði að hálfu Landsbankans, það eina sem hægt er að gera, er að taka þessari greiðslujöfnun, eða í raun taka lán fyrir láninu til óákveðins tíma. Samningavilji eða eitthvað sem heitir að koma á móts við hvert eitt tilvik þar sem þau eru eins  mörg og við erum er þannig ekkert annað en þvæla. En þetta hefur verið helstu rök Félagsmálaráðherra okkar Árna Páls.

Verðtryggð lán er skárri kostur en gengistryggð lán og ekkert annað en mistök að hálfu lánveitanda og lántaka að taka slíka áhættu í fasteignaviðskiptum fyrir fjölskyldur. En eftir að hafa komist yfir raun-reiknivél og brýnt mitt fjármálalæsi sé ég að hin lánin (þessi venjulegu verðtryggðu), hversu lítil eða stór þau eru, þá eru þau glæpur. Sá sem getur fært rök fyrir öðru er töframaður. Með allar forsendur uppi þá er 100% líkur á að eftir c.a 18 ár geti meirihluti lántaka engan vegin staðið undir afborgunum verðtryggðra lána. Fólk einfaldlega fattar ekki hverskonar skrímsli vísitölutrygging er og máttur þess sem Dr.Einstein hafði hvað mest trú á, en það var svokallað "Compound Interest".

Við megum ekki deyja ráðalaus, við verðum að fá að koma yfir okkur húsnæði á réttlátan hátt. Það eru einföld mannréttindi. Duglegt fólk á besta aldri, með góða menntun og góða heilsu ætti undir öllum kringumstæðum að geta lifað sómasömu lífi í vestrænum heimi. Það er ekki þannig í dag.

Örvænting margra er orðin svo mikil að þjónustufulltrúinn minn sagði mér frá atvikum í bankanum sem eru einfaldlega ekki bloggandi um, enda mun ég halda trúnaði gangvart því. En aðstæður eru ekki fallegar á fjölmörgum stöðum í dag og fólk farið að grípa til örþrifaráða.

ps. skráðu þig: www.heimilin.is - Frítt, kostar ekkert :-)


Landsbankinn ætlar að halda eftir 47% og segir sussssssss.

Þar sem ég er einn af mörgun illa gefnum íslendingum sem lét glepjast að því að fjármagna húsnæði með erlendu láni fannst mér áhugavert að Nýji Landsbankinn ætlaði nú að viðurkenna að lánasafn hans hafi verið fært á 47% afslætti, eða svokallað raunvirði þess vera 53%. Þannig geta þeir nú hafist handa við að leiðrétta höfuðstól þessara lána, eitthvað sem var ALLS ekki mögulegt fyrir nokkrum vikum vegna KOSTNAÐAR. Hvað hefur gerst? Sannleikinn er allur að koma í ljós. Á mannamáli, þá hafa kröfuhafar Gamla Landsbankans gefið eftir þegar lánasöfn voru færð frá gamla Landsbankanum yfir í þann nýja. Þá er það í valdi ríkisbankanna okkar að færa áfram þessa leiðréttingu alla leið til þeirra sem eiga rétt á henni. Sem dæmi hefur kr. 9.000.000 gengistryggða lánið mitt (tekið í apríl 2007) rokið upp í núvirði m.v. gengi í kr. 21.000.000, eingöngu  vegna hrunsins og þeirra sem tóku stöðu á móti krónunni. Þá krefst ég leiðréttingar á þessari stökkbreytingu og geri um leið kröfu að bankinn hafi engin réttindi til þess að bókfæra þessar auka kr. 12.000.000 kröfu sem hagnað eða eitthvað á þá leið.

Þá komum við að auglýsingunni sem birtist bara einu sinni frá Landsbankanum. Þá ætlar starfsfólk okkar í Landsbankanum að gerst svo rausnarleg að leiðrétta höfuðstól gengistryggðra lána um ALLT að 27%. (takið eftir ALLT AÐ). Bíðið við hvað varð um hin 20%? Á að nota þær upphæðir í bjarga fyrirtækjum eins og Högum sem samanstendur af mönnum sem helstu gerendur þessa hruns.

Næsta föstudag kl 10:30 á ég fund með fulltrúa frá Landsbankanum í Hamraborg þar sem ég þarf að ræða þessi mál. Ég leyfi ykkur að fylgjast með útkomunni.

 


Hvernig getur maður orðið að apaskrímsli?

Við þekkjum öll þá hugmyndafræði að margur verður að aurum api. Það er hárrétt og upp á það hef ég horft. Ég er líka að sjá það betur með aldrinum að veikleiki mannlegs eðlis, lestir og freistingar kristallast í fólki sem leggur mikið upp úr því að öðlast völd. Þetta er að sjálfsögðu alhæfing og ekki rétt að öllu leiti, en ég fullyrði að miklu leiti. Ég sat frábærana borgarafund í Iðnó í vikunni og upplifði skrýtna tíma. Þarna sá ég gott fólk breytast í apa, dóna og hrokafulla einstaklinga. Síðan var fundinum lokið, þá fóru sumir að horfast í augu. Þá varð önnur breyting og annar leikþáttur tók við.Mismunandi andlit einstaklingsins, mismunandi hlutverk okkar er eitthvað sem við verðum að læra á. En hversvegna að haga sér og setja sig í einhvern gír sem gerir þig að einhverju öðru en við raunverulega erum. Völd og politík virðist geta gert fólk að skrímslum á móti að peningar getur gert þá að öpum. Þannig getur ríkur valdamikill manneskja breyst apaskrímsli.

Og nóg virðist vera til af þeim í dag, apaskrímslum. Ég hef ekki tamið mér að tala illa um fólk og mun ekki byrja á því hér. En mikið óskaplega er manneskjan sem slík mikil vonbrigði í sjálfum sér.

Sorglegar sögur berast úr samfélaginu vegna fjárhagslegra vandræða. Aðstæður eru afleiddar og í raun svo afleiddar að langflestir nenna ekki að kynna sér aðstæður. Fólk treysti á fólkið í bönkunum, fólkið á þingpöllum. Fólk fór að treysta apaskrímslum. 


Allt gert til að halda á floti!

Í kjölfar þessarar fréttar er mér hugsað til nokkra fyrirtækja, Toyota, Heklu, IH og B&L sem allir eru haldið á floti af bönkunum. Hvaða stefnu ætla ríkisbankarnir að taka? Fjölmörg fyrirtæki starfa í samkeppni við þessi fyrirtæki án þess að fá svo sem eina krónu í einhverskonar flotholt. Er ekki réttast að láta jafnt um alla ganga eða borgar sig að setja yfirtekin fyrirtæki strax í sölumeðferð? Lífvænleg fyrirtæki ná alltaf að seljast. Það sem gerir þau ó-lífvænleg eru skuldir. Hingað til hafa flest fyrirtæki einfaldlega skipt um kennitölur. Eða er þetta rangt?
mbl.is Allt gert sem hægt var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband