Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Bókfærslur bankanna skrautlegar

Um leið og ég settist niður hjá þjónustufulltrúa Landsbanka Íslands fórum við að tala um stöðu mála hjá mér persónulega og almennt hjá því fjölskyldufólki sem kaupir hjá þeim þjónustu. Fljótlega komumst við að þeirri niðurstöðu að bókfærðar færslur hjá bönkunum hljóta að vera skrautlegar þessa daganna. Eins og sjá má á þessari frétt (linkur hér að neðan) þá má gera ráð fyrir að bankarnir þurfi fyrir rest að bókfæra tap þessa einstaklings.

(http://www.visir.is/article/20091020/VIDSKIPTI06/197653060/-1)

Á sama máta get ég fullyrt að öll lánasöfn bankanna gagnvart þeim sem hafa íbúðarlán koma einungis inn á borð bókhalds sem hagnaður vegna veikingu krónunnar og hækkandi vísitölu. Með öðrum orðum, bankarnir hafa hagnast á kreppunni á kostnað heimilanna.

Síðan getur félagsmálaráðherra ekki tekið upp hanskann fyrir okkur öll, heldur tekur þá ákvörðun að berjast fyrir hag bankana.

Nú eftir frystingu íbúðarlána gerðist ein svakalegasta stökkbreyting sem ég hef séð. Frá byrjun apríl til dagsins í dag greiddi ég tæpar 300.000 í vexti af upphaflegu 9.000.000 verðtryggðu íbúðarláni. Í enda september stóð það í 12.600.000. Nú þegar frystingu höfuðstóls eða miðjann október hækkaði höfuðstóll í 13.600.000. Þetta er greinilega byrjunin á mjög stormasömu sambandi. 


Stjórnvöld vilja þreyta laxinn til dauða!

Það færist í aukanna að laxveiðimenn sem hafa stundað laxveiði í langan tíma færa sig frá græðgi og magnveiði og fara í veiða-sleppa aðferð. Þá er það mikilvægt að skaða laxinn sem minnst, helst landa honum hratt, halda ávallt í vatni og koma sem minnst við hann. Einnig er allra best að klípa niður agnaldið á krókum til að geta auðveldlega losað flugu úr munn fisksins. Þegar veitt er á aðra beitu en flugu eru lýkur fyrir veiða-sleppa aðferð nánast ómöguleg þar sem laxinn kyngir maðk og spúnn situr oft fastur og skemmir. Þessi veiðiaðferð er notuð af þroskuðum veiðimönnum sem veiða mikið og eru jafnvel búnir að veiða upp í sinn frystikistukvóta, eða jafnvel borða ekki lax. Þetta er mikið sport sem mjög margir sem stunda ekki veiði eiga erfitt með að skilja og sumir veiðimenn ná alls ekki. En það er allt í lagi, sport er sport.

Hinsvegar var mér hugsað til þessarar veiðiaðferðar vegna þess að mér finnst ég vera laxinn á endanum gagnvart ríkistjórn og bönkum sem eru að þreyta mig til dauða. Þeir eru ekki nálægt því búnir að veiða upp í kvóta en eru rétt að byrja og ætla að láta stýrast af græðgi og brjálæði. Það er ekki laust við að maður sé að ná pirrings-stigi gagnvart þessum "STOFNUNUM".

Ég hef alltaf staðið í skilum við Landsbanka Íslands sem og hjá öllum þeim sem ég hef fengið lán hjá, eða síðan ég varð fjárráða fyrir 20 árum. Ég hef verið tryggur kúnni sem hef borgað samviskusamlega vexti, nýtt mér rándýra þjónustu þeirra og bitið á agnið í sambandi auka-lífeyrissparnað á sínum tíma. Semsagt fyrirmyndarkúnni. Nú gerist það að þessi mánuður er þannig að eftir að hafa borgað öll lán voru ráðstöfunartekjur litlar. Þetta finnst mér allt í lagi og eðlilegt sérstaklega við þessar aðstæður. Þá varð ég að redda mér í 6 daga með því að fá kr.10.000 í yfirdrátt en fyrir er engin yfirdráttur á neinum reikningum.  Takið eftir, kr. 10.000.

Útibústjóri einstaklingssviðs í Landsbankanum í Hamraborg, Kópavogi var hinsvegar alvara þegar hún hafnaði kröfunni um kr. 10.000 yfirdrátt. Ég veit ekki um ykkur, en þreyttur lax eins og ég varð móðgaður, pirraður og langaði til að skipta um banka þá og þegar. Þolinmæðin engin. En þá þarf að greiða upp fasteignalán og það kostar sitt. En ætli þetta samskiptamáti sem ríkisbankanir ætla sér að fara æfa reglulega gangvart sínum traustu kúnnum?

Ég er þannig orðin lax, sem er þreyttur, pirraður og fastur á línunni því að beytan hjá bönkunum er maður, fluga og spúnn allt á endanum á hnausþykkum kaðli.

Ég er kannski þessi heimski lax sem tók beituna, eða laxinn sem treysti á fágaða veiðimannin sem kann að veiða og sleppa.

kveðja

Þreyttur laxmaður 


Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband