Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Útlendingarnir eru mættir til að syngja fyrir okkur!

Góð fyrirsögn getur skipt öllu og ef hún nær þér inn í texta eins og þú ert að lesa núna þá er fyrsta markmiði náð. Athyglinni. Það sem ég vildi hinsvegar segja er að ég heyrði í lóunni úti í móa nú í morgnuns-árið. Það fyrsta sem ég hugsaði var hvort Lóan væri íslenskur fugl eða útlenskur fugl, ekki að það skipti neinu máli en gaman að pæla í því. Í mínum huga er íslensk sumar ekki til án lóunnar eða hrossagauksins. Þessir fuglar eiga mikinn rétt á því að koma til íslands á sama hátt mega þeir fara héðan á haustmánuðum. En þegar ég hugsa betur þá eru þeir með íslenskt vegabréf þar sem þeir eru fæddir á íslandi, þannig að allir sem eiga íslenskt vegabréf eru íslendingar.

Hvað sem þeirri pælingu líður, þá er það mögnuð tilfinning sem fer um mann þegar maður heyrir þennan yndislega söng.


Iceland, a Tiny Dynamo, Loses Steam - Grein í New York times frá því í dag

Höfum við misst móðinn? Í þessari grein sem birt er í dag á vefsíðu New York Times er góð umfjöllun um efnhagsástandið á íslandi. Eftir að lesa greinina er greinilegt að vandinn sem við almenningur stöndum fyrir er svolítið langt frá því að vera okkar neyslu brjálæði að kenna. Lesið þið þessa grein og sjáið hversu vandinn er í raun djúpur.

http://www.nytimes.com/2008/04/18/business/worldbusiness/18iceland.html?pagewanted=1&ei=5070&en=1be3ce83446a37d0&ex=1209182400&emc=eta1

 

 


Fjórhjólaklúbbur fjórhjólaeigenda

Eitt af þeim sportum sem einstaklingar á besta aldri hafa uppgötvað eru fjórhjólaferðir. Vinsælast eru dagsferðir þegar veðrið er hvað fallegast en einnig lengri helgarferðir. Það besta við fjórhjólin er að það er hægt að fá þau tveggja manna þannig að hjón geta ferðast saman. Sumir snjósleða eigendur hafa bætt þessu við í dótakassann þar sem hjólin er hægt að nota allt árið um kring. Ég fór í gær upp á litlu kaffistofu með hjólið mitt. Var lagður af stað með nesti og góða skó kl 11:00 og kominn til baka kl. 15:00. Veðrið magnað og færið ágætt, snjórinn svolítið þungur en þá var bara að fljóta. Mætti fjölmörgum félögum á leiðinni og áttu allir það sameiginlegt að nýta þennan fallega dag eins vel og mögulegt. Ekki er til neinn formlegur klúbbur eins og jeppaklúbbar en ég hvet einhvern framtakssaman til þess að skella slíku í gang svo að menn geta krunkað sér saman í ferðir. Þeir sem eru á www.facebook.comgeta skráð sig á klúbb sem ég setti saman þar en linkurinn er: http://www.facebook.com/group.php?gid=13067801769 


Að innleysa gengishagnað

 Allt í einu skríða fram einstaklingar, fyrirtæki og fjárfestingafélög úr hýði sínu eftir góða vetrarlegu. Þeir eru nú farnir að selja gjaldeyrinn sinn. Allir dollararnir sem keyptir voru á 59, evran á 89. Getur verið að bankarnir eða félög í eigu bankana séu með slíkan gjaldeyrisforða? Getur verið að við komum til með að sjá stjarnfræðilegan hagnað hingað og þangað eða verður bið á því?
mbl.is Íslensku bankarnir að koma inn úr kuldanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband