Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
23.11.2006 | 23:22
Verðbólga og verðtrygging snertir okkur öll!!!
Þegar ég hef hugleitt þann möguleika að endurfjármagna íbúðarlánin með erlendu láni rekst ég þá köldu staðreynd hversu íbúðarlánsvextir og verðtrygging sem fellur á okkur öll er fáránleg.
Ég veit að flest okkar hugleiðir ekki þessar staðreyndir dags daglega (enda höfum við valla tíma) en við verðum á einhverjum tímapunkti að hugleiða þetta. Prófið að láta þjónustufulltrúa ykkar eða bankamenn að reikna út fyrir ykkur endanlega vaxta og verðtrygginga afborganir miðað við 4,5% fasta vexti og 4.5% meðal verðbólgu næstu 25 árin.
Þetta eru skuggalegar tölur fyrir hjón sem skulda ekki meira en 15 milljónir í íbúðarlánum.
Hver getur sagt mér hvar annarsstaðar þekkist slíkt verðtryggingar kerfi og hvar í heiminum þekkist íbúðarlán með föstum 4.15% - 5% íbúðarlánsvöxtum?
Á meðan þetta kerfi er eins og það er verðum við öll að krefjast þess að markmið seðlabankans um verðbólgumarkmið náist. Ef það gengur ekki ári til árs þarf að skipta út mönnum, rétt eins og í einkageiranum þá eru þeir látnir fjúka sem standa sig ekki.
Hin leiðin er að afnema verðtryggingu og gera lífeyrisjóðina um leið mun ábyrgara fjárfesta.
Sjáið þessi orð af vef seðlabankans: (Hvenær hafa stjórnendur seðlabankans náð markmiðum?)
Verðbólgumarkmið Seðlabankans
Markmið stefnunnar í peningamálum er stöðugt verðlag. Hinn 27. mars 2001 var tekið upp formlegt verðbólgumarkmið. Verðbólgumarkmiðinu er nánar lýst í yfirlýsingu Seðlabanka Íslands og ríkisstjórnarinnar, en megindrættir þess eru sem hér segir:
- Seðlabankinn stefnir að því að verðbólga, reiknuð sem árleg hækkun vísitölu neysluverðs á tólf mánuðum, verði að jafnaði sem næst 2½%.
- Víki verðbólga meira en ± 1½% frá settu marki ber bankanum að gera ríkisstjórninni grein fyrir ástæðu fráviksins, hvernig bankinn hyggst bregðast við og hvenær hann telur að verðbólgumarkmiðinu verði náð að nýju. Greinargerðina skal birta opinberlega.
- Seðlabankinn skal stefna að því að ná markmiðinu um 2½% verðbólgu ekki síðar en í árslok 2003.(Hvað þá?)
- Til ársloka 2002 gilda rýmri efri þolmörk sem hér segir: Árið 2001 má verðbólga í mesta lagi verða 3½ prósentu umfram verðbólgumarkmiðið og 2 prósentur á árinu 2002.
- Seðlabankinn birtir verðbólguspá a.m.k. tvö ár fram í tímann og gerir grein fyrir henni í Peningamálum.
Þar sem peningastefnan miðar að því að halda verðlagi stöðugu verður henni ekki beitt til þess að ná öðrum efnahagslegum markmiðum, svo sem jöfnuði í viðskiptum við útlönd eða mikilli atvinnu, nema að því marki sem slíkt samrýmist verðbólgumarkmiði bankans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.11.2006 kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2006 | 23:08
Fyrsta bloggfærsla
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar